Hátt hlutfall stórlaxa í Eystri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 11. ágúst 2016 14:14 Flott morgunveiði í Eystri Rangá Mynd: www.ranga.is Veiðin í Eystri Rangá hefur verið nokkuð jöfn síðustu daga en að meðaltali eru að koma upp um 50 laxar á dag. Heildarveiðin í Eystri Rangá er komin í 2.481 lax en heildarveiðin allt tímabilið í fyrra var 2.749 laxar svo það er vel ljóst að áin fer vel yfir þá tölu. Það sem vantar kannski helst er að sjá meira af smálaxi en ekki ber að skilja þá yfirlýsingu svo að lítið sé af laxi í ánni, það er langt frá því og það sem auk þess gerir veiðina í Eystri Rangá jafn eftirsótta og raun er er að í henni er líklega eitt hæsta stórlaxa hlutfall sem fyrir finnst á landinu en um 80% af heildarveiðinni núna er skilgreint sem stórlax. Laxinn er að finna víða í ánni en eins og oft vill hann gjarnan safnast fyrir á ákveðnum stöðum en þrátt fyrir að hann geri það er veiðin góð í flestum hyljum. Áin er uppseld í ágúst en laus leyfi er hægt að finna á vefsíðu Eystri Rangár, www.ranga.is Mest lesið Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Eitt gott ráð fyrir síðsumars laxveiði Veiði Góð veiði í Breiðdalsá og Jökla að fara í gang Veiði Laxárdalurinn sýnir sínar bestu hliðar Veiði Þegjandi á Harley Davidsson í Laugakvörn Veiði Brot á lögum um veiðar á villtum dýrum Veiði Kárastaðir eitt það gjöfulasta í Þingvallavatni Veiði Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Eru veiðimenn að upplifa sömu hörmungar og 1984? Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði
Veiðin í Eystri Rangá hefur verið nokkuð jöfn síðustu daga en að meðaltali eru að koma upp um 50 laxar á dag. Heildarveiðin í Eystri Rangá er komin í 2.481 lax en heildarveiðin allt tímabilið í fyrra var 2.749 laxar svo það er vel ljóst að áin fer vel yfir þá tölu. Það sem vantar kannski helst er að sjá meira af smálaxi en ekki ber að skilja þá yfirlýsingu svo að lítið sé af laxi í ánni, það er langt frá því og það sem auk þess gerir veiðina í Eystri Rangá jafn eftirsótta og raun er er að í henni er líklega eitt hæsta stórlaxa hlutfall sem fyrir finnst á landinu en um 80% af heildarveiðinni núna er skilgreint sem stórlax. Laxinn er að finna víða í ánni en eins og oft vill hann gjarnan safnast fyrir á ákveðnum stöðum en þrátt fyrir að hann geri það er veiðin góð í flestum hyljum. Áin er uppseld í ágúst en laus leyfi er hægt að finna á vefsíðu Eystri Rangár, www.ranga.is
Mest lesið Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Eitt gott ráð fyrir síðsumars laxveiði Veiði Góð veiði í Breiðdalsá og Jökla að fara í gang Veiði Laxárdalurinn sýnir sínar bestu hliðar Veiði Þegjandi á Harley Davidsson í Laugakvörn Veiði Brot á lögum um veiðar á villtum dýrum Veiði Kárastaðir eitt það gjöfulasta í Þingvallavatni Veiði Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Eru veiðimenn að upplifa sömu hörmungar og 1984? Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði