Í draumi sérhvers manns Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 30. ágúst 2016 07:00 Þegar ég var ungur dreymdi mig oft rómantíska drauma þar sem föngulegar stúlkur voru í aðalhlutverki. Sá hængur var þó á að þessar stúlkur áttu það allar sameiginlegt að hafa á mér ímugust mikinn og töldu mig jafnvel hálfvita. Ég lét þó oft á það reyna hvort draumarnir hefðu kynt undir einhverri hylli gagnvart mér en það varð yfirleitt bara til þess að komast að því að þær höfðu þó nokkuð til síns máls. Ekki skildi ég hvað verið var að espa mann upp í svona óra sem enga stoð áttu í raunveruleikanum. Varð ég alvaldinu illur og taldi það ábyrgt fyrir öllum hugarburði mínum. Draumfarir héldu áfram að angra mig og vitjuðu mín jafnvel meðan ég var vakandi. Þær sneru þó í minna mæli að stúlkum en meir að einhvers konar ævintýrum. Af þessum sökum fékk ég þá fáránlegu hugmynd að flytja til Grikklands. Kunni ég þá hvorki grísku né nokkra iðju sem greitt gæti götu mína þar. Þegar innfæddir spurðu mig hvað ég hefði til brunns að bera, gat ég einungis sagt að ég væri vel liðtækur í íslenskum kvæðasöng. Töldu þeir ólíklegt að ég fengi vinnu á mínu sviði. Þá vissi ég að draumarnir höfðu leitt mig á villigötur. Ég reyndi síðan að vera svolítið hagsýnn og ákvað að setjast á skólabekk og ná mér í háskólagráðu. Ég var ekki fyrr búinn að taka ákvörðunina en draumórarnir umluktu mig löngum armi sínum á ný með þeim afleiðingum að ég skráði mig í mannfræði. Síðan þá hefur hvert óráðið rekið annað. Vitleysan náði nýjum hæðum þegar ég ákvað að skrifa pistil um þessa draumsýki mína. Sem betur fer sagði ég þó ekkert frá því hversu skemmtilegt er að búa við þennan kvilla.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun
Þegar ég var ungur dreymdi mig oft rómantíska drauma þar sem föngulegar stúlkur voru í aðalhlutverki. Sá hængur var þó á að þessar stúlkur áttu það allar sameiginlegt að hafa á mér ímugust mikinn og töldu mig jafnvel hálfvita. Ég lét þó oft á það reyna hvort draumarnir hefðu kynt undir einhverri hylli gagnvart mér en það varð yfirleitt bara til þess að komast að því að þær höfðu þó nokkuð til síns máls. Ekki skildi ég hvað verið var að espa mann upp í svona óra sem enga stoð áttu í raunveruleikanum. Varð ég alvaldinu illur og taldi það ábyrgt fyrir öllum hugarburði mínum. Draumfarir héldu áfram að angra mig og vitjuðu mín jafnvel meðan ég var vakandi. Þær sneru þó í minna mæli að stúlkum en meir að einhvers konar ævintýrum. Af þessum sökum fékk ég þá fáránlegu hugmynd að flytja til Grikklands. Kunni ég þá hvorki grísku né nokkra iðju sem greitt gæti götu mína þar. Þegar innfæddir spurðu mig hvað ég hefði til brunns að bera, gat ég einungis sagt að ég væri vel liðtækur í íslenskum kvæðasöng. Töldu þeir ólíklegt að ég fengi vinnu á mínu sviði. Þá vissi ég að draumarnir höfðu leitt mig á villigötur. Ég reyndi síðan að vera svolítið hagsýnn og ákvað að setjast á skólabekk og ná mér í háskólagráðu. Ég var ekki fyrr búinn að taka ákvörðunina en draumórarnir umluktu mig löngum armi sínum á ný með þeim afleiðingum að ég skráði mig í mannfræði. Síðan þá hefur hvert óráðið rekið annað. Vitleysan náði nýjum hæðum þegar ég ákvað að skrifa pistil um þessa draumsýki mína. Sem betur fer sagði ég þó ekkert frá því hversu skemmtilegt er að búa við þennan kvilla.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun