Freyr: Við ætlum að gefa Berglindi tækifæri Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. september 2016 15:58 Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, og Ásmundur Guðni Haraldsson, aðstoðarmaður hans, tilkynntu í dag hópinn sem mætir Slóveníu og Skotlandi í síðustu tveimur leikjum liðsins í undankeppni EM 2017. Liðinu vantar aðeins eitt stig til að tryggja sig inn á EM og má fastlega búast við því að stigið detti í hús gegn Slóvenum 16. september en Ísland vann fyrri leik liðanna 6-0 ytra. Harpa Þorsteinsdóttir er barnshafandi og var ekki valin. „Það kom bara ekki til greina að velja hana þó hún hafi spilað á dögunum,“ sagði Freyr er hann kynnti hópinn fyrir fjölmiðlamönnum í höfuðstöðvum KSÍ í dag. Harpa var með skelfilegan árangur hjá landsliðinu (33 leikir og 1 mark) þegar Freyr og Ásmundur tóku við. Þeir ákváðu að gefa henni traustið sem aðalframherji og smám saman óx hún í starfinu. Harpa er nú búin að skora 17 mörk í síðustu 28 leikjum og er markahæsti leikmaður undankeppni EM. Nú þegar Harpa verður ekki með ætla Freyr og Ásmundur ekki í neinn feluleik með hver tekur stöðu hennar. Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Eyjakonan í liði Breiðabliks, fær traustið en hún er í svipuðum málum og Harpa var áður með landsliðinu.Viljum ekki breyta of miklu Berglind hefur lengi verið í aukahlutverki hjá landsliðinu og ekki skorað mark í fyrstu fimmtán landsleikjunum. Hún mun nú fá tækifæri til að sanna sig en þjálfararnir vonast til að móta úr henni nýjan aðalframherja liðsins fyrir EM í Hollandi á næsta ári. „Það er mikilvægt fyrir okkur varðandi Berglindi að við viljum gefa henni traust. Það hefði verið auðvelt fyrