Nýjar bjöllutegundir fundust í árvissum leiðangri vísindamanna Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 15. ágúst 2016 08:00 Tvær tegundir jötunuxa eru meðal nýrra smádýra í Surtsey. Mynd/Erling Ólafsson Ný smádýr fundust í árvissum leiðangri vísindamanna út í Surtsey, að því er fram kemur á vef Náttúrufræðistofnunar. Þá kom í ljós að háplöntum hafði fækkað í eyjunni. Leiðangurinn stóð 18. til 22. júlí síðastliðinn. Í leiðangrinum var reglubundnum verkum í eyjunni sinnt en eitt markmiða hans var að fjarlægja ýmsa aðskotahluti sem rekið hafði á fjörur eyjunnar og restar byggingarefnis frá því að hús Surtseyjarfélagsins, Pálsbær, var lagfært síðastliðið haust. Surtsey er syðsta eyjan í Vestmannaeyjaklasanum og myndaðist í neðansjávareldgosi sem fyrst varð vart 14. nóvember 1963. Gosið stóð til 5. júní 1967. Surtsey er á heimsminjaskrá UNESCO og er friðlýst frá árinu 1965. Sagt er frá leiðangrinum á vefsíðu Náttúrufræðistofnunar Íslands. Ekki viðraði vel til athugana á smádýrum sem bitnaði á árangri söfnunar. Þó uppgötvuðust fjórar nýjar bjöllutegundir sem ekki hafa fundist á eyjunni áður. Bjöllurnar voru fjallasmiður, steinvarta og tvær tegundir jötunuxa sem þó þarf að staðfesta betur. Báðar tegundirnar eru þó fágætar og önnur ný fyrir Ísland ef rétt reynist. Varp máfa var með albesta móti. Varppörum hafði fjölgað og afkoma unga var betri. Sílamáfurinn hefur flúið svartbakinn sem styrkst hefur mjög en allt að þrjátíu pör hafa orpið á tanga eyjunnar en að jafnaði hafa þau verið þrjú talsins. Einnig er sagt frá því að háplöntutegundum hafi fækkað um fjórar frá síðasta ári. Alls fannst 61 tegund háplantna en frá upphafi hafa alls fundist 73 tegundir á eyjunni. Tegundir sem ekki sáust í ár voru gleym-mér-ei, beringspuntur, maríustakkur, lækjagrýta og heiðardúnurt. Veðurofsi virðist hafa verið töluverður síðasta vetur og voru ummerki hans augljós á nokkrum stöðum.Fréttin birtist upphaflega í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Surtsey Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Ný smádýr fundust í árvissum leiðangri vísindamanna út í Surtsey, að því er fram kemur á vef Náttúrufræðistofnunar. Þá kom í ljós að háplöntum hafði fækkað í eyjunni. Leiðangurinn stóð 18. til 22. júlí síðastliðinn. Í leiðangrinum var reglubundnum verkum í eyjunni sinnt en eitt markmiða hans var að fjarlægja ýmsa aðskotahluti sem rekið hafði á fjörur eyjunnar og restar byggingarefnis frá því að hús Surtseyjarfélagsins, Pálsbær, var lagfært síðastliðið haust. Surtsey er syðsta eyjan í Vestmannaeyjaklasanum og myndaðist í neðansjávareldgosi sem fyrst varð vart 14. nóvember 1963. Gosið stóð til 5. júní 1967. Surtsey er á heimsminjaskrá UNESCO og er friðlýst frá árinu 1965. Sagt er frá leiðangrinum á vefsíðu Náttúrufræðistofnunar Íslands. Ekki viðraði vel til athugana á smádýrum sem bitnaði á árangri söfnunar. Þó uppgötvuðust fjórar nýjar bjöllutegundir sem ekki hafa fundist á eyjunni áður. Bjöllurnar voru fjallasmiður, steinvarta og tvær tegundir jötunuxa sem þó þarf að staðfesta betur. Báðar tegundirnar eru þó fágætar og önnur ný fyrir Ísland ef rétt reynist. Varp máfa var með albesta móti. Varppörum hafði fjölgað og afkoma unga var betri. Sílamáfurinn hefur flúið svartbakinn sem styrkst hefur mjög en allt að þrjátíu pör hafa orpið á tanga eyjunnar en að jafnaði hafa þau verið þrjú talsins. Einnig er sagt frá því að háplöntutegundum hafi fækkað um fjórar frá síðasta ári. Alls fannst 61 tegund háplantna en frá upphafi hafa alls fundist 73 tegundir á eyjunni. Tegundir sem ekki sáust í ár voru gleym-mér-ei, beringspuntur, maríustakkur, lækjagrýta og heiðardúnurt. Veðurofsi virðist hafa verið töluverður síðasta vetur og voru ummerki hans augljós á nokkrum stöðum.Fréttin birtist upphaflega í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Surtsey Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira