Verð á bréfum í Icelandair lækkaði lítillega í dag eða um 0,37 prósent. Verð á hlut í félaginu hefur fallið töluvert á árinu og er nú hið sama og fyrir ári síðan.
Verð á hlut er nú 26,9 en þann 24. ágúst 2015 var það 27,15. Það sem eftir lifði árs og á upphafsmánuðum ársins rokkaði gengið talsvert en það náði hápunkti undir lok aprílmánaðar. Þá stóð það í 38,9.
Síðasta skarpa dýfa bréfanna var undir lok júlímánaðar en þá lækkaði gengi þeirra umtalsvert eftir að félagið tilkynnti um breytta afkomuspá í kjölfar Brexit og aukinna hryðjuverka í Evrópu. Gert er ráð fyrir því að hagnaður verði rúmir 25 milljarðar en áður hafði verið gert ráð fyrir hagnaði upp á tæpa 29 milljarða.
Bréf Icelandair ekki verið verið lægri síðan á sama tíma í fyrra

Tengdar fréttir

Forstjórinn kaupir í Icelandair
Björgólfur Jóhannsson festi í dag kaup á 100 þúsund hlutum í félaginu.

Hlutabréf í Icelandair hríðfalla
Gengi hlutabréfa í Icelandair hafa lækkað um tæplega níu prósent það sem af er degi.