BBC fjallar um húsnæðisvanda í Reykjavík vegna AirBnb Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 14. ágúst 2016 22:01 Fjöldi AirBnb íbúða í Reykjavík hefur margfaldast á síðustu árum. Vísir/Vilhelm Fjallað er um húsnæðismál Reykjavíkurborgar á fréttavef BBC í tengslum við fréttaflutning af regluverki í kringum AirBnb-íbúðir. Blaðamaðurinn Lauren Comiteau skrifar um erlendan mann sem er búsettur á Íslandi og lenti í miklum húsnæðisvandræðum þegar honum var sagt upp leigusamningi vegna þess að leigusalinn hugðist eingöngu leigja íbúð sina út á AirBnb. Blaðamaðurinn Comiteau lýsir samskiptum milli borgaryfirvalda og vefsíðna sem bjóða upp á útleigu á heimilum sem stríði og valda því að leigutakar og gestgjafar lendi í miðjunni. „Í dag eru fleiri og fleiri borgir að grípa til róttækra aðgerða gegn þeim sem leigja heimili sín út til ferðamanna. Í mörgum vinsælum ferðamannaborgum hefur lítið framboð af leiguhúsnæði í mörg ár valdið hækkun á leiguverði. En nú upp á síðkastið hafa margir kennt vettvangi sem gerir fólki kleift að deila heimilum sínum um vöntun á leiguhúsnæði. Borgir eins og Reykjavík og Berlín eru að reyna allt frá reglusetningu til nánast banna. Þetta snýst ekki aðeins um AirBnb heldur eru samkeppnisaðilar,HomeAway, Tripping, OneFineStay og FlipKey, einnig að valda vandræðum,“ segir í greininni.Hana má lesa í heild sinni hér.Greinin spyr hvort AirBnb geri það ómögulegt fyrir hinn almenna leigutaka að finna sér húsnæði.Vísir/Skjáskot af vef BBCErlendi maðurinn sem Comiteau fjallar um heitir Nicholas Herring en hann fékk þrjá mánuði til þess að finna sér nýjan samastað eftir að leigusamningi hans var rift. „Jafnvel þó þrír mánuðir virðast nægur tími fyrir Texas-búa til að finna sér samastað þá reyndist það ómögulegt í Reykjavík að sumri til. Varla nokkrar íbúðir sem auglýstar voru opinberlega uppfylltu þarfir Herring og að lokum fann hann húsnæði í gegnum samstarfsfélaga sinn.“ Haft er eftir Herring í greininni að hann skilji vel hvers vegna svo margir sækja í að leigja íbúðir sínar út til ferðamanna. „Ef leigusalar þurfa pening þá breyta þeir leiguhúsnæðinu sínu í AirBnb. Þeir geta grætt á tveimur dögum þar sem ég borga í leigu á mánuði.“ Fjallað er um lagasetningu á útleigu á eigin húsnæði sem samþykkt var hér á landi í sumar auk þess sem talað er við Þorstein Finnbogason, 26 ára mann sem á tíu íbúðir ásamt fjölskyldu sinni í miðborg Reykjavíkur sem hann rekur sem AirBnb leiguhúsnæði. Comiteau segist sjálf hafa bókað AirBnb þegar hún heimsótti Reykjavík, áður en hún íhugaði einu sinni að bóka hótelherbergi. „Ég var ekkert að hugsa um að ég myndi valda íbúum Reykjavíkur húsnæðisvanda. Eða einu sinni hvort gestgjafi minn væri réttu megin við lögin. Við vildum vera saman, í heimili.“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ekki kominn tími á næstu Airbnb-heimsókn Engar tímasetningar hafa verið ákveðnar um framhald heimsókna ríkisskattstjóra og lögreglu til einstaklinga sem hafa íbúðir sínar til útleigu í gegnum Airbnb. 26. júlí 2016 07:00 Airbnb 3.500 milljarða virði Airbnb er eitt af fjórum verðmætustu fyrirtækjum í heiminum sem ekki eru skráð á markað. 9. ágúst 2016 11:49 Mest lesið Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Fleiri fréttir Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Sjá meira
Fjallað er um húsnæðismál Reykjavíkurborgar á fréttavef BBC í tengslum við fréttaflutning af regluverki í kringum AirBnb-íbúðir. Blaðamaðurinn Lauren Comiteau skrifar um erlendan mann sem er búsettur á Íslandi og lenti í miklum húsnæðisvandræðum þegar honum var sagt upp leigusamningi vegna þess að leigusalinn hugðist eingöngu leigja íbúð sina út á AirBnb. Blaðamaðurinn Comiteau lýsir samskiptum milli borgaryfirvalda og vefsíðna sem bjóða upp á útleigu á heimilum sem stríði og valda því að leigutakar og gestgjafar lendi í miðjunni. „Í dag eru fleiri og fleiri borgir að grípa til róttækra aðgerða gegn þeim sem leigja heimili sín út til ferðamanna. Í mörgum vinsælum ferðamannaborgum hefur lítið framboð af leiguhúsnæði í mörg ár valdið hækkun á leiguverði. En nú upp á síðkastið hafa margir kennt vettvangi sem gerir fólki kleift að deila heimilum sínum um vöntun á leiguhúsnæði. Borgir eins og Reykjavík og Berlín eru að reyna allt frá reglusetningu til nánast banna. Þetta snýst ekki aðeins um AirBnb heldur eru samkeppnisaðilar,HomeAway, Tripping, OneFineStay og FlipKey, einnig að valda vandræðum,“ segir í greininni.Hana má lesa í heild sinni hér.Greinin spyr hvort AirBnb geri það ómögulegt fyrir hinn almenna leigutaka að finna sér húsnæði.Vísir/Skjáskot af vef BBCErlendi maðurinn sem Comiteau fjallar um heitir Nicholas Herring en hann fékk þrjá mánuði til þess að finna sér nýjan samastað eftir að leigusamningi hans var rift. „Jafnvel þó þrír mánuðir virðast nægur tími fyrir Texas-búa til að finna sér samastað þá reyndist það ómögulegt í Reykjavík að sumri til. Varla nokkrar íbúðir sem auglýstar voru opinberlega uppfylltu þarfir Herring og að lokum fann hann húsnæði í gegnum samstarfsfélaga sinn.“ Haft er eftir Herring í greininni að hann skilji vel hvers vegna svo margir sækja í að leigja íbúðir sínar út til ferðamanna. „Ef leigusalar þurfa pening þá breyta þeir leiguhúsnæðinu sínu í AirBnb. Þeir geta grætt á tveimur dögum þar sem ég borga í leigu á mánuði.“ Fjallað er um lagasetningu á útleigu á eigin húsnæði sem samþykkt var hér á landi í sumar auk þess sem talað er við Þorstein Finnbogason, 26 ára mann sem á tíu íbúðir ásamt fjölskyldu sinni í miðborg Reykjavíkur sem hann rekur sem AirBnb leiguhúsnæði. Comiteau segist sjálf hafa bókað AirBnb þegar hún heimsótti Reykjavík, áður en hún íhugaði einu sinni að bóka hótelherbergi. „Ég var ekkert að hugsa um að ég myndi valda íbúum Reykjavíkur húsnæðisvanda. Eða einu sinni hvort gestgjafi minn væri réttu megin við lögin. Við vildum vera saman, í heimili.“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ekki kominn tími á næstu Airbnb-heimsókn Engar tímasetningar hafa verið ákveðnar um framhald heimsókna ríkisskattstjóra og lögreglu til einstaklinga sem hafa íbúðir sínar til útleigu í gegnum Airbnb. 26. júlí 2016 07:00 Airbnb 3.500 milljarða virði Airbnb er eitt af fjórum verðmætustu fyrirtækjum í heiminum sem ekki eru skráð á markað. 9. ágúst 2016 11:49 Mest lesið Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Fleiri fréttir Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Sjá meira
Ekki kominn tími á næstu Airbnb-heimsókn Engar tímasetningar hafa verið ákveðnar um framhald heimsókna ríkisskattstjóra og lögreglu til einstaklinga sem hafa íbúðir sínar til útleigu í gegnum Airbnb. 26. júlí 2016 07:00
Airbnb 3.500 milljarða virði Airbnb er eitt af fjórum verðmætustu fyrirtækjum í heiminum sem ekki eru skráð á markað. 9. ágúst 2016 11:49