Segir margt enn óljóst varðandi búvörusamningana Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. ágúst 2016 15:07 Björt Ólafsdóttir þingmaður Bjartrar framtíðar. Vísir/Stefán Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar og aðalflutningsmaður tillögu um að vísa búvörusamningum frá, segir að ýmislegt jákvætt sé að finna í þeim hugmyndum sem meirihluti atvinnuveganefndar reifar í nefndaráliti sínu varðandi búvörusamningana. Hins vegar sé mjög óljóst hvað verður í raun og veru með búvörusamningana þar sem flest af því sem nefndin hefur tekið fyrir og hefur fjallað um á að vinna með næstu þrjú árin. Björt vísar þarna í endurskoðunarákvæði samningana árið 2019 en þá á að leggja þá aftur fyrir bændur sem og Alþingi en á næstu þremur árum vill meirihluti atvinnuveganefndar að fram fari nokkurs konar þjóðarsamtal um nýja stefnu í landbúnaðarmálum. „Það sem hefur þó komið inn er út af því að við höfum verið að ýta á eftir því, höfum sýnt töluverða afstöðu og ýmsu er mætt þarna. Það er samt bara þannig að þetta er bara nefndarálit frá þingnefnd sem segir að gott væri ef hitt og þetta væri skoðað og gert eitthvað ákveðið en við höfum ekkert fast í hendi varðandi það hver niðurstaðan verður úr því samtali eftir þrjú ár. Við erum því bara að tala óljóst inn í framtíðina án þess að negla niður hvernig best væri að hafa þetta,“ segir Björt. Hún segir að Björt framtíð vilji einfaldlega fara hraðar í breytingar á landbúnaðarkerfinu. „Þá viljum við sérstaklega laga umhverfi mjólkurframleiðenda strax og þetta sé ekki í lausu lofti næstu þrjú árin.“ Á meðal þess sem hefur verið gagnrýnt er að MS sé undanþegin ákvæðum samkeppnislaga. Björt segir að þetta verði óbreytt samkvæmt tillögum meirihlutans þar sem núgildandi verðmyndunarkerfi í landbúnaði verður áfram í gildi og í því er MS undanþegið samkeppnislögum. „Allar tillögur okkar í Bjartri framtíð í nefndinni að kveða mun skýrar á um samkeppnisumhverfi og einfaldlega fella landbúnaðinn inn í það samkeppnisumhverfi sem á við í öðrum geirum hér á landi, þær hafa ekki verið teknar upp,“ segir Björt. Búvörusamningar Tengdar fréttir FA telur búvörusamninga enn brjóta gegn stjórnarskrá Búvörusamningar landbúnaðarráðherra fela enn í sér ákvæði sem brjóta gegn stjórnarskrá þrátt fyrir breytingar meirihluta atvinnuveganefndar. Þetta segir framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. 19. ágúst 2016 19:00 Aukið frelsi til að flytja inn osta gæti verið lykill að sátt Ein af þeim breytingum á búvörusamningum sem atvinnuveganefnd Alþingis skoðar er lækkun eða afnám tolla á ostum. Þetta segir formaður atvinnuveganefndar Alþingis. Formaður Bændasamtakanna segir bændur opna fyrir breytingum og sátt. 10. ágúst 2016 18:30 Óttast að vera knésettir af verksmiðjufjósum Formaður Félags kúabænda hefur áhyggjur af framtíð fjölskyldurekinna mjólkurbúum. 18. ágúst 2016 04:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Sjá meira
Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar og aðalflutningsmaður tillögu um að vísa búvörusamningum frá, segir að ýmislegt jákvætt sé að finna í þeim hugmyndum sem meirihluti atvinnuveganefndar reifar í nefndaráliti sínu varðandi búvörusamningana. Hins vegar sé mjög óljóst hvað verður í raun og veru með búvörusamningana þar sem flest af því sem nefndin hefur tekið fyrir og hefur fjallað um á að vinna með næstu þrjú árin. Björt vísar þarna í endurskoðunarákvæði samningana árið 2019 en þá á að leggja þá aftur fyrir bændur sem og Alþingi en á næstu þremur árum vill meirihluti atvinnuveganefndar að fram fari nokkurs konar þjóðarsamtal um nýja stefnu í landbúnaðarmálum. „Það sem hefur þó komið inn er út af því að við höfum verið að ýta á eftir því, höfum sýnt töluverða afstöðu og ýmsu er mætt þarna. Það er samt bara þannig að þetta er bara nefndarálit frá þingnefnd sem segir að gott væri ef hitt og þetta væri skoðað og gert eitthvað ákveðið en við höfum ekkert fast í hendi varðandi það hver niðurstaðan verður úr því samtali eftir þrjú ár. Við erum því bara að tala óljóst inn í framtíðina án þess að negla niður hvernig best væri að hafa þetta,“ segir Björt. Hún segir að Björt framtíð vilji einfaldlega fara hraðar í breytingar á landbúnaðarkerfinu. „Þá viljum við sérstaklega laga umhverfi mjólkurframleiðenda strax og þetta sé ekki í lausu lofti næstu þrjú árin.“ Á meðal þess sem hefur verið gagnrýnt er að MS sé undanþegin ákvæðum samkeppnislaga. Björt segir að þetta verði óbreytt samkvæmt tillögum meirihlutans þar sem núgildandi verðmyndunarkerfi í landbúnaði verður áfram í gildi og í því er MS undanþegið samkeppnislögum. „Allar tillögur okkar í Bjartri framtíð í nefndinni að kveða mun skýrar á um samkeppnisumhverfi og einfaldlega fella landbúnaðinn inn í það samkeppnisumhverfi sem á við í öðrum geirum hér á landi, þær hafa ekki verið teknar upp,“ segir Björt.
Búvörusamningar Tengdar fréttir FA telur búvörusamninga enn brjóta gegn stjórnarskrá Búvörusamningar landbúnaðarráðherra fela enn í sér ákvæði sem brjóta gegn stjórnarskrá þrátt fyrir breytingar meirihluta atvinnuveganefndar. Þetta segir framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. 19. ágúst 2016 19:00 Aukið frelsi til að flytja inn osta gæti verið lykill að sátt Ein af þeim breytingum á búvörusamningum sem atvinnuveganefnd Alþingis skoðar er lækkun eða afnám tolla á ostum. Þetta segir formaður atvinnuveganefndar Alþingis. Formaður Bændasamtakanna segir bændur opna fyrir breytingum og sátt. 10. ágúst 2016 18:30 Óttast að vera knésettir af verksmiðjufjósum Formaður Félags kúabænda hefur áhyggjur af framtíð fjölskyldurekinna mjólkurbúum. 18. ágúst 2016 04:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Sjá meira
FA telur búvörusamninga enn brjóta gegn stjórnarskrá Búvörusamningar landbúnaðarráðherra fela enn í sér ákvæði sem brjóta gegn stjórnarskrá þrátt fyrir breytingar meirihluta atvinnuveganefndar. Þetta segir framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. 19. ágúst 2016 19:00
Aukið frelsi til að flytja inn osta gæti verið lykill að sátt Ein af þeim breytingum á búvörusamningum sem atvinnuveganefnd Alþingis skoðar er lækkun eða afnám tolla á ostum. Þetta segir formaður atvinnuveganefndar Alþingis. Formaður Bændasamtakanna segir bændur opna fyrir breytingum og sátt. 10. ágúst 2016 18:30
Óttast að vera knésettir af verksmiðjufjósum Formaður Félags kúabænda hefur áhyggjur af framtíð fjölskyldurekinna mjólkurbúum. 18. ágúst 2016 04:00