Apar í Örfirisey Stefán Pálsson skrifar 28. ágúst 2016 10:00 Einhver stærsta landfylling höfuðborgarsvæðisins er Örfirisey. Þegar farið er um stórt og vaxandi atvinnusvæðið, með öllum sínum fyrirtækjum og í seinni tíð einnig sælkeraveitingastöðum og kaffihúsum, er fátt sem minnir á eyju. Örfirisey sem svæðið er kennt við er líka löngu horfin undir götur og mannvirki. Meginhluti hennar var á þeim slóðum þar sem vestustu olíutankarnir standa á svæðinu norðanverðu, en löng tunga teygði sig niður að þeim slóðum þar sem frystihús Ísbjarnarins, síðar Granda, er í dag. Þó má ætla að Örfirisey hafi verið allnokkru stærri á fyrstu öldum Íslandsbyggðar. Landið hefur sigið í gegnum tíðina og öldurnar tekið sinn toll, þannig fór eyjan illa út úr Básendaflóðinu árið 1799. Flóðið olli því að ábúð lauk í Örfirisey og síðustu bæirnir fóru í eyði. Þar með lauk mörg hundruð ára byggðasögu í eynni. Líkt og aðrar Kollafjarðareyjar hafði hún þótt grösug, þótt smæðin hafi komið í veg fyrir stórfelldan landbúnað. Þess í stað hafa íbúarnir fremur séð sér farborða með fuglatekju, fisk- og selveiðum. Í Örfirisey var líka verslunarstaður Reykvíkinga um langt skeið, áður en danskir kaupmenn fluttu bækistöðvar sínar í Kvosina. Sumir telja þó að upprunalegi verslunarstaðurinn frá fyrri hluta sextándu aldar hafi ekki verið í Örfirisey sjálfri heldur í Grandahólma vestan eyjarinnar. Grandahólmi er í dag lítið annað en lágreist sker skammt úti fyrir landfyllingunni.Náttúruperla í röltfæri Unnt var að ganga þurrum fótum út í bæði Örfirisey og Grandahólma á fjöru eftir mjóum granda. Gerðu Reykvíkingar sér það því stundum til gamans á nítjándu öldinni að bregða sér út í eyna til skemmtiferða og þótti plöntu- og skordýralíf þar fallegt og fjölskrúðugt. Það var þó fyrst með gerð Reykjavíkurhafnar sem hófst árið 1913 að Örfirisey varð íbúum höfuðstaðarins vel aðgengileg. Með hafnargerðinni var hlaðinn traustur grjótgarður frá landi og út í eyjuna, sem þýddi að almenningur gat komist út í hana þurrum fótum án þess að hafa áhyggjur af því að verða strandaglópar þegar félli að. Sundgarpar voru fljótir að uppgötva hið nýja útivistarsvæði, en sjósund naut talsverðra vinsælda meðal Reykvíkinga á fyrri hluta tuttugustu aldar. Árið 1925 var reistur skáli fyrir sundmenn og nokkru áður höfðu skotíþróttamenn fengið þar aðstöðu fyrir æfingar sínar. Komu í kjölfarið fram fyrstu hugmyndir um að breyta eyjunni í unaðsreit fyrir hvers kyns útivist, íþróttir og lautarferðir með kaffihúsarekstri og tónlistarflutningi á tyllidögum. Á stríðsárunum lagði hernámslið Breta undir sig eyna og reisti þar ýmis mannvirki. Var á meðan lokað fyrir aðgengi Reykvíkinga að Örfirisey, sem kom lítið að sök enda snardró úr sjósundsiðkun bæjarbúa eftir að Sundhöllin við Barónsstíg var tekin í notkun árið 1937. Að stríðinu loknu endurheimtu Reykvíkingar Örfirisey. Engin ákvörðun hafði verið tekin um framtíðarhlutverk hennar, þótt hafnartengd starfsemi færi fljótlega að leita þangað. Þannig hóf Slysavarnafélag Íslands að byggja upp björgunarmiðstöð sína í eynni á árinu 1945 og árið eftir var úthlutað lóðum fyrir olíugeyma og skemmur fyrir kol og salt auk svipaðrar starfsemi á norðurodda hennar. Sumarið 1947 fékk Örfirisey hins vegar nýtt og óvenjulegt hlutverk og varð um nokkurra vikna skeið einn fjölfarnasti staður landsins. Kveikjan að því var frumleg