Innlent

Þingið í beinni: Störf þingsins og fyrsta umræða um LÍN

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Sumarþing hófst í gær.
Sumarþing hófst í gær. vísir/anton brink
Þingfundur er á dagskrá klukkan 13.30. Þetta er annar fundur Alþingis eftir sumarfrí.

Fyrsta mál á dagskrá er störf þingsins. Þar hafa þingmenn tvær mínútur til að tjá sig um hvaðeina það sem þeim liggur á hjarta. Að því loknu fer fram fyrsta umræða um frumvarp menntamálaráðherra um breytingar á Lánasjóði íslenskra námsmanna.

Þá er á dagskrá önnur umræða um þrenn frumvörp. Í fyrsta lagi breytingar á lögum um landlækni og lýðheilsu en breytingin hefur það markmið að breyta fyrirkomulagi á úthlutunum úr lýðheilsusjóði. Þá fer fram önnur umræða um Þjóðaröryggisráð og lagabreytingu sem hefur áhrif á vogunarhlutfall fjármálafyrirtækja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×