Angelina Jolie biður milljónum fórnarlamba stríðsins í Sýrlandi griða Heimir Már Pétursson skrifar 9. september 2016 19:20 Angelina Jolie kvikmyndaleikkona og sérstakur sendiherra Sameinuðu þjóðanna skorar á leiðtoga heims að binda enda á þjáningar milljóna barna, kvenna og karla í stríðinu í Sýrlandi. Greina þurfi rót stríðsins og koma fram með lausnir.Angelina Jolie heimsótti Azraq flóttamannabúðirnar í Jórdaníu í dag þar sem rúmlega 55 þúsund Sýrlendingar hafast við eftir að hafa flúið blóðbaðið í heimalandinu. Leikkonan fræga sem er sérlegur sendiherra Sameinuðu þjóðanna í málefnum barna ræddi við flóttafólk um aðstæður þess og stjórnendur búðanna og sendimenn Sameinuðu þjóðanna um þá erfiðleika sem fylgja flóttamannastraumnum og aðhlynningu flóttafólksins. En það eru ekki allir svo lánsamir að komast í flóttamannabúðir eins og Jolie vakti athygli á. „Miðað við hversu ástandið er alvarlegt telja flóttamennirnir hér sig vera heppna. Fyrir utan þær milljónir sem eru innilokaðar í Sýrlandi og eru í lífshættu á degi hverjum eru 75 þúsund Sýrlendingar innikróaðir á jaðarsvæðinu, einskismannslandi á landamærunum Jórdaníu, þ.m.t. börn, barnshafandi konur og alvarlega veikir sjúklingar. Þetta fólk hefur ekki fengið mat síðan snemma í ágúst og neyðaraðstoð er af skornum skammti,“ sagði Jolie á blaðamannafundi í flóttamannabúðunum í dag. En þrátt fyrir að Sameinuðu þjóðirnar hafi vakið athygli á vanda þessa fólks og fleiri í sömu stöðu mánuðum saman virðist ekkert vera gert til að koma þessu fólki til hjálpar. Þá vakti Jolie athygli á að Jórdanir hefðu tekið á móti 1,4 milljónum flóttamanna frá Sýrlandi og réðu varla við að taka við fleirum og gætu ekki staðið einir undir aðstoðinni. „Skilaboð mín til leiðtoga heimsins eru þau að þeir undirbúi sig fyrir allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna eftir 10 daga og varpi fram þeirri spurningu hver sé grunnástæða átakanna í Sýrlandi og hvað þurfi að gera til að binda enda á þau. Ég bið ykkur um að gera það að meginefni umfjöllunar ykkar þar,“ sagði Angelina Jolie. Mið-Austurlönd Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Innlent Fleiri fréttir Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Sjá meira
Angelina Jolie kvikmyndaleikkona og sérstakur sendiherra Sameinuðu þjóðanna skorar á leiðtoga heims að binda enda á þjáningar milljóna barna, kvenna og karla í stríðinu í Sýrlandi. Greina þurfi rót stríðsins og koma fram með lausnir.Angelina Jolie heimsótti Azraq flóttamannabúðirnar í Jórdaníu í dag þar sem rúmlega 55 þúsund Sýrlendingar hafast við eftir að hafa flúið blóðbaðið í heimalandinu. Leikkonan fræga sem er sérlegur sendiherra Sameinuðu þjóðanna í málefnum barna ræddi við flóttafólk um aðstæður þess og stjórnendur búðanna og sendimenn Sameinuðu þjóðanna um þá erfiðleika sem fylgja flóttamannastraumnum og aðhlynningu flóttafólksins. En það eru ekki allir svo lánsamir að komast í flóttamannabúðir eins og Jolie vakti athygli á. „Miðað við hversu ástandið er alvarlegt telja flóttamennirnir hér sig vera heppna. Fyrir utan þær milljónir sem eru innilokaðar í Sýrlandi og eru í lífshættu á degi hverjum eru 75 þúsund Sýrlendingar innikróaðir á jaðarsvæðinu, einskismannslandi á landamærunum Jórdaníu, þ.m.t. börn, barnshafandi konur og alvarlega veikir sjúklingar. Þetta fólk hefur ekki fengið mat síðan snemma í ágúst og neyðaraðstoð er af skornum skammti,“ sagði Jolie á blaðamannafundi í flóttamannabúðunum í dag. En þrátt fyrir að Sameinuðu þjóðirnar hafi vakið athygli á vanda þessa fólks og fleiri í sömu stöðu mánuðum saman virðist ekkert vera gert til að koma þessu fólki til hjálpar. Þá vakti Jolie athygli á að Jórdanir hefðu tekið á móti 1,4 milljónum flóttamanna frá Sýrlandi og réðu varla við að taka við fleirum og gætu ekki staðið einir undir aðstoðinni. „Skilaboð mín til leiðtoga heimsins eru þau að þeir undirbúi sig fyrir allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna eftir 10 daga og varpi fram þeirri spurningu hver sé grunnástæða átakanna í Sýrlandi og hvað þurfi að gera til að binda enda á þau. Ég bið ykkur um að gera það að meginefni umfjöllunar ykkar þar,“ sagði Angelina Jolie.
Mið-Austurlönd Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Innlent Fleiri fréttir Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Sjá meira