fjáröflun. Sjómannadagsráð var stofnað síðla árs 1937 og hefur frá 1938 skipulagt hátíðarhöldin á sjómannadaginn í Reykjavík og síðar víðar um landið. Eftir fyrsta starfsár ráðsins ákvað það að beita sér fyrir byggingu dvalarheimilis fyrir aldraða sjómenn, DAS. Aðalfjáröflunarsalan fyrstu misserin var merkjasala, en fljótlega varð ráðsliðum ljóst að ekki væri nóg að safna bara einn dag á ári. Aðrar og fjölbreytilegri fjáröflunarleiðir yrðu að koma til.Asnar og ísbirnir? Sjómannadagsráð fór þess á leit við bæjarstjórn Reykjavíkur að fá Örfirisey til umráða sumarið 1947 til að setja upp dýrasýningu. Reyndist það auðsótt mál. Var eyjan girt fyrir umferð og þegar ráðist í að útbúa sýningaraðstöðu. Steyptar voru þrjár rammlega afgirtar tjarnir eða lón. Var ein hugsuð fyrir seli, önnur fyrir sæljón og sú þriðja fyrir ísbirni. Smíðuð voru búr fyrir apa, skrautfugla og hvers kyns fiskategundir. Þá var komið upp veitingaaðstöðu og tækjum til annarrar afþreyingar, svo sem skotbökkum. Aðalaðdráttarafl sýningarinnar voru tíu apakettir sem fengnir voru að láni frá dýragarðinum í Edinborg og tveir sæljónsungar sem komu frá sædýrasafni í Kaliforníu. Þessi dýr voru raunar þau einu sem boðið var upp á þegar sýningin var opnuð almenningi aðra vikuna í júní. Var því þó lofað að innan skamms myndu fleiri skepnur bætast í hópinn. Norskir selfangarar voru fengnir til að handsama nokkra seli á Breiðafirði sem komið var fyrir á sýningunni. Ísbjarnargryfjan fékk þó ekki að sinna sínu upprunalega hlutverki, þar sem ísbjörn sem lofað hafði verið úr sænskum dýragarði veiktist og var því hætt við að flytja hann til landsins. Nokkur dýr sem boðuð höfðu verið komu annaðhvort ekki til landsins eða voru send til baka aftur. Þannig stóð til að sýna bandaríska skógarbirni og asna. Í einhverjum tilvikum reyndist flutningurinn of vandasamur en heilbrigðisyfirvöld voru einnig treg til að veita samþykki sitt af ótta við sjúkdóma. Dýrasýningin í Örfirisey var opin í tvo og hálfan mánuð og dró til sín 40.000 gesti, sem slagaði upp í heildaríbúafjölda Reykjavíkur. Segir þessi fjöldi ef til vill mest um hversu lítið var við að vera í höfuðstaðnum á þessum árum og hvers kyns afþreyingu tekið opnum örmum. Í nokkrum dagblaðanna var ýjað að því að dýrasýning Sjómannadagsráðsins stæði illa undir nafni og að 10 króna aðgangseyrir væri nokkuð vel í lagt fyrir að skoða fáeina apaketti og sæljón. Á móti var bent á að málstaðurinn væri góður og enginn væri skyldaður til að leggja leið sína á sýninguna.Fyrstu skref? Aðrir gerðu athugasemd við aðbúnað dýranna, sem hefðu illa vist í þröngum búrunum. Gilti þetta sérstaklega um fuglana: hrafninn, fálkann og smyrilinn. Svaraði sýningarnefnd Sjómannadagsráðsins þeim gagnrýnisröddum kröftuglega með því að benda á að mjólkurkýr væru tjóðraðar á básum níu mánuði á ári, yndu þar hag sínum vel og enginn sæi ástæðu til að vorkenna þeim! Taldi nefndin þvert á móti að dýrasýningin gæfi almenningi frábært færi til að kynnast sjaldséðum skepnum og væri dýravinum nær að kenna fólki að haga sér vel í dýragörðum og henda ekki rusli í dýrin en að amast við starfseminni. Aðstandendur dýrasýningarinnar 1947 lögðu mikið á sig við gerð sýningarsvæðisins. Dagsbrúnarverkfall um vorið setti framkvæmdir um tíma í uppnám, en meðal annars var deilt um hvort sjálfboðavinna sjómanna við undirbúning teldist verkfallsbrot. Umfang framkvæmdanna var mikið miðað við að tjaldað væri til einnar nætur, enda var augljóst að skipuleggjendur vonuðust til að sýningin yrði upphafið að einhverju meiru. Gagnrýni á að fá dýr væru til sýnis var þannig svarað með því að um frumraun væri að ræða og mögulega yrði meira í boði síðar. Veturinn 1947-48 unnu stjórnarmenn Sjómannadagsráðs að því að fá nýja dýrasýningu til landsins frá dýragarðinum í Edinborg. Þar á meðal var rætt um að fá bæði ljón og tígrisdýr. Fljótlega rákust skipuleggjendur þó á veggi í kerfinu. Stjórnvöldum var meinilla við innflutning dýranna vegna sjúkdómahættu. Dýrin voru ekki sett í sóttkví og litlar upplýsingar lágu fyrir um hvaða kvilla þau gætu borið með sér. Þótt horft hafi verið í gegnum fingur með þetta í eitt skipti, var enginn áhugi fyrir því að gera slíkan innflutning að árvissum viðburði. Vorið 1948 voru því blásin af öll áform um áframhaldandi dýrasýningar til styrktar Dvalarheimili aldraðra sjómanna. Skemmtilegt er að velta því fyrir sér hver þróun mála hefði orðið ef sjómannaforystunni hefði tekist að knýja í gegn áframhaldandi leyfi til innflutnings á dýrum. Væntanlega hefði aðstaðan í Örfirisey verið byggð upp jafnt og þétt og mögulegt að þar hefði orðið til vísir að reykvískum dýragarði með dýrahaldi allan ársins hring. Slík starfsemi hefði mögulega breytt hugmyndum manna um skipulag í Örfirisey, að minnsta kosti fyrst um sinn. En ekkert af þessu varð að veruleika og enn áttu eftir að líða meira en tveir áratugir áður en Íslendingar eignuðust sinn fyrsta dýragarð, Sædýrasafnið í Hafnarfirði.Greinin birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Menning Saga til næsta bæjar Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
Einhver stærsta landfylling höfuðborgarsvæðisins er Örfirisey. Þegar farið er um stórt og vaxandi atvinnusvæðið, með öllum sínum fyrirtækjum og í seinni tíð einnig sælkeraveitingastöðum og kaffihúsum, er fátt sem minnir á eyju. Örfirisey sem svæðið er kennt við er líka löngu horfin undir götur og mannvirki. Meginhluti hennar var á þeim slóðum þar sem vestustu olíutankarnir standa á svæðinu norðanverðu, en löng tunga teygði sig niður að þeim slóðum þar sem frystihús Ísbjarnarins, síðar Granda, er í dag. Þó má ætla að Örfirisey hafi verið allnokkru stærri á fyrstu öldum Íslandsbyggðar. Landið hefur sigið í gegnum tíðina og öldurnar tekið sinn toll, þannig fór eyjan illa út úr Básendaflóðinu árið 1799. Flóðið olli því að ábúð lauk í Örfirisey og síðustu bæirnir fóru í eyði. Þar með lauk mörg hundruð ára byggðasögu í eynni. Líkt og aðrar Kollafjarðareyjar hafði hún þótt grösug, þótt smæðin hafi komið í veg fyrir stórfelldan landbúnað. Þess í stað hafa íbúarnir fremur séð sér farborða með fuglatekju, fisk- og selveiðum. Í Örfirisey var líka verslunarstaður Reykvíkinga um langt skeið, áður en danskir kaupmenn fluttu bækistöðvar sínar í Kvosina. Sumir telja þó að upprunalegi verslunarstaðurinn frá fyrri hluta sextándu aldar hafi ekki verið í Örfirisey sjálfri heldur í Grandahólma vestan eyjarinnar. Grandahólmi er í dag lítið annað en lágreist sker skammt úti fyrir landfyllingunni.Náttúruperla í röltfæri Unnt var að ganga þurrum fótum út í bæði Örfirisey og Grandahólma á fjöru eftir mjóum granda. Gerðu Reykvíkingar sér það því stundum til gamans á nítjándu öldinni að bregða sér út í eyna til skemmtiferða og þótti plöntu- og