Einkaviðtal Fréttablaðsins við Justin Bieber: „Ég get ekki beðið eftir því að koma fram hér á tónleikum“ Guðrún Jóna Stefánsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 8. september 2016 10:30 Justin Bieber kemur fram í Kórnum í kvöld en hér er hann á tónleikum í Los Angeles fyrr á árinu. vísir/getty Eins og flestum Íslendingum ætti að vera kunnugt mun kanadíska poppstjarnan Justin Bieber halda tvenna tónleika hér á landi í Kórnum í Kópavogi en fyrri tónleikarnir verða í kvöld og þeir seinni á morgun. Tónleikar Bieber á Íslandi eru þeir fyrstu í Evróputúr tónlistarmannsins þar sem hann fylgir eftir nýjustu plötu sinni, Purpose. Guðrún Jóna Stefánsdóttir blaðamaður Fréttablaðsins fékk að spyrja poppgoðið spjörunum úr og mun einkaviðtal blaðsins við tónlistarmanninn birtast í heild sinni í Fréttablaðinu á morgun. Brot úr viðtalinu munu birtast á Vísi í dag. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Bieber heimsækir Ísland en mörgum er eflaust í fersku minni þegar kappinn kom hingað ásamt fríðu föruneyti síðastliðið haust. Hann segist mjög spenntur yfir því að vera kominn aftur til landsins. „Ég elskaði ferðina til Íslands í fyrra. Þetta er svo fallegt land og ég get ekki beðið eftir því að koma fram hér á tónleikum,“ segir poppstjarnan Justin Bieber en eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær óskaði Bieber sjálfur eftir því sérstaklega að halda tónleika hér á landi. Búist er við að hátt í fjörutíu þúsund manns sæki tónleika Bieber hér á landi en strax í morgun voru æstir aðdáendur hans mættir til að bíða í röð fyrir framan Kórinn. Svæðið opnar þó ekki fyrr en klukkan 16 í dag og húsið opnar klukkan 17 en búist er við að Bieber sjálfur stigi á svið klukkan 20.30. Aðspurður um hvað aðdáendur hans megi búast við á tónleikunum í kvöld segist poppprinsinn vonast til að tónleikarnir verði í alla staði frábærir. „Allir eiga að koma tilbúnir til að dansa og syngja og að skemmta sér æðislega,“ segir Bieber í viðtali við Fréttablaðið. Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Almennur einbeitingaskortur og spenningur meðal nemenda Nemendur í Hörðuvallaskóla í Kópavogi fá forskot á sæluna í dag. 8. september 2016 10:17 Vísir verður í beinni frá Kórnum Tónlistarmaðurinn Justin Bieber stígur á sviðið í Kórnum í kvöld en kanadíska poppstjarnan lenti hér á landi um hádegisbilið í gær. 8. september 2016 09:53 Fyrstu tónleikagestirnir mættir: "Búnar að bíða eftir honum í níu ár“ Þórey og Ragnheiður eru miklir aðdáendur. 8. september 2016 09:02 Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Lífið Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Menning Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Menning Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði Sjá meira
Eins og flestum Íslendingum ætti að vera kunnugt mun kanadíska poppstjarnan Justin Bieber halda tvenna tónleika hér á landi í Kórnum í Kópavogi en fyrri tónleikarnir verða í kvöld og þeir seinni á morgun. Tónleikar Bieber á Íslandi eru þeir fyrstu í Evróputúr tónlistarmannsins þar sem hann fylgir eftir nýjustu plötu sinni, Purpose. Guðrún Jóna Stefánsdóttir blaðamaður Fréttablaðsins fékk að spyrja poppgoðið spjörunum úr og mun einkaviðtal blaðsins við tónlistarmanninn birtast í heild sinni í Fréttablaðinu á morgun. Brot úr viðtalinu munu birtast á Vísi í dag. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Bieber heimsækir Ísland en mörgum er eflaust í fersku minni þegar kappinn kom hingað ásamt fríðu föruneyti síðastliðið haust. Hann segist mjög spenntur yfir því að vera kominn aftur til landsins. „Ég elskaði ferðina til Íslands í fyrra. Þetta er svo fallegt land og ég get ekki beðið eftir því að koma fram hér á tónleikum,“ segir poppstjarnan Justin Bieber en eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær óskaði Bieber sjálfur eftir því sérstaklega að halda tónleika hér á landi. Búist er við að hátt í fjörutíu þúsund manns sæki tónleika Bieber hér á landi en strax í morgun voru æstir aðdáendur hans mættir til að bíða í röð fyrir framan Kórinn. Svæðið opnar þó ekki fyrr en klukkan 16 í dag og húsið opnar klukkan 17 en búist er við að Bieber sjálfur stigi á svið klukkan 20.30. Aðspurður um hvað aðdáendur hans megi búast við á tónleikunum í kvöld segist poppprinsinn vonast til að tónleikarnir verði í alla staði frábærir. „Allir eiga að koma tilbúnir til að dansa og syngja og að skemmta sér æðislega,“ segir Bieber í viðtali við Fréttablaðið.
Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Almennur einbeitingaskortur og spenningur meðal nemenda Nemendur í Hörðuvallaskóla í Kópavogi fá forskot á sæluna í dag. 8. september 2016 10:17 Vísir verður í beinni frá Kórnum Tónlistarmaðurinn Justin Bieber stígur á sviðið í Kórnum í kvöld en kanadíska poppstjarnan lenti hér á landi um hádegisbilið í gær. 8. september 2016 09:53 Fyrstu tónleikagestirnir mættir: "Búnar að bíða eftir honum í níu ár“ Þórey og Ragnheiður eru miklir aðdáendur. 8. september 2016 09:02 Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Lífið Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Menning Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Menning Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði Sjá meira
Almennur einbeitingaskortur og spenningur meðal nemenda Nemendur í Hörðuvallaskóla í Kópavogi fá forskot á sæluna í dag. 8. september 2016 10:17
Vísir verður í beinni frá Kórnum Tónlistarmaðurinn Justin Bieber stígur á sviðið í Kórnum í kvöld en kanadíska poppstjarnan lenti hér á landi um hádegisbilið í gær. 8. september 2016 09:53
Fyrstu tónleikagestirnir mættir: "Búnar að bíða eftir honum í níu ár“ Þórey og Ragnheiður eru miklir aðdáendur. 8. september 2016 09:02