Aðdáendur Justin Bieber tóku mjög vel undir með kanadísku poppstjörnunni þegar hann söng slagara sinn Love Yourself í Kórnum í kvöld. Lagið hefur notið mikilla vinsælda og virðist það hafa fallið í kramið hjá tónleikagestum ef marka má myndbandið að ofan.
Hér að neðan má sjá þegar Bieber tók lagið á tónleikum í desember síðastliðnum en þá leyfði hann áhorfendum að leiða sönginn um stund.