Nýjar vélar BMW öflugri, sparsamari og menga minna Finnur Thorlacius skrifar 10. ágúst 2016 09:01 Þriggja, fjögurra og sex strokka vélar BMW. BMW vinnur nú að nýjum gerðum þriggja og fjögurra strokka Efficient Dynamics bensín- og dísilvélum sínum og eru þær sagðar menga að meðaltali 5% minna, vera 7 hestöflum öflugri og með 15 pund/feta meira tog. Ekki slæmt bæting á annars áður sparsömum og lítið mengandi vélum BMW. Búist er við því að fyrsta nýja vélin verði kynnt í nýjum 5-línu bíl BMW síðar á árinu. Þessar nýju vélar eru bæði ætlaðar í BMW og Mini bíla. Þriggja strokka vélina má nú fá í 95 og 114 hestafla gerð og þá fjögurra strokka í 147, 188 og 231 hestafla útgáfum. Ný gerð þeirra fær svokallað “Twin Power-tækni” með beinni innspýtingu, Valvetronis undirlyftum og breytanlegri innsprautun eldsneytis. Innsprautun eldsneytis í bensínvélunum er undir 350 bar þrýstingi. Allt þetta á að leiða til minni eyðslu og mengunar og meira togs vélanna. Fjögurra strokka dísilvélarnar munu nú fá tvær forþjöppur, sem aðeins sást áður í stærri dídilvélum BMW. Verða þær bæði með lágþrýstri og háþrýstri forþjöppu. Bæði NOx og CO2 mengun þeirra minnkar með þessum breytingum vélanna. Innsprautun eldsneytis í dísilvélunum verður undir 2.200 bar í þriggja strokka vélunum og 2.700 bar í fjögurra strokka vélunum og er það með hæsta þrýstingi sem heyrst hefur um í vélum. Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent
BMW vinnur nú að nýjum gerðum þriggja og fjögurra strokka Efficient Dynamics bensín- og dísilvélum sínum og eru þær sagðar menga að meðaltali 5% minna, vera 7 hestöflum öflugri og með 15 pund/feta meira tog. Ekki slæmt bæting á annars áður sparsömum og lítið mengandi vélum BMW. Búist er við því að fyrsta nýja vélin verði kynnt í nýjum 5-línu bíl BMW síðar á árinu. Þessar nýju vélar eru bæði ætlaðar í BMW og Mini bíla. Þriggja strokka vélina má nú fá í 95 og 114 hestafla gerð og þá fjögurra strokka í 147, 188 og 231 hestafla útgáfum. Ný gerð þeirra fær svokallað “Twin Power-tækni” með beinni innspýtingu, Valvetronis undirlyftum og breytanlegri innsprautun eldsneytis. Innsprautun eldsneytis í bensínvélunum er undir 350 bar þrýstingi. Allt þetta á að leiða til minni eyðslu og mengunar og meira togs vélanna. Fjögurra strokka dísilvélarnar munu nú fá tvær forþjöppur, sem aðeins sást áður í stærri dídilvélum BMW. Verða þær bæði með lágþrýstri og háþrýstri forþjöppu. Bæði NOx og CO2 mengun þeirra minnkar með þessum breytingum vélanna. Innsprautun eldsneytis í dísilvélunum verður undir 2.200 bar í þriggja strokka vélunum og 2.700 bar í fjögurra strokka vélunum og er það með hæsta þrýstingi sem heyrst hefur um í vélum.
Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent