Bjórdæla verður við hvert bað í nýrri bjórheilsulind Kalda Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 11. ágúst 2016 11:02 Bruggsmiðjan Kaldi verður tíu ára í september. Vísir/Samsett Bruggsmiðjan Kaldi stefnir á að opna heilsulind snemma á næsta ári. Helsta einkennismerki heilsulindarinnar verður bjórbað, þar sem hægt er að baða sig í blöndu af bjór, vatni, humlum og geri. „Þú getur legið í þessu og kemur út alveg silkimjúkur eftirá,“ sagði Sigurður Bragi Ólafsson, yfirbruggmeistari Kalda í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Fyrir þá sem vilja þá er náttúrulega hægt að sötra með, það verður bjórdæla við hvert bað.“ Stefnt er á að heilsulindin opni í febrúar á næsta ári. „Staðan á því núna er að við erum búin að rýma fyrir á lóðinni sem við byggjum á og byrjum að steypa grunn vonandi í september. Stefnan er tekin á að opna fljótlega eftir áramót.“ Slíkar bjórheilsulindir eiga sér fordæmi úti í heimi. „Við höfum farið í nokkrar vettvangsferðir. Til dæmis úti í Tékklandi, þar er þetta töluvert algengt. Í fyrra fór ég í vikuferð í Tékklandi og fór í þrjú böð, ég hef bara sjaldan verið eins mjúkur og fínn,“ sagði Sigurður. Í heilsulind Kalda verða sjö ker sem öll verða gerð fyrir tvo, fólk geti því komið saman og farið í hjónaker, eða verið eitt og sér í hverju kari. Fjórtán manns geti verið í bjórbaði á hverjum tíma. „Þú liggur í hálftíma, það er ekki ráðlagt að liggja mikið lengur en það. Svo fylgir því slökun á eftir.“ Á dælunni við böðin verður svo yfirleitt dökkur og ljós kaldi.Margt spennandi á döfinni hjá Kalda Kaldi er svokallað mini brugghús, vegna þess hve mikið magn af bjór er framleitt þar ár hvert. Á síðasta ári voru um 700 þúsund lítrar af bjór framleiddir hjá Kalda. „Það er ekkert endilega stefnan okkar að stækka neitt ofboðslega mikið eða ofboðslega hratt, en það er ennþá mikil eftirspurn og við náum ekki að anna henni. Þannig að það stendur til að við þurfum að stækka eitthvað við okkur,“ segir Sigurður. „Lykilatriðið fyrir okkur er að stækka um bruggtæki því að bruggtækin okkar brugga ekki nema þúsund lítra í einu, sem þýðir að við þurfum að brugga 700 sinnum yfir árið og það er mjög mikið, þannig að tækin okkar eru orðin of lítil. Ef við færum í að kaupa ný tæki þá myndum við væntanlega bæta við kannski 2-3 tönkum í leiðinni.“ Kaldi verður tíu ára í september og er nú unnið að því að brugga afmælisbjór, Kaldi Imperial Pilsner. Auk þessa alls tekur bruggsmiðjan daglega við fólki í skoðunarferðir um bruggsmiðjuna. „Það er stöðugur straumur og það bætir alltaf í. Við fáum yfirleitt tugi manns á dag. Það voru 12 þúsund manns í fyrra og það verður bæting í ár,“ segir Sigurður Bragi.Viðtalið við Sigurð Braga má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Íslenskur bjór Tengdar fréttir Bjórspa Kalda með útsýni yfir Hrísey Eigendur bruggverksmiðjunnar Kalda á Árskógasandi hafa tryggt sér lóð fyrir starfsemi bjórheilsulindarinnar. 23. júní 2015 11:44 Ætla að opna bjórspa og brugga 36% meira Eigendur Bruggsmiðjunnar Kalda ætla að opna bjórspa og veitingastað í Eyjafirði. Framleiðsla brugghússins verður aukin um 36 prósent en fyrirtækið framleiðir um 550 þúsund lítra af bjór á ári. 5. nóvember 2014 07:00 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Bruggsmiðjan Kaldi stefnir á að opna heilsulind snemma á næsta ári. Helsta einkennismerki heilsulindarinnar verður bjórbað, þar sem hægt er að baða sig í blöndu af bjór, vatni, humlum og geri. „Þú getur legið í þessu og kemur út alveg silkimjúkur eftirá,“ sagði Sigurður Bragi Ólafsson, yfirbruggmeistari Kalda í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Fyrir þá sem vilja þá er náttúrulega hægt að sötra með, það verður bjórdæla við hvert bað.“ Stefnt er á að heilsulindin opni í febrúar á næsta ári. „Staðan á því núna er að við erum búin að rýma fyrir á lóðinni sem við byggjum á og byrjum að steypa grunn vonandi í september. Stefnan er tekin á að opna fljótlega eftir áramót.“ Slíkar bjórheilsulindir eiga sér fordæmi úti í heimi. „Við höfum farið í nokkrar vettvangsferðir. Til dæmis úti í Tékklandi, þar er þetta töluvert algengt. Í fyrra fór ég í vikuferð í Tékklandi og fór í þrjú böð, ég hef bara sjaldan verið eins mjúkur og fínn,“ sagði Sigurður. Í heilsulind Kalda verða sjö ker sem öll verða gerð fyrir tvo, fólk geti því komið saman og farið í hjónaker, eða verið eitt og sér í hverju kari. Fjórtán manns geti verið í bjórbaði á hverjum tíma. „Þú liggur í hálftíma, það er ekki ráðlagt að liggja mikið lengur en það. Svo fylgir því slökun á eftir.“ Á dælunni við böðin verður svo yfirleitt dökkur og ljós kaldi.Margt spennandi á döfinni hjá Kalda Kaldi er svokallað mini brugghús, vegna þess hve mikið magn af bjór er framleitt þar ár hvert. Á síðasta ári voru um 700 þúsund lítrar af bjór framleiddir hjá Kalda. „Það er ekkert endilega stefnan okkar að stækka neitt ofboðslega mikið eða ofboðslega hratt, en það er ennþá mikil eftirspurn og við náum ekki að anna henni. Þannig að það stendur til að við þurfum að stækka eitthvað við okkur,“ segir Sigurður. „Lykilatriðið fyrir okkur er að stækka um bruggtæki því að bruggtækin okkar brugga ekki nema þúsund lítra í einu, sem þýðir að við þurfum að brugga 700 sinnum yfir árið og það er mjög mikið, þannig að tækin okkar eru orðin of lítil. Ef við færum í að kaupa ný tæki þá myndum við væntanlega bæta við kannski 2-3 tönkum í leiðinni.“ Kaldi verður tíu ára í september og er nú unnið að því að brugga afmælisbjór, Kaldi Imperial Pilsner. Auk þessa alls tekur bruggsmiðjan daglega við fólki í skoðunarferðir um bruggsmiðjuna. „Það er stöðugur straumur og það bætir alltaf í. Við fáum yfirleitt tugi manns á dag. Það voru 12 þúsund manns í fyrra og það verður bæting í ár,“ segir Sigurður Bragi.Viðtalið við Sigurð Braga má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Íslenskur bjór Tengdar fréttir Bjórspa Kalda með útsýni yfir Hrísey Eigendur bruggverksmiðjunnar Kalda á Árskógasandi hafa tryggt sér lóð fyrir starfsemi bjórheilsulindarinnar. 23. júní 2015 11:44 Ætla að opna bjórspa og brugga 36% meira Eigendur Bruggsmiðjunnar Kalda ætla að opna bjórspa og veitingastað í Eyjafirði. Framleiðsla brugghússins verður aukin um 36 prósent en fyrirtækið framleiðir um 550 þúsund lítra af bjór á ári. 5. nóvember 2014 07:00 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Bjórspa Kalda með útsýni yfir Hrísey Eigendur bruggverksmiðjunnar Kalda á Árskógasandi hafa tryggt sér lóð fyrir starfsemi bjórheilsulindarinnar. 23. júní 2015 11:44
Ætla að opna bjórspa og brugga 36% meira Eigendur Bruggsmiðjunnar Kalda ætla að opna bjórspa og veitingastað í Eyjafirði. Framleiðsla brugghússins verður aukin um 36 prósent en fyrirtækið framleiðir um 550 þúsund lítra af bjór á ári. 5. nóvember 2014 07:00