skordýralíf þar fallegt og fjölskrúðugt. Það var þó fyrst með gerð Reykjavíkurhafnar sem hófst árið 1913 að Örfirisey varð íbúum höfuðstaðarins vel aðgengileg. Með hafnargerðinni var hlaðinn traustur grjótgarður frá landi og út í eyjuna, sem þýddi að almenningur gat komist út í hana þurrum fótum án þess að hafa áhyggjur af því að verða strandaglópar þegar félli að. Sundgarpar voru fljótir að uppgötva hið nýja útivistarsvæði, en sjósund naut talsverðra vinsælda meðal Reykvíkinga á fyrri hluta tuttugustu aldar. Árið 1925 var reistur skáli fyrir sundmenn og nokkru áður höfðu skotíþróttamenn fengið þar aðstöðu fyrir æfingar sínar. Komu í kjölfarið fram fyrstu hugmyndir um að breyta eyjunni í unaðsreit fyrir hvers kyns útivist, íþróttir og lautarferðir með kaffihúsarekstri og tónlistarflutningi á tyllidögum. Á stríðsárunum lagði hernámslið Breta undir sig eyna og reisti þar ýmis mannvirki. Var á meðan lokað fyrir aðgengi Reykvíkinga að Örfirisey, sem kom lítið að sök enda snardró úr sjósundsiðkun bæjarbúa eftir að Sundhöllin við Barónsstíg var tekin í notkun árið 1937. Að stríðinu loknu endurheimtu Reykvíkingar Örfirisey. Engin ákvörðun hafði verið tekin um framtíðarhlutverk hennar, þótt hafnartengd starfsemi færi fljótlega að leita þangað. Þannig hóf Slysavarnafélag Íslands að byggja upp björgunarmiðstöð sína í eynni á árinu 1945 og árið eftir var úthlutað lóðum fyrir olíugeyma og skemmur fyrir kol og salt auk svipaðrar starfsemi á norðurodda hennar. Sumarið 1947 fékk Örfirisey hins vegar nýtt og óvenjulegt hlutverk og varð um nokkurra vikna skeið einn fjölfarnasti staður landsins. Kveikjan að því var frumleg fjáröflun. Sjómannadagsráð var stofnað síðla árs 1937 og hefur frá 1938 skipulagt hátíðarhöldin á sjómannadaginn í Reykjavík og síðar víðar um landið. Eftir fyrsta starfsár ráðsins ákvað það að beita sér fyrir byggingu dvalarheimilis fyrir aldraða sjómenn, DAS. Aðalfjáröflunarsalan fyrstu misserin var merkjasala, en fljótlega varð ráðsliðum ljóst að ekki væri nóg að safna bara einn dag á ári. Aðrar og fjölbreytilegri fjáröflunarleiðir yrðu að koma til.Asnar og ísbirnir? Sjómannadagsráð fór þess á leit við bæjarstjórn Reykjavíkur að fá Örfirisey til umráða sumarið 1947 til að setja upp dýrasýningu. Reyndist það auðsótt mál. Var eyjan girt fyrir umferð og þegar ráðist í að útbúa sýningaraðstöðu. Steyptar voru þrjár rammlega afgirtar tjarnir eða lón. Var ein hugsuð fyrir seli, önnur fyrir sæljón og sú þriðja fyrir ísbirni. Smíðuð voru búr fyrir apa, skrautfugla og hvers kyns fiskategundir. Þá var komið upp veitingaaðstöðu og tækjum til annarrar afþreyingar, svo sem skotbökkum. Aðalaðdráttarafl sýningarinnar voru tíu apakettir sem fengnir voru að láni frá dýragarðinum í Edinborg og tveir sæljónsungar sem komu frá sædýrasafni í Kaliforníu. Þessi dýr voru raunar þau einu sem boðið var upp á þegar sýningin var opnuð almenningi aðra vikuna í júní. Var því þó lofað að innan skamms myndu fleiri skepnur bætast í hópinn. Norskir selfangarar voru fengnir til að handsama nokkra seli á Breiðafirði sem komið var fyrir á sýningunni. Ísbjarnargryfjan fékk þó ekki að sinna sínu upprunalega hlutverki, þar sem ísbjörn sem lofað hafði verið úr sænskum dýragarði veiktist og var því hætt við að flytja hann til landsins. Nokkur dýr sem boðuð höfðu verið komu annaðhvort ekki til landsins eða voru send til baka