Þingmaður telur lykilatriði að Sigmundur Davíð þvælist ekki fyrir þingstörfum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. ágúst 2016 11:05 Páll og Sigmundur eru ósammála um hvor þeirra gæti þvælst fyrir þingstörfum. vísir Það er lykilatriði fyrir friðsömu og skilvirku sumarþingi að formaður Framsóknarflokksins þvælist ekki fyrir. Svo ritar Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, á Facebook-síðu sína. Þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hrökklaðist úr stóli forsætisráðherra í vor var tilkynnt í þinghúsinu að kjörtímabilið nú yrði stytt um eitt löggjafarþing. Síðan þá hefur verið vafi uppi um hvenær kosningar skyldu fara fram. Í síðustu viku var tilkynnt að kosningar myndu fara fram 29. október. Ákveðnir þingmenn Framsóknarflokksins, þar á meðal sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Gunnar Bragi Sveinsson, og formaður fjárlaganefndar, Vigdís Hauksdóttir, hafa talað um afleik stjórnarinnar í þessum efnum. Fastur kjördagur veiti stjórnarandstöðunni vopn og hún geti tafið þingstörf.Sjá einnig:Sigurður Ingi: Sameiginleg sýn að kjósa 29. október Í frétt á vef RÚV í gær kom fram að til stæði að kynna frumvörp sem draga úr vægi verðtryggingar. „Þetta er augljóslega eitt af stóru málunum þannig að ég geri ráð fyrir að stjórnarandstaðan, vilji hún kosningar á þessum degi, þvælist ekki mjög mikið fyrir,“ sagði Sigmundur Davíð í viðtali við RÚV af því tilfelli. „Sigmundur Davíð virðist vera kominn í leitirnar aftur en eins og allir vita þá kom hann óvænt heim í sumar. En svo hvarf hann aftur og gaf sér meira segja ekki tíma til þess að vera viðstaddur innsetningu nýs forseta lýðveldsins einn formanna stjórnmálaflokka,“ segir í áðurnefndri færslu Páls Vals en þar gerir hann umrædd ummæli Sigmundar að umræðuefni. „En nú er hann semsagt mættur, fjallbrattur sem fyrr og segir að það sé hugsanlega hægt að kjósa 29. okt ef stjórnarandstaðan verði ekki að flækjast fyrir. Ég tel það aftur á móti lykilatriði fyrir friðsömu og skilvirku sumarþingi að hann sjálfur verði ekki að þvælast fyrir. Það er sá lærdómur sem má draga af þingstörfum síðasta vor.“ Alþingi Tengdar fréttir Þing kemur saman í dag: Forsætisráðherra flytur skýrslu um stöðu þjóðmála Formenn þingflokka Alþingis munu funda klukkan 11 í dag og verður þing sett klukkan 15. 15. ágúst 2016 07:33 Þingið farið í sumarfrí: Meiri bjór úr fríhöfninni, dekkjakurlið burt og hætt við innra eftirlit lögreglu Það var handagangur í öskjunni í gær á síðasta starfsdegi Alþingis áður en sumarleyfi þingmanna hófst. 3. júní 2016 13:45 Segir stjórnarmeirihlutann hæglega geta kallað saman nýtt þing og hætt við kosningar Gunnar Bragi Sveinsson er ekki sáttur við að forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafi ákveðið kjördag með stjórnarandstöðunni í vikunni. 13. ágúst 2016 14:13 Telur að forsætisráðherra hefði átt að ræða dagsetningu kosninga við þingflokkinn Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra mun fara yfir ákvörðun sína og fjármálaráðherra um fastsetningu kjördags hinn 29. október á þingflokksfundi Framsóknarmanna á morgun. 14. ágúst 2016 16:57 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
Það er lykilatriði fyrir friðsömu og skilvirku sumarþingi að formaður Framsóknarflokksins þvælist ekki fyrir. Svo ritar Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, á Facebook-síðu sína. Þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hrökklaðist úr stóli forsætisráðherra í vor var tilkynnt í þinghúsinu að kjörtímabilið nú yrði stytt um eitt löggjafarþing. Síðan þá hefur verið vafi uppi um hvenær kosningar skyldu fara fram. Í síðustu viku var tilkynnt að kosningar myndu fara fram 29. október. Ákveðnir þingmenn Framsóknarflokksins, þar á meðal sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Gunnar Bragi Sveinsson, og formaður fjárlaganefndar, Vigdís Hauksdóttir, hafa talað um afleik stjórnarinnar í þessum efnum. Fastur kjördagur veiti stjórnarandstöðunni vopn og hún geti tafið þingstörf.Sjá einnig:Sigurður Ingi: Sameiginleg sýn að kjósa 29. október Í frétt á vef RÚV í gær kom fram að til stæði að kynna frumvörp sem draga úr vægi verðtryggingar. „Þetta er augljóslega eitt af stóru málunum þannig að ég geri ráð fyrir að stjórnarandstaðan, vilji hún kosningar á þessum degi, þvælist ekki mjög mikið fyrir,“ sagði Sigmundur Davíð í viðtali við RÚV af því tilfelli. „Sigmundur Davíð virðist vera kominn í leitirnar aftur en eins og allir vita þá kom hann óvænt heim í sumar. En svo hvarf hann aftur og gaf sér meira segja ekki tíma til þess að vera viðstaddur innsetningu nýs forseta lýðveldsins einn formanna stjórnmálaflokka,“ segir í áðurnefndri færslu Páls Vals en þar gerir hann umrædd ummæli Sigmundar að umræðuefni. „En nú er hann semsagt mættur, fjallbrattur sem fyrr og segir að það sé hugsanlega hægt að kjósa 29. okt ef stjórnarandstaðan verði ekki að flækjast fyrir. Ég tel það aftur á móti lykilatriði fyrir friðsömu og skilvirku sumarþingi að hann sjálfur verði ekki að þvælast fyrir. Það er sá lærdómur sem má draga af þingstörfum síðasta vor.“
Alþingi Tengdar fréttir Þing kemur saman í dag: Forsætisráðherra flytur skýrslu um stöðu þjóðmála Formenn þingflokka Alþingis munu funda klukkan 11 í dag og verður þing sett klukkan 15. 15. ágúst 2016 07:33 Þingið farið í sumarfrí: Meiri bjór úr fríhöfninni, dekkjakurlið burt og hætt við innra eftirlit lögreglu Það var handagangur í öskjunni í gær á síðasta starfsdegi Alþingis áður en sumarleyfi þingmanna hófst. 3. júní 2016 13:45 Segir stjórnarmeirihlutann hæglega geta kallað saman nýtt þing og hætt við kosningar Gunnar Bragi Sveinsson er ekki sáttur við að forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafi ákveðið kjördag með stjórnarandstöðunni í vikunni. 13. ágúst 2016 14:13 Telur að forsætisráðherra hefði átt að ræða dagsetningu kosninga við þingflokkinn Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra mun fara yfir ákvörðun sína og fjármálaráðherra um fastsetningu kjördags hinn 29. október á þingflokksfundi Framsóknarmanna á morgun. 14. ágúst 2016 16:57 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
Þing kemur saman í dag: Forsætisráðherra flytur skýrslu um stöðu þjóðmála Formenn þingflokka Alþingis munu funda klukkan 11 í dag og verður þing sett klukkan 15. 15. ágúst 2016 07:33
Þingið farið í sumarfrí: Meiri bjór úr fríhöfninni, dekkjakurlið burt og hætt við innra eftirlit lögreglu Það var handagangur í öskjunni í gær á síðasta starfsdegi Alþingis áður en sumarleyfi þingmanna hófst. 3. júní 2016 13:45
Segir stjórnarmeirihlutann hæglega geta kallað saman nýtt þing og hætt við kosningar Gunnar Bragi Sveinsson er ekki sáttur við að forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafi ákveðið kjördag með stjórnarandstöðunni í vikunni. 13. ágúst 2016 14:13
Telur að forsætisráðherra hefði átt að ræða dagsetningu kosninga við þingflokkinn Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra mun fara yfir ákvörðun sína og fjármálaráðherra um fastsetningu kjördags hinn 29. október á þingflokksfundi Framsóknarmanna á morgun. 14. ágúst 2016 16:57