Off-venue dagskrá Iceland Airwaves fer stækkandi 31. ágúst 2016 11:30 Off-venue dagskrá hátíðarinnar verður flott í ár. vísir/Ernir Tónlistarhátíðin vinsæla Iceland Airwaves fer fram annan til sjötta Nóvember. Hin svokallaða off-venue dagskrá, sem fram fer samhliða hátíðinni fer sívaxandi. „Off-venue tónleikarnir eru mjög vinsælir, Kex hostel verður á sínum stað, verslunin Icewear, Loft hostel, ásamt fjölda annarra staða. Margir Íslendingar sækja off-venue tónleikana, þar á meðal ungir krakkar sem geta notið þess að rölta á milli staða og upplifa tónlistina,“ segir Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Iceland Airwaves tónlistarhátíðarinnar, spurður út í vinsældir off-venue dagskrár hátíðarinnar. Í gegn um tíðina hefur fjöldi fólks sótt hliðardagskrá hátíðarinnar. En þessir viðburðir standa öllum opnum óháð því hvort þeir séu með armband á hátíðina eða ekki.Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Iceland Airwaves. Fréttablaðið/Ernir „Það eru alltaf að bætast við fleiri off-venue staðir, yfir hundrað þúsund Íslendingar hafa sótt off-venue viðburði hátíðarinnar síðastliðið ár,“ segir Grímur. Forsvarsmenn hátíðarinnar koma saman á Prikinu í dag klukkan 16.00 í þeim tilgangi að tilkynna síðustu áttatíu og níu listamennina sem fram koma á hátíðinni í ár, allir eru velkomnir og nóg verður um að vera. „Auk kynningar á listamönnum, verður boðið upp á tónlistaratriði þar sem Emmsjé Gauti og Cyber munu koma fram, ásamt því að Logi Pedro kemur til með að sjá um tónlistina þess á milli. Við komum líka til með að gefa tíu heppnum gestum miða á hátíðina og gjafabréf frá Icelandair, það eina sem þú þarft að gera er að koma og setja miðann þinn í pott,“ segir Grímur.Fjöldi listamanna hefur nú þegar verið kynntur til leiks og ber þar hæst bandarísku poppsöngkonuna Santigold sem þykir afar djörf og skemmtileg á sviði en auk hennar mun fjöldi frábærra listamanna víðsvegar að koma fram, þar á meðal bandaríska rapphljómsveitin Digable Planets, ein af vinsælustu hljómsveitum Íslands, Of Monsters and Men, auk upprennandi listamanna á borð við Sturlu Atlas, Júníus Meyvant, Amabadama og fleiri. „Það er mjög mikið af tónlist á Iceland Airwaves sem fólk veit lítið um en hefur oft dansað við og heyrt spilaða. Fólk veit jafnvel ekki af því að uppáhaldsbandið þess er að spila á hátíðinni,“ segir Grímur og bætir við að verið sé að leggja lokahönd á skipulag og mun dagskráin verða tilbúin á næstu vikum. Airwaves Mest lesið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Tónlistarhátíðin vinsæla Iceland Airwaves fer fram annan til sjötta Nóvember. Hin svokallaða off-venue dagskrá, sem fram fer samhliða hátíðinni fer sívaxandi. „Off-venue tónleikarnir eru mjög vinsælir, Kex hostel verður á sínum stað, verslunin Icewear, Loft hostel, ásamt fjölda annarra staða. Margir Íslendingar sækja off-venue tónleikana, þar á meðal ungir krakkar sem geta notið þess að rölta á milli staða og upplifa tónlistina,“ segir Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Iceland Airwaves tónlistarhátíðarinnar, spurður út í vinsældir off-venue dagskrár hátíðarinnar. Í gegn um tíðina hefur fjöldi fólks sótt hliðardagskrá hátíðarinnar. En þessir viðburðir standa öllum opnum óháð því hvort þeir séu með armband á hátíðina eða ekki.Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Iceland Airwaves. Fréttablaðið/Ernir „Það eru alltaf að bætast við fleiri off-venue staðir, yfir hundrað þúsund Íslendingar hafa sótt off-venue viðburði hátíðarinnar síðastliðið ár,“ segir Grímur. Forsvarsmenn hátíðarinnar koma saman á Prikinu í dag klukkan 16.00 í þeim tilgangi að tilkynna síðustu áttatíu og níu listamennina sem fram koma á hátíðinni í ár, allir eru velkomnir og nóg verður um að vera. „Auk kynningar á listamönnum, verður boðið upp á tónlistaratriði þar sem Emmsjé Gauti og Cyber munu koma fram, ásamt því að Logi Pedro kemur til með að sjá um tónlistina þess á milli. Við komum líka til með að gefa tíu heppnum gestum miða á hátíðina og gjafabréf frá Icelandair, það eina sem þú þarft að gera er að koma og setja miðann þinn í pott,“ segir Grímur.Fjöldi listamanna hefur nú þegar verið kynntur til leiks og ber þar hæst bandarísku poppsöngkonuna Santigold sem þykir afar djörf og skemmtileg á sviði en auk hennar mun fjöldi frábærra listamanna víðsvegar að koma fram, þar á meðal bandaríska rapphljómsveitin Digable Planets, ein af vinsælustu hljómsveitum Íslands, Of Monsters and Men, auk upprennandi listamanna á borð við Sturlu Atlas, Júníus Meyvant, Amabadama og fleiri. „Það er mjög mikið af tónlist á Iceland Airwaves sem fólk veit lítið um en hefur oft dansað við og heyrt spilaða. Fólk veit jafnvel ekki af því að uppáhaldsbandið þess er að spila á hátíðinni,“ segir Grímur og bætir við að verið sé að leggja lokahönd á skipulag og mun dagskráin verða tilbúin á næstu vikum.
Airwaves Mest lesið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira