Fyrrum forstjóri BBC segir brottrekstur Jeremy Clarkson risamistök Finnur Thorlacius skrifar 22. ágúst 2016 16:37 Jeremy Clarkson vinnur nú fyrir Amazon Prime og hætt við að BBC sjái á eftir honum. Mark Thompson sem gengdi áður forstjórastöðu hjá BBC segir að það hafi verið gríðarleg mistök að reka þáttastjórnandann Jeremy Clarkson úr Top Gear þáttunum. Thompson var farinn úr starfi forstjóra BBC þegar Clarkson var rekinn fyrir að slá til eins starfsmanns við gerð Top Gear þáttanna, en Thompson gegnir nú starfi forstjóra The New York Times. Hann vill meina að allir þeir kostir sem Jeremy Clarkson hefur fram að færa geri miklu meira en að jafna út galla hans og að BBC hafi átt að hafa þá dirfsku að bera að halda honum í starfi þrátt fyrir óbilgirni hans á tíðum. Þá dirfsku þurfti að hafa þrátt fyrir að erfitt sé að líða starfsfólki sínu að leggja hendur á annað starfsfólk. Arftaki Thompson hjá BBC þurfti að þola líflátshótanir eftir að BBC hafði rekið Jeremy Clarkson úr starfi og sýnir það ágætlega þá ást sem margir af áhorfendum Top Gear þáttanna höfðu á grínaktugu viðmóti Clarkson, og hversu óhræddur hann var í gagnrýni sinni á fólk og bíla. Thompson vill reyndar meina að margir þeir sem horfðu á Top Gear á meðan Jeremy Clarkson var þar þáttastjórnandi, ásamt Richard Hammond og James May, hafi ekki fundið neitt efni á BBC áhugavert nema Top Gear þættirnir og þessa áhorfendur hafi BBC nú að mestu misst. Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent
Mark Thompson sem gengdi áður forstjórastöðu hjá BBC segir að það hafi verið gríðarleg mistök að reka þáttastjórnandann Jeremy Clarkson úr Top Gear þáttunum. Thompson var farinn úr starfi forstjóra BBC þegar Clarkson var rekinn fyrir að slá til eins starfsmanns við gerð Top Gear þáttanna, en Thompson gegnir nú starfi forstjóra The New York Times. Hann vill meina að allir þeir kostir sem Jeremy Clarkson hefur fram að færa geri miklu meira en að jafna út galla hans og að BBC hafi átt að hafa þá dirfsku að bera að halda honum í starfi þrátt fyrir óbilgirni hans á tíðum. Þá dirfsku þurfti að hafa þrátt fyrir að erfitt sé að líða starfsfólki sínu að leggja hendur á annað starfsfólk. Arftaki Thompson hjá BBC þurfti að þola líflátshótanir eftir að BBC hafði rekið Jeremy Clarkson úr starfi og sýnir það ágætlega þá ást sem margir af áhorfendum Top Gear þáttanna höfðu á grínaktugu viðmóti Clarkson, og hversu óhræddur hann var í gagnrýni sinni á fólk og bíla. Thompson vill reyndar meina að margir þeir sem horfðu á Top Gear á meðan Jeremy Clarkson var þar þáttastjórnandi, ásamt Richard Hammond og James May, hafi ekki fundið neitt efni á BBC áhugavert nema Top Gear þættirnir og þessa áhorfendur hafi BBC nú að mestu misst.
Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent