BBC fjallar um húsnæðisvanda í Reykjavík vegna AirBnb Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 14. ágúst 2016 22:01 Fjöldi AirBnb íbúða í Reykjavík hefur margfaldast á síðustu árum. Vísir/Vilhelm Fjallað er um húsnæðismál Reykjavíkurborgar á fréttavef BBC í tengslum við fréttaflutning af regluverki í kringum AirBnb-íbúðir. Blaðamaðurinn Lauren Comiteau skrifar um erlendan mann sem er búsettur á Íslandi og lenti í miklum húsnæðisvandræðum þegar honum var sagt upp leigusamningi vegna þess að leigusalinn hugðist eingöngu leigja íbúð sina út á AirBnb. Blaðamaðurinn Comiteau lýsir samskiptum milli borgaryfirvalda og vefsíðna sem bjóða upp á útleigu á heimilum sem stríði og valda því að leigutakar og gestgjafar lendi í miðjunni. „Í dag eru fleiri og fleiri borgir að grípa til róttækra aðgerða gegn þeim sem leigja heimili sín út til ferðamanna. Í mörgum vinsælum ferðamannaborgum hefur lítið framboð af leiguhúsnæði í mörg ár valdið hækkun á leiguverði. En nú upp á síðkastið hafa margir kennt vettvangi sem gerir fólki kleift að deila heimilum sínum um vöntun á leiguhúsnæði. Borgir eins og Reykjavík og Berlín eru að reyna allt frá reglusetningu til nánast banna. Þetta snýst ekki aðeins um AirBnb heldur eru samkeppnisaðilar,HomeAway, Tripping, OneFineStay og FlipKey, einnig að valda vandræðum,“ segir í greininni.Hana má lesa í heild sinni hér.Greinin spyr hvort AirBnb geri það ómögulegt fyrir hinn almenna leigutaka að finna sér húsnæði.Vísir/Skjáskot af vef BBCErlendi maðurinn sem Comiteau fjallar um heitir Nicholas Herring en hann fékk þrjá mánuði til þess að finna sér nýjan samastað eftir að leigusamningi hans var rift. „Jafnvel þó þrír mánuðir virðast nægur tími fyrir Texas-búa til að finna sér samastað þá reyndist það ómögulegt í Reykjavík að sumri til. Varla nokkrar íbúðir sem auglýstar voru opinberlega uppfylltu þarfir Herring og að lokum fann hann húsnæði í gegnum samstarfsfélaga sinn.“ Haft er eftir Herring í greininni að hann skilji vel hvers vegna svo margir sækja í að leigja íbúðir sínar út til ferðamanna. „Ef leigusalar þurfa pening þá breyta þeir leiguhúsnæðinu sínu í AirBnb. Þeir geta grætt á tveimur dögum þar sem ég borga í leigu á mánuði.“ Fjallað er um lagasetningu á útleigu á eigin húsnæði sem samþykkt var hér á landi í sumar auk þess sem talað er við Þorstein Finnbogason, 26 ára mann sem á tíu íbúðir ásamt fjölskyldu sinni í miðborg Reykjavíkur sem hann rekur sem AirBnb leiguhúsnæði. Comiteau segist sjálf hafa bókað AirBnb þegar hún heimsótti Reykjavík, áður en hún íhugaði einu sinni að bóka hótelherbergi. „Ég var ekkert að hugsa um að ég myndi valda íbúum Reykjavíkur húsnæðisvanda. Eða einu sinni hvort gestgjafi minn væri réttu megin við lögin. Við vildum vera saman, í heimili.“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ekki kominn tími á næstu Airbnb-heimsókn Engar tímasetningar hafa verið ákveðnar um framhald heimsókna ríkisskattstjóra og lögreglu til einstaklinga sem hafa íbúðir sínar til útleigu í gegnum Airbnb. 26. júlí 2016 07:00 Airbnb 3.500 milljarða virði Airbnb er eitt af fjórum verðmætustu fyrirtækjum í heiminum sem ekki eru skráð á markað. 9. ágúst 2016 11:49 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fleiri fréttir Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Sjá meira
Fjallað er um húsnæðismál Reykjavíkurborgar á fréttavef BBC í tengslum við fréttaflutning af regluverki í kringum AirBnb-íbúðir. Blaðamaðurinn Lauren Comiteau skrifar um erlendan mann sem er búsettur á Íslandi og lenti í miklum húsnæðisvandræðum þegar honum var sagt upp leigusamningi vegna þess að leigusalinn hugðist eingöngu leigja íbúð sina út á AirBnb. Blaðamaðurinn Comiteau lýsir samskiptum milli borgaryfirvalda og vefsíðna sem bjóða upp á útleigu á heimilum sem stríði og valda því að leigutakar og gestgjafar lendi í miðjunni. „Í dag eru fleiri og fleiri borgir að grípa til róttækra aðgerða gegn þeim sem leigja heimili sín út til ferðamanna. Í mörgum vinsælum ferðamannaborgum hefur lítið framboð af leiguhúsnæði í mörg ár valdið hækkun á leiguverði. En nú upp á síðkastið hafa margir kennt vettvangi sem gerir fólki kleift að deila heimilum sínum um vöntun á leiguhúsnæði. Borgir eins og Reykjavík og Berlín eru að reyna allt frá reglusetningu til nánast banna. Þetta snýst ekki aðeins um AirBnb heldur eru samkeppnisaðilar,HomeAway, Tripping, OneFineStay og FlipKey, einnig að valda vandræðum,“ segir í greininni.Hana má lesa í heild sinni hér.Greinin spyr hvort AirBnb geri það ómögulegt fyrir hinn almenna leigutaka að finna sér húsnæði.Vísir/Skjáskot af vef BBCErlendi maðurinn sem Comiteau fjallar um heitir Nicholas Herring en hann fékk þrjá mánuði til þess að finna sér nýjan samastað eftir að leigusamningi hans var rift. „Jafnvel þó þrír mánuðir virðast nægur tími fyrir Texas-búa til að finna sér samastað þá reyndist það ómögulegt í Reykjavík að sumri til. Varla nokkrar íbúðir sem auglýstar voru opinberlega uppfylltu þarfir Herring og að lokum fann hann húsnæði í gegnum samstarfsfélaga sinn.“ Haft er eftir Herring í greininni að hann skilji vel hvers vegna svo margir sækja í að leigja íbúðir sínar út til ferðamanna. „Ef leigusalar þurfa pening þá breyta þeir leiguhúsnæðinu sínu í AirBnb. Þeir geta grætt á tveimur dögum þar sem ég borga í leigu á mánuði.“ Fjallað er um lagasetningu á útleigu á eigin húsnæði sem samþykkt var hér á landi í sumar auk þess sem talað er við Þorstein Finnbogason, 26 ára mann sem á tíu íbúðir ásamt fjölskyldu sinni í miðborg Reykjavíkur sem hann rekur sem AirBnb leiguhúsnæði. Comiteau segist sjálf hafa bókað AirBnb þegar hún heimsótti Reykjavík, áður en hún íhugaði einu sinni að bóka hótelherbergi. „Ég var ekkert að hugsa um að ég myndi valda íbúum Reykjavíkur húsnæðisvanda. Eða einu sinni hvort gestgjafi minn væri réttu megin við lögin. Við vildum vera saman, í heimili.“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ekki kominn tími á næstu Airbnb-heimsókn Engar tímasetningar hafa verið ákveðnar um framhald heimsókna ríkisskattstjóra og lögreglu til einstaklinga sem hafa íbúðir sínar til útleigu í gegnum Airbnb. 26. júlí 2016 07:00 Airbnb 3.500 milljarða virði Airbnb er eitt af fjórum verðmætustu fyrirtækjum í heiminum sem ekki eru skráð á markað. 9. ágúst 2016 11:49 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fleiri fréttir Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Sjá meira
Ekki kominn tími á næstu Airbnb-heimsókn Engar tímasetningar hafa verið ákveðnar um framhald heimsókna ríkisskattstjóra og lögreglu til einstaklinga sem hafa íbúðir sínar til útleigu í gegnum Airbnb. 26. júlí 2016 07:00
Airbnb 3.500 milljarða virði Airbnb er eitt af fjórum verðmætustu fyrirtækjum í heiminum sem ekki eru skráð á markað. 9. ágúst 2016 11:49