Leikskólastjórar rísa upp og „stöðva vitleysuna“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 30. ágúst 2016 07:00 Krakkarnir á Rauðhóli léku sér úti í blíðunni í gær. Á leikskólanum eru 212 börn og þarf að skera þar niður um sjö milljónir á næsta ári. Leikskólastjórinn er ráðþrota. Vísir/Eyþór Nær allir leikskólastjórar og aðstoðarleikskólastjórar hittust á óformlegum fundi í leikskólanum Rauðhól í Norðlingaholti í gær til að ræða fjárhagsstöðu leikskóla borgarinnar. Fyrirvarinn var naumur en hitinn í fólki var mikill. „Það eru allir búnir að fá sig fullsadda af niðurskurði. Nú ætlum við að reyna að stöðva þessa vitleysu. Við erum algjörlega komin inn að beini,“ segir Guðrún Sólveig, leikskólastjóri á Rauðhól. Undanfarna daga hafa leikskólastjórar komið fram í fjölmiðlum og sagt fjárhagsstöðu leikskóla aldrei hafa verið jafn slæma. Frá hruni hafi leikskólar verið sveltir og að í ár hafi staðan verið sérlega erfið eftir enn meiri niðurskurð í málaflokknum. Í síðustu viku tók steininn úr þegar rekstrarniðurstöður fyrir árið 2015 voru kynntar með þeim skilaboðum til leikskólastjóra að spara þurfi enn meira, þar sem leikskólar taka tapið frá fyrra ári með sér inn í nýtt ár.Guðrún Sólveig, leikskólastjóri Rauðhóls, ásamt kátum leikskólakrökkum í sólinni í gær. Guðrún þarf að skera niður um sjö milljónir á næsta ári og er algjörlega ráðþrota. Vísir/Eyþór„Það er mikil samstaða og samhugur meðal stjórnenda. Nú ætlum við að ganga fram og skrifa ályktun um málið. Það er í vinnslu í þessum töluðum orðum,“ segir Guðrún Sólveig. Leikskólastjórar ætla svo að afhenda borgarstjóra ályktunina klukkan ellefu í dag í ráðhúsinu. En gerir Guðrún ráð fyrir að ályktun muni hafa áhrif? „Við gerum ráð fyrir að hlustað verði á okkur, við erum ekki vön að standa upp og vera með læti. En nú er okkur nóg boðið,“ svarar Guðrún. Leikskólastjórar vilja að hætt verði við þá ákvörðun að leikskólar fari inn í nýtt rekstrarár með skuldir fyrra árs á bakinu. „Og að leikskólar fái það fjármagn sem þeir þurfa fyrir eðlilegan rekstur,“ segir Guðrún og nefnir dæmi um alls kyns sparnað síðustu átta árin sem hefur laskað starf leikskólanna. Helst hefur verið skorið niður í stærstu kostnaðarliðunum, í mat og starfsmannahaldi. „Við reynum að ráða starfsfólk í eldhúsið sem kann að nýta allt. Við notum til að mynda hafragrautinn í brauðið. Svo skerum við niður þar sem við getum. Fyrir rúmu ári hættum við til að mynda að gefa börnunum lýsi. Þar spöruðum við einhverja þúsundkalla. Við þurfum nefnilega að horfa í hverja einustu krónu.“ Guðrún Sólveig viðurkennir að mikil þreyta sé komin í starfsfólk leikskóla en einnig miklar áhyggjur af starfinu og börnunum. „Sífellt fleiri börn eru hér lengri daga en á meðan er verið að skerða gæðin. Starfsmenn reyna að gera eins vel og þeir geta. Þótt við séum undirmönnuð og undir miklu álagi reynum við að ná öllum í fang og knúsa alla eins mikið og við getum í stað þess að vera í streitu og hraða. En nú erum við komin að þolmörkum,“ segir Guðrún Sólveig.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Slæm fjárhagsstaða í leikskólum Reykjavíkur: „Kreppan var jólin miðað við þetta“ Leikskólastjóri Nóaborgar segir þörf á róttækum aðgerðum í leikskólamálum hjá Reykjavíkurborg. 26. ágúst 2016 12:45 Enginn frekari niðurskurður hjá leikskólunum Borgarstjóri skilur langvarandi þreytu eftir niðurskurðarárin 28. ágúst 2016 18:45 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Sjá meira
Nær allir leikskólastjórar og aðstoðarleikskólastjórar hittust á óformlegum fundi í leikskólanum Rauðhól í Norðlingaholti í gær til að ræða fjárhagsstöðu leikskóla borgarinnar. Fyrirvarinn var naumur en hitinn í fólki var mikill. „Það eru allir búnir að fá sig fullsadda af niðurskurði. Nú ætlum við að reyna að stöðva þessa vitleysu. Við erum algjörlega komin inn að beini,“ segir Guðrún Sólveig, leikskólastjóri á Rauðhól. Undanfarna daga hafa leikskólastjórar komið fram í fjölmiðlum og sagt fjárhagsstöðu leikskóla aldrei hafa verið jafn slæma. Frá hruni hafi leikskólar verið sveltir og að í ár hafi staðan verið sérlega erfið eftir enn meiri niðurskurð í málaflokknum. Í síðustu viku tók steininn úr þegar rekstrarniðurstöður fyrir árið 2015 voru kynntar með þeim skilaboðum til leikskólastjóra að spara þurfi enn meira, þar sem leikskólar taka tapið frá fyrra ári með sér inn í nýtt ár.Guðrún Sólveig, leikskólastjóri Rauðhóls, ásamt kátum leikskólakrökkum í sólinni í gær. Guðrún þarf að skera niður um sjö milljónir á næsta ári og er algjörlega ráðþrota. Vísir/Eyþór„Það er mikil samstaða og samhugur meðal stjórnenda. Nú ætlum við að ganga fram og skrifa ályktun um málið. Það er í vinnslu í þessum töluðum orðum,“ segir Guðrún Sólveig. Leikskólastjórar ætla svo að afhenda borgarstjóra ályktunina klukkan ellefu í dag í ráðhúsinu. En gerir Guðrún ráð fyrir að ályktun muni hafa áhrif? „Við gerum ráð fyrir að hlustað verði á okkur, við erum ekki vön að standa upp og vera með læti. En nú er okkur nóg boðið,“ svarar Guðrún. Leikskólastjórar vilja að hætt verði við þá ákvörðun að leikskólar fari inn í nýtt rekstrarár með skuldir fyrra árs á bakinu. „Og að leikskólar fái það fjármagn sem þeir þurfa fyrir eðlilegan rekstur,“ segir Guðrún og nefnir dæmi um alls kyns sparnað síðustu átta árin sem hefur laskað starf leikskólanna. Helst hefur verið skorið niður í stærstu kostnaðarliðunum, í mat og starfsmannahaldi. „Við reynum að ráða starfsfólk í eldhúsið sem kann að nýta allt. Við notum til að mynda hafragrautinn í brauðið. Svo skerum við niður þar sem við getum. Fyrir rúmu ári hættum við til að mynda að gefa börnunum lýsi. Þar spöruðum við einhverja þúsundkalla. Við þurfum nefnilega að horfa í hverja einustu krónu.“ Guðrún Sólveig viðurkennir að mikil þreyta sé komin í starfsfólk leikskóla en einnig miklar áhyggjur af starfinu og börnunum. „Sífellt fleiri börn eru hér lengri daga en á meðan er verið að skerða gæðin. Starfsmenn reyna að gera eins vel og þeir geta. Þótt við séum undirmönnuð og undir miklu álagi reynum við að ná öllum í fang og knúsa alla eins mikið og við getum í stað þess að vera í streitu og hraða. En nú erum við komin að þolmörkum,“ segir Guðrún Sólveig.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Slæm fjárhagsstaða í leikskólum Reykjavíkur: „Kreppan var jólin miðað við þetta“ Leikskólastjóri Nóaborgar segir þörf á róttækum aðgerðum í leikskólamálum hjá Reykjavíkurborg. 26. ágúst 2016 12:45 Enginn frekari niðurskurður hjá leikskólunum Borgarstjóri skilur langvarandi þreytu eftir niðurskurðarárin 28. ágúst 2016 18:45 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Sjá meira
Slæm fjárhagsstaða í leikskólum Reykjavíkur: „Kreppan var jólin miðað við þetta“ Leikskólastjóri Nóaborgar segir þörf á róttækum aðgerðum í leikskólamálum hjá Reykjavíkurborg. 26. ágúst 2016 12:45
Enginn frekari niðurskurður hjá leikskólunum Borgarstjóri skilur langvarandi þreytu eftir niðurskurðarárin 28. ágúst 2016 18:45