aftur. Þannig stóð til að sýna bandaríska skógarbirni og asna. Í einhverjum tilvikum reyndist flutningurinn of vandasamur en heilbrigðisyfirvöld voru einnig treg til að veita samþykki sitt af ótta við sjúkdóma. Dýrasýningin í Örfirisey var opin í tvo og hálfan mánuð og dró til sín 40.000 gesti, sem slagaði upp í heildaríbúafjölda Reykjavíkur. Segir þessi fjöldi ef til vill mest um hversu lítið var við að vera í höfuðstaðnum á þessum árum og hvers kyns afþreyingu tekið opnum örmum. Í nokkrum dagblaðanna var ýjað að því að dýrasýning Sjómannadagsráðsins stæði illa undir nafni og að 10 króna aðgangseyrir væri nokkuð vel í lagt fyrir að skoða fáeina apaketti og sæljón. Á móti var bent á að málstaðurinn væri góður og enginn væri skyldaður til að leggja leið sína á sýninguna.Fyrstu skref? Aðrir gerðu athugasemd við aðbúnað dýranna, sem hefðu illa vist í þröngum búrunum. Gilti þetta sérstaklega um fuglana: hrafninn, fálkann og smyrilinn. Svaraði sýningarnefnd Sjómannadagsráðsins þeim gagnrýnisröddum kröftuglega með því að benda á að mjólkurkýr væru tjóðraðar á básum níu mánuði á ári, yndu þar hag sínum vel og enginn sæi ástæðu til að vorkenna þeim! Taldi nefndin þvert á móti að dýrasýningin gæfi almenningi frábært færi til að kynnast sjaldséðum skepnum og væri dýravinum nær að kenna fólki að haga sér vel í dýragörðum og henda ekki rusli í dýrin en að amast við starfseminni. Aðstandendur dýrasýningarinnar 1947 lögðu mikið á sig við gerð sýningarsvæðisins. Dagsbrúnarverkfall um vorið setti framkvæmdir um tíma í uppnám, en meðal annars var deilt um hvort sjálfboðavinna sjómanna við undirbúning teldist verkfallsbrot. Umfang framkvæmdanna var mikið miðað við að tjaldað væri til einnar nætur, enda var augljóst að skipuleggjendur vonuðust til að sýningin yrði upphafið að einhverju meiru. Gagnrýni á að fá dýr væru til sýnis var þannig svarað með því að um frumraun væri að ræða og mögulega yrði meira í boði síðar. Veturinn 1947-48 unnu stjórnarmenn Sjómannadagsráðs að því að fá nýja dýrasýningu til landsins frá dýragarðinum í Edinborg. Þar á meðal var rætt um að fá bæði ljón og tígrisdýr. Fljótlega rákust skipuleggjendur þó á veggi í kerfinu. Stjórnvöldum var meinilla við innflutning dýranna vegna sjúkdómahættu. Dýrin voru ekki sett í sóttkví og litlar upplýsingar lágu fyrir um hvaða kvilla þau gætu borið með sér. Þótt horft hafi verið í gegnum fingur með þetta í eitt skipti, var enginn áhugi fyrir því að gera slíkan innflutning að árvissum viðburði. Vorið 1948 voru því blásin af öll áform um áframhaldandi dýrasýningar til styrktar Dvalarheimili aldraðra sjómanna. Skemmtilegt er að velta því fyrir sér hver þróun mála hefði orðið ef sjómannaforystunni hefði tekist að knýja í gegn áframhaldandi leyfi til innflutnings á dýrum. Væntanlega hefði aðstaðan í Örfirisey verið byggð upp jafnt og þétt og mögulegt að þar hefði orðið til vísir að reykvískum dýragarði með dýrahaldi allan ársins hring. Slík starfsemi hefði mögulega breytt hugmyndum manna um skipulag í Örfirisey, að minnsta kosti fyrst um sinn. En ekkert af þessu varð að veruleika og enn áttu eftir að líða meira en tveir áratugir áður en Íslendingar eignuðust sinn fyrsta dýragarð, Sædýrasafnið í Hafnarfirði.Greinin birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Menning Saga til næsta bæjar Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira