Skálavörður í Þórsmörk hrökk upp við óboðinn gest Jóhann Óli Eiðsson skrifar 12. ágúst 2016 16:15 Skálaverðir í Þórsmörk að störfum. vísir/vilhelm „Mér brá svolítið þegar hann kom inn því hingað kemur aldrei nokkur maður á þessum tíma,“ segir Eyrún Ósk Stefánsdóttir, skálavörður í Þórsmörk, í samtali við Vísi. Eyrún lenti í nótt í þeirri áhugaverðu lífreynslu að ókunnugur maður vakti hana upp af værum svefni um miðja nótt.Eyrún Ósk StefánsdóttirStaðarhaldarar á svæðinu sofa í lítilli starfsmannaaðstöðu sem, að sögn Eyrúnar, er nær alltaf ólæst þar sem fáir eru þarna á ferli. Á þriðja tímanum í nótt gerðist það að Eyrún vaknaði við það að yfir henni stóð maður sem hún kunni engin deili á. „Þetta var nokkuð óþægilegt,“ segir Eyrún. Hún bætir því við að hún hafi vaknað nokkuð snöggt og skipað hinum óboðna gesti að fara út. Hann hlýddi því. „Hann var víst bara að leita sér að stað til að sofa á. Þó þetta hafi verið óþægilegt í fyrstu þá er þetta eitthvað sem maður hlær að núna og síðar meir.“ Þetta er þriðja sumar Eyrúnar í skálavörslu en fyrri tvö sumrin var hún á miðjum Laugaveginum. Hún merkir því talsverðan mun í fjölda ferðamanna. „Hingað koma nokkrar rútur á degi hverjum og fjöldi gesta sem kemur hingað en gengur ekki Laugaveginn. Þetta hefur gengið vel fyrir sig. Skondnasta atvikið var sennilega þegar hingað komu ferðamenn að leita að flugvélarbrakinu á Sólheimasandi.“ Það styttist í annan endann á skálavarðarferli Eyrúnar, í það minnsta í sumar, því í haust sest hún á skólabekk og hefur nám í hjúkrunarfræði. „Ég er búin að vera hér síðan 9. júní og tekið tæpa viku í frí. Þetta er flott starf fyrir námsmann enda eyðir maður engu hérna. Ég hlakka samt alltaf til á haustin þegar þetta klárast en eiginlega jafn mikið til á vorin þegar maður kemur aftur,“ segir Eyrún að lokum. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Sjá meira
„Mér brá svolítið þegar hann kom inn því hingað kemur aldrei nokkur maður á þessum tíma,“ segir Eyrún Ósk Stefánsdóttir, skálavörður í Þórsmörk, í samtali við Vísi. Eyrún lenti í nótt í þeirri áhugaverðu lífreynslu að ókunnugur maður vakti hana upp af værum svefni um miðja nótt.Eyrún Ósk StefánsdóttirStaðarhaldarar á svæðinu sofa í lítilli starfsmannaaðstöðu sem, að sögn Eyrúnar, er nær alltaf ólæst þar sem fáir eru þarna á ferli. Á þriðja tímanum í nótt gerðist það að Eyrún vaknaði við það að yfir henni stóð maður sem hún kunni engin deili á. „Þetta var nokkuð óþægilegt,“ segir Eyrún. Hún bætir því við að hún hafi vaknað nokkuð snöggt og skipað hinum óboðna gesti að fara út. Hann hlýddi því. „Hann var víst bara að leita sér að stað til að sofa á. Þó þetta hafi verið óþægilegt í fyrstu þá er þetta eitthvað sem maður hlær að núna og síðar meir.“ Þetta er þriðja sumar Eyrúnar í skálavörslu en fyrri tvö sumrin var hún á miðjum Laugaveginum. Hún merkir því talsverðan mun í fjölda ferðamanna. „Hingað koma nokkrar rútur á degi hverjum og fjöldi gesta sem kemur hingað en gengur ekki Laugaveginn. Þetta hefur gengið vel fyrir sig. Skondnasta atvikið var sennilega þegar hingað komu ferðamenn að leita að flugvélarbrakinu á Sólheimasandi.“ Það styttist í annan endann á skálavarðarferli Eyrúnar, í það minnsta í sumar, því í haust sest hún á skólabekk og hefur nám í hjúkrunarfræði. „Ég er búin að vera hér síðan 9. júní og tekið tæpa viku í frí. Þetta er flott starf fyrir námsmann enda eyðir maður engu hérna. Ég hlakka samt alltaf til á haustin þegar þetta klárast en eiginlega jafn mikið til á vorin þegar maður kemur aftur,“ segir Eyrún að lokum.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Sjá meira