Uppboð á kvóta – spennandi tækifæri skjóðan skrifar 10. ágúst 2016 10:00 Tilraun Færeyinga með uppboð á fiskveiðikvóta virðist lofa mjög góðu. Tilraunin er smá í sniðum en fyrstu vísbendingar gefa til kynna að uppboðsleiðin muni færa þjóðinni marga milljarða í tekjur. Raunar verður ekki betur séð en að tekjurnar sem fengjust árlega með því að bjóða upp allan kvóta Færeyinga séu álíka miklar og beint fjárframlag sem danska ríkið veitir til Færeyja á ári hverju. Þannig getur uppboðsleiðin orðið grundvöllur fulls sjálfstæðis Færeyja frá Danmörku. Það var sem við manninn mælt að íslenski sjávarútvegsráðherrann og formaður atvinnuveganefndar Alþingis ruku strax til og gáfu yfirlýsingar um að ekki kæmi til greina að fara uppboðsleið hér á Íslandi. Fundu þeir færeysku tilrauninni allt til foráttu og sögðu hættu á að íslenski kvótinn myndi lenda í höndum útlendinga og safnast á mjög fáar hendur færum við Íslendingar að dæmi frænda okkar. Bæði ráðherrann og þingnefndarformaðurinn virtust vera búnir að gleyma því að hér á landi eru í gildi lög sem banna beina aðkomu útlendinga að íslenskum sjávarútvegi. Þessir ágætu menn höfðu ekki miklar áhyggjur af því á sínum tíma þegar útlenskir kröfuhafar áttu íslensku bankana og höfðu þannig veð í stórum hluta íslenska kvótans. Reynslan hefur nú sýnt okkur Íslendingum að sá sem á veðið er alltaf raunverulegur eigandi veðandlagsins. Þá vakti sérstaka athygli hin mikla umhyggja ráðherrans og nefndarformannsins fyrir því að kvótinn dreifist sem víðast og alls ekki megi þjappa honum á fáar hendur. Í íslenska kvótakerfinu geta níu fyrirtæki eignast allan fiskkvóta þjóðarinnar og við færumst markvisst og örugglega nær því marki með hverju árinu. Bankarnir, sem eiga veð í kvótanum, neyða lítil sjávarútvegsfyrirtæki til að selja kvótann frá sér í skuldaskilum og bankinn velur kaupandann, sem ávallt er eitt af stærstu útgerðarfyrirtækjum landsins. Bankinn græðir og stórútgerðin græðir en þjóðin fær ekkert fyrir sinn snúð og litlu útgerðunum og heimaplássi þeirra blæðir. Það verður mjög forvitnilegt að fylgjast með áframhaldandi tilraunum Færeyinga með kvótauppboð. Það er óraunhæft að ætlast til að slíkt kerfi spretti fram fullskapað. Þetta virðist hins vegar vera ákjósanleg leið til að tryggja hámarks afrakstur af auðlindinni til eigandans, þjóðarinnar. Með einföldum reglum er hægt að koma í veg fyrir samþjöppun kvóta bæði í höndum fárra eigenda og á afmörkuðum svæðum. Við getum skikkað allan afla á markað og eyrnamerkt kvóta einstökum landsvæðum. Við getum leyft fiskvinnslunni að bjóða í kvóta. Það væri nú dálítið byltingarkennt. En við Íslendingar höfum gjarnan verið óhræddir við að ryðja nýjar brautir í fiskveiðistjórnun. Skjóðan Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Tilraun Færeyinga með uppboð á fiskveiðikvóta virðist lofa mjög góðu. Tilraunin er smá í sniðum en fyrstu vísbendingar gefa til kynna að uppboðsleiðin muni færa þjóðinni marga milljarða í tekjur. Raunar verður ekki betur séð en að tekjurnar sem fengjust árlega með því að bjóða upp allan kvóta Færeyinga séu álíka miklar og beint fjárframlag sem danska ríkið veitir til Færeyja á ári hverju. Þannig getur uppboðsleiðin orðið grundvöllur fulls sjálfstæðis Færeyja frá Danmörku. Það var sem við manninn mælt að íslenski sjávarútvegsráðherrann og formaður atvinnuveganefndar Alþingis ruku strax til og gáfu yfirlýsingar um að ekki kæmi til greina að fara uppboðsleið hér á Íslandi. Fundu þeir færeysku tilrauninni allt til foráttu og sögðu hættu á að íslenski kvótinn myndi lenda í höndum útlendinga og safnast á mjög fáar hendur færum við Íslendingar að dæmi frænda okkar. Bæði ráðherrann og þingnefndarformaðurinn virtust vera búnir að gleyma því að hér á landi eru í gildi lög sem banna beina aðkomu útlendinga að íslenskum sjávarútvegi. Þessir ágætu menn höfðu ekki miklar áhyggjur af því á sínum tíma þegar útlenskir kröfuhafar áttu íslensku bankana og höfðu þannig veð í stórum hluta íslenska kvótans. Reynslan hefur nú sýnt okkur Íslendingum að sá sem á veðið er alltaf raunverulegur eigandi veðandlagsins. Þá vakti sérstaka athygli hin mikla umhyggja ráðherrans og nefndarformannsins fyrir því að kvótinn dreifist sem víðast og alls ekki megi þjappa honum á fáar hendur. Í íslenska kvótakerfinu geta níu fyrirtæki eignast allan fiskkvóta þjóðarinnar og við færumst markvisst og örugglega nær því marki með hverju árinu. Bankarnir, sem eiga veð í kvótanum, neyða lítil sjávarútvegsfyrirtæki til að selja kvótann frá sér í skuldaskilum og bankinn velur kaupandann, sem ávallt er eitt af stærstu útgerðarfyrirtækjum landsins. Bankinn græðir og stórútgerðin græðir en þjóðin fær ekkert fyrir sinn snúð og litlu útgerðunum og heimaplássi þeirra blæðir. Það verður mjög forvitnilegt að fylgjast með áframhaldandi tilraunum Færeyinga með kvótauppboð. Það er óraunhæft að ætlast til að slíkt kerfi spretti fram fullskapað. Þetta virðist hins vegar vera ákjósanleg leið til að tryggja hámarks afrakstur af auðlindinni til eigandans, þjóðarinnar. Með einföldum reglum er hægt að koma í veg fyrir samþjöppun kvóta bæði í höndum fárra eigenda og á afmörkuðum svæðum. Við getum skikkað allan afla á markað og eyrnamerkt kvóta einstökum landsvæðum. Við getum leyft fiskvinnslunni að bjóða í kvóta. Það væri nú dálítið byltingarkennt. En við Íslendingar höfum gjarnan verið óhræddir við að ryðja nýjar brautir í fiskveiðistjórnun.
Skjóðan Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira