Börn á hrakningi vegna Boko Haram guðsteinn bjarnason skrifar 27. ágúst 2016 07:00 Nígerískir hermenn ásamt ungum mönnum sem bjargað var frá Boko Haram samtökunum fyrr á árinu. Fréttablaðið/EPA Árum saman hafa ofbeldismennirnir í Boko Haram haldið stóru landsvæði í kringum Tsjad-vatn í heljargreipum. Milljónir manna hafa hrakist að heiman eða búa við ógnarstjórn samtakanna. Alls eru um 2,6 milljónir manna, þar af eru 1,4 milljónir barna, á vergangi. Til viðbótar er óttast að um 2,2 milljónir manna séu innikróaðar á því svæði, þar sem samtökin leika lausum hala. Um helmingur þeirra, rúmlega ein milljón, er á barnsaldri. Óttast er að á þessu ári muni alvarleg vannæring hrjá um 475 þúsund börn á þessu svæði, og hefur þeim þá fjölgað úr 175 þúsund frá ársbyrjun. Þetta kemur fram í skýrslu sem UNICEF, barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, sendi frá sér í vikunni.Bawayao er tíu ára. Hana dreymir um að verða kennari. Hún heldur þarna á yngri systur sinni, Aicha. Þær eru í flóttamannabúðum á vegum UNICEF í Garin Wazam í Níger.Mynd/UNICEFÍ tilkynningu frá Unicef segir Manuel Fontaine, svæðisstjóri samtakanna í Vestur- og Mið-Afríku, að ástandið á Tsjad-vatnasvæðinu komi svo hart niður á börnum að það ætti að vera ofarlega á verkefnalista þeirra sem sinna málefnum flóttafólks í heiminum. „Þarfirnar eru orðnar meiri en svo að viðbrögðin hafi undan, ekki síst nú eftir að svæði í norðaustanverðri Nígeríu, sem áður var ekki hægt að komast inn á, eru orðin aðgengileg,” bætti hann við. Fjögur lönd eru á vatnasvæði Tsjad-vatns: Nígería, Kamerún, Tsjad og Níger. Vígasveitir Boko Haram hafa haft stór svæði í öllum þessum löndum á sínu valdi, halda þar uppi ógnarstjórn og reyna að þröngva upp á fólk sinni eigin öfgatúlkun á íslam.Þessir menn voru handteknir í Nígeríu í febrúar, grunaðir um að hafa starfað með Boko Haram. Fréttablaðið/EPAFlestir þeirra sem hrakist hafa frá heimilum sínum, eða átta af hverjum tíu, hafa til bráðabirgða fengið inni hjá ættingjum eða nágrönnum. Þetta eykur mjög álag á almenning á þessu svæði, þar sem fátæktin var meiri fyrir en víðast hvar í heiminum. Þá kemur fram í skýrslunni að það sem af er árinu hafi líklega 38 börn verið notuð til að gera sjálfsvígsárásir í löndunum fjórum. Þar með eru þau orðin 68, börnin sem notuð hafa verið til slíkra árása frá og með árinu 2014. Níger Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Sjá meira
Árum saman hafa ofbeldismennirnir í Boko Haram haldið stóru landsvæði í kringum Tsjad-vatn í heljargreipum. Milljónir manna hafa hrakist að heiman eða búa við ógnarstjórn samtakanna. Alls eru um 2,6 milljónir manna, þar af eru 1,4 milljónir barna, á vergangi. Til viðbótar er óttast að um 2,2 milljónir manna séu innikróaðar á því svæði, þar sem samtökin leika lausum hala. Um helmingur þeirra, rúmlega ein milljón, er á barnsaldri. Óttast er að á þessu ári muni alvarleg vannæring hrjá um 475 þúsund börn á þessu svæði, og hefur þeim þá fjölgað úr 175 þúsund frá ársbyrjun. Þetta kemur fram í skýrslu sem UNICEF, barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, sendi frá sér í vikunni.Bawayao er tíu ára. Hana dreymir um að verða kennari. Hún heldur þarna á yngri systur sinni, Aicha. Þær eru í flóttamannabúðum á vegum UNICEF í Garin Wazam í Níger.Mynd/UNICEFÍ tilkynningu frá Unicef segir Manuel Fontaine, svæðisstjóri samtakanna í Vestur- og Mið-Afríku, að ástandið á Tsjad-vatnasvæðinu komi svo hart niður á börnum að það ætti að vera ofarlega á verkefnalista þeirra sem sinna málefnum flóttafólks í heiminum. „Þarfirnar eru orðnar meiri en svo að viðbrögðin hafi undan, ekki síst nú eftir að svæði í norðaustanverðri Nígeríu, sem áður var ekki hægt að komast inn á, eru orðin aðgengileg,” bætti hann við. Fjögur lönd eru á vatnasvæði Tsjad-vatns: Nígería, Kamerún, Tsjad og Níger. Vígasveitir Boko Haram hafa haft stór svæði í öllum þessum löndum á sínu valdi, halda þar uppi ógnarstjórn og reyna að þröngva upp á fólk sinni eigin öfgatúlkun á íslam.Þessir menn voru handteknir í Nígeríu í febrúar, grunaðir um að hafa starfað með Boko Haram. Fréttablaðið/EPAFlestir þeirra sem hrakist hafa frá heimilum sínum, eða átta af hverjum tíu, hafa til bráðabirgða fengið inni hjá ættingjum eða nágrönnum. Þetta eykur mjög álag á almenning á þessu svæði, þar sem fátæktin var meiri fyrir en víðast hvar í heiminum. Þá kemur fram í skýrslunni að það sem af er árinu hafi líklega 38 börn verið notuð til að gera sjálfsvígsárásir í löndunum fjórum. Þar með eru þau orðin 68, börnin sem notuð hafa verið til slíkra árása frá og með árinu 2014.
Níger Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Sjá meira