Einn hættulegasti hákarl heims skammt út frá Þorlákshöfn Gissur Sigurðsson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 26. ágúst 2016 20:49 Sjómennirnir kipptu sér lítið upp við það að að hafa fengið einn hættulegasta hákarl í heimi upp í bátinn. vísir/þorvaldur Áhöfnin á línubátnum Sæunni Sæmundsdóttur ÁR hefur í tvígang í þessari viku fengið Bláháf á línuna, en hann er einn af tíu hættulegustu hákörlum í heimi. Bláháfur er mannæta þegar þannig liggur á honum. Þorvaldur Garðarson skipstjóri segir að hákarlarnir hafi komið á línuna um fimmtán til tuttugu sjómílum frá Þorlákshöfn. Þorvaldur er sjómaður til fjörutíu og þriggja ára, og segist aldrei hafa séð neitt í líkingu við þetta. „Þetta er eitthvað sem er mjög sjaldgæft en hefur fengist með túnfiskveiðum langt suður í hafinu, en er samt mjög sjaldgæft. Ég er búinn að vera á sjó í 43 ár og hef aldrei séð þetta kvikindi,” segir hann."Þeir sem stunda sjósund af kappi ættu að fara að hugsa sinn gang,” segir Þorvaldur.vísir/þorvaldur garðarssonÁ Vísindavefnum segir að Bláháfurinn sé stór hákarl og geti orðið allt að 380 cm að lengd og rúmlega 200 kíló að þyngd. Hans helsta fæða séu smokkfiskar og aðrir höfuðfætlingar auk þess sem hann geri tækifærisárásir á dýr sem hann kemst í tæri við, og eru menn þar ekki undanskildir. Þorvaldur segir háfana hafa bitið á línuna. „Þeir tóku línuna og flæktu henni utan um sporðinn. Annars hefðu þeir eflaust slitið hann,” segir hann. “En þeir sem stunda sjósund af kappi ættu að fara að hugsa sinn gang,” bætir hann við og hlær. Þorvaldur bindur vonir við að hákarlarnir verði nýttir til sýninga. „Þetta fer bara á fiskmarkaðinn ef einhver vill kaupa þetta. En það væri helst að einhver myndi kaupa þetta til að hafa til sýnis eða eitthvað svoleiðis.”Hér má lesa nánar um Bláháf. Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Áhöfnin á línubátnum Sæunni Sæmundsdóttur ÁR hefur í tvígang í þessari viku fengið Bláháf á línuna, en hann er einn af tíu hættulegustu hákörlum í heimi. Bláháfur er mannæta þegar þannig liggur á honum. Þorvaldur Garðarson skipstjóri segir að hákarlarnir hafi komið á línuna um fimmtán til tuttugu sjómílum frá Þorlákshöfn. Þorvaldur er sjómaður til fjörutíu og þriggja ára, og segist aldrei hafa séð neitt í líkingu við þetta. „Þetta er eitthvað sem er mjög sjaldgæft en hefur fengist með túnfiskveiðum langt suður í hafinu, en er samt mjög sjaldgæft. Ég er búinn að vera á sjó í 43 ár og hef aldrei séð þetta kvikindi,” segir hann."Þeir sem stunda sjósund af kappi ættu að fara að hugsa sinn gang,” segir Þorvaldur.vísir/þorvaldur garðarssonÁ Vísindavefnum segir að Bláháfurinn sé stór hákarl og geti orðið allt að 380 cm að lengd og rúmlega 200 kíló að þyngd. Hans helsta fæða séu smokkfiskar og aðrir höfuðfætlingar auk þess sem hann geri tækifærisárásir á dýr sem hann kemst í tæri við, og eru menn þar ekki undanskildir. Þorvaldur segir háfana hafa bitið á línuna. „Þeir tóku línuna og flæktu henni utan um sporðinn. Annars hefðu þeir eflaust slitið hann,” segir hann. “En þeir sem stunda sjósund af kappi ættu að fara að hugsa sinn gang,” bætir hann við og hlær. Þorvaldur bindur vonir við að hákarlarnir verði nýttir til sýninga. „Þetta fer bara á fiskmarkaðinn ef einhver vill kaupa þetta. En það væri helst að einhver myndi kaupa þetta til að hafa til sýnis eða eitthvað svoleiðis.”Hér má lesa nánar um Bláháf.
Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira