Tekist á strax á fyrsta degi Alþingis Snærós Sindradóttir skrifar 16. ágúst 2016 06:00 Alþingi kom saman í dag á þingfund fyrir það sem verður eitt stysta þing í sögunni. vísir/anton brink Það var tekist á um ræðu forsætisráðherra þegar þing kom aftur saman í gær eftir sumarfrí. Í ræðu sinni sagði Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra að engin trygging væri fyrir góðum horfum í efnahagsmálum. Þar skipti helst máli hver væri við stjórnvölinn. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði forsætisráðherra sleppa því að minnast á hátt vaxtastig Seðlabankans sem nú eru 5,75 prósent og sagði hún aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa einkennst af því að passa upp á hina efnameiri og nefndi lækkun veiðigjalda á stórútgerðina í því samhengi. Þessu svaraði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og var mikið niðri fyrir. „Menn nefna veiðigjöldin. Staðreyndin er sú að þessi ríkisstjórn hefur tekið á annan tug milljarða í veiðigjöld umfram það sem ríkisstjórn vinstri flokkanna gerði í fjögur ár.“ Þá var hart tekist á í óundirbúnum fyrirspurnatíma ráðherra en þar beindi Oddný Harðardóttir, formaður Samfylkingar, þeirri fyrirspurn til forsætisráðherra hvort hann gerði sér grein fyrir því að þeir tekjuhærri og þeir sem skulda mest hafi komið betur út úr skuldaleiðréttingu ríkisstjórnarinnar. Sigurður Ingi sagði sögunni snúið á haus, að aðgerðin hafi tekist afburðavel og benti á að eignir fólks í eigin húsnæði hafi vaxið um 45 prósentustig á starfstíma ríkisstjórnarinnar. „Hver vildi ekki frekar vera í þeim sporum að eiga stærri hlut í sínu eigin húsnæði og borga minna til bankanna en að þurfa að treysta á að ríkið komi með vaxtabætur til að viðhalda þeirri snöru sem bankakerfið og kerfið sem slíkt býr við hefur búið til?“Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
Það var tekist á um ræðu forsætisráðherra þegar þing kom aftur saman í gær eftir sumarfrí. Í ræðu sinni sagði Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra að engin trygging væri fyrir góðum horfum í efnahagsmálum. Þar skipti helst máli hver væri við stjórnvölinn. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði forsætisráðherra sleppa því að minnast á hátt vaxtastig Seðlabankans sem nú eru 5,75 prósent og sagði hún aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa einkennst af því að passa upp á hina efnameiri og nefndi lækkun veiðigjalda á stórútgerðina í því samhengi. Þessu svaraði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og var mikið niðri fyrir. „Menn nefna veiðigjöldin. Staðreyndin er sú að þessi ríkisstjórn hefur tekið á annan tug milljarða í veiðigjöld umfram það sem ríkisstjórn vinstri flokkanna gerði í fjögur ár.“ Þá var hart tekist á í óundirbúnum fyrirspurnatíma ráðherra en þar beindi Oddný Harðardóttir, formaður Samfylkingar, þeirri fyrirspurn til forsætisráðherra hvort hann gerði sér grein fyrir því að þeir tekjuhærri og þeir sem skulda mest hafi komið betur út úr skuldaleiðréttingu ríkisstjórnarinnar. Sigurður Ingi sagði sögunni snúið á haus, að aðgerðin hafi tekist afburðavel og benti á að eignir fólks í eigin húsnæði hafi vaxið um 45 prósentustig á starfstíma ríkisstjórnarinnar. „Hver vildi ekki frekar vera í þeim sporum að eiga stærri hlut í sínu eigin húsnæði og borga minna til bankanna en að þurfa að treysta á að ríkið komi með vaxtabætur til að viðhalda þeirri snöru sem bankakerfið og kerfið sem slíkt býr við hefur búið til?“Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira