Anna Sigurlaug: „Þetta snerist bara um að fella forsætisráðherrann“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 27. ágúst 2016 10:14 Anna Sigurlaug segir að markmiðið hafi verið að taka eiginmann sinn niður. Vísir/Valli „Þetta snerist bara um það að fella forsætisráðherrann. [...] Miðað við það hversu ljótur leikur þetta var og hvernig þetta teygði sig út fyrir landsteinana þá kæmi mér ekkert á óvart þó einhverjir úr hópi kröfuhafanna hafi ýtt undir þessa umfjöllun og séð sér verulegan hag í því að velta forsætisráðherra landsins úr sessi,“ segir Anna Sigurlaug Pálsdóttir. Í Morgunblaði dagsins í dag má finna viðtal við Önnu Sigurlaugu en stærstur hluti þess fjallar um málefni félags hennar, Wintris, og þá atburði sem leiddu til þess að eiginmaður hennar og formaður Framsóknarflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hrökklaðist úr stóli forsætisráðherra. Í viðtalinu kemur meðal annars fram að á árunum 2007-2015 hafi þau greitt um 300 milljónir í skatt, að meðferð fjármunanna í félaginu stæðust ávallt alla skoðun og að þau hafi ekki grunað að „sakleysislegar ákvarðanir“ yrðu til þes að Sigmundur þyrfti að láta af embætti forsætisráðherra. Viðtal sjónvarpsmanns frá sænska ríkissjónvarpinu við Sigmund Davíð ferðaðist víða eftir umfjöllun um Panamaskjölin. Sigmundur Davíð hringdi strax í Önnu eftir að viðtalinu lauk og hún fann að hann var í miklu uppnámi. „Sigmundur vildi vaða strax í sjónvarpsmennina og óheiðarlega framgöngu þeirra en aðrir töldu ekki rétt að veita þeim slíka athygli. Best væri að leggja bara fram öll gögn og sýna að ávirðingar sjónvarpsmannanna hefðu verið rangar. Það var auðvitað mikið áfall þegar þátturinn var svo sýndur að sjá að það var ekki minnst á svörin frá okkur,“ segir Anna Sigurlaug. Viðtalið í heild má lesa í Morgunblaðinu. Kosningar 2016 Panama-skjölin Tengdar fréttir Sigmundur Davíð fór mikinn í viðtali hjá Útvarpi Sögu: „Það var mikið undir þarna og margir sem sáu þarna tækifæri til að losna við mig“ Sigmundur sagðist hafa eignast marga óvini í gegnum haftamálin sem sáu tækifæri til að losna við hann þegar Panama-stormurinn reið yfir. 27. júlí 2016 19:43 Fjárfestar, popparar, fjölmiðla-, útgáfu- og fjarskiptafyrirtæki í Panamaskjölunum Í gær var almenningi veittur aðgangur að stórum hluta Panamaskjalana. Vísir birtir lista yfir nokkra þeirra sem þar eru að finna. 10. maí 2016 11:46 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
„Þetta snerist bara um það að fella forsætisráðherrann. [...] Miðað við það hversu ljótur leikur þetta var og hvernig þetta teygði sig út fyrir landsteinana þá kæmi mér ekkert á óvart þó einhverjir úr hópi kröfuhafanna hafi ýtt undir þessa umfjöllun og séð sér verulegan hag í því að velta forsætisráðherra landsins úr sessi,“ segir Anna Sigurlaug Pálsdóttir. Í Morgunblaði dagsins í dag má finna viðtal við Önnu Sigurlaugu en stærstur hluti þess fjallar um málefni félags hennar, Wintris, og þá atburði sem leiddu til þess að eiginmaður hennar og formaður Framsóknarflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hrökklaðist úr stóli forsætisráðherra. Í viðtalinu kemur meðal annars fram að á árunum 2007-2015 hafi þau greitt um 300 milljónir í skatt, að meðferð fjármunanna í félaginu stæðust ávallt alla skoðun og að þau hafi ekki grunað að „sakleysislegar ákvarðanir“ yrðu til þes að Sigmundur þyrfti að láta af embætti forsætisráðherra. Viðtal sjónvarpsmanns frá sænska ríkissjónvarpinu við Sigmund Davíð ferðaðist víða eftir umfjöllun um Panamaskjölin. Sigmundur Davíð hringdi strax í Önnu eftir að viðtalinu lauk og hún fann að hann var í miklu uppnámi. „Sigmundur vildi vaða strax í sjónvarpsmennina og óheiðarlega framgöngu þeirra en aðrir töldu ekki rétt að veita þeim slíka athygli. Best væri að leggja bara fram öll gögn og sýna að ávirðingar sjónvarpsmannanna hefðu verið rangar. Það var auðvitað mikið áfall þegar þátturinn var svo sýndur að sjá að það var ekki minnst á svörin frá okkur,“ segir Anna Sigurlaug. Viðtalið í heild má lesa í Morgunblaðinu.
Kosningar 2016 Panama-skjölin Tengdar fréttir Sigmundur Davíð fór mikinn í viðtali hjá Útvarpi Sögu: „Það var mikið undir þarna og margir sem sáu þarna tækifæri til að losna við mig“ Sigmundur sagðist hafa eignast marga óvini í gegnum haftamálin sem sáu tækifæri til að losna við hann þegar Panama-stormurinn reið yfir. 27. júlí 2016 19:43 Fjárfestar, popparar, fjölmiðla-, útgáfu- og fjarskiptafyrirtæki í Panamaskjölunum Í gær var almenningi veittur aðgangur að stórum hluta Panamaskjalana. Vísir birtir lista yfir nokkra þeirra sem þar eru að finna. 10. maí 2016 11:46 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Sigmundur Davíð fór mikinn í viðtali hjá Útvarpi Sögu: „Það var mikið undir þarna og margir sem sáu þarna tækifæri til að losna við mig“ Sigmundur sagðist hafa eignast marga óvini í gegnum haftamálin sem sáu tækifæri til að losna við hann þegar Panama-stormurinn reið yfir. 27. júlí 2016 19:43
Fjárfestar, popparar, fjölmiðla-, útgáfu- og fjarskiptafyrirtæki í Panamaskjölunum Í gær var almenningi veittur aðgangur að stórum hluta Panamaskjalana. Vísir birtir lista yfir nokkra þeirra sem þar eru að finna. 10. maí 2016 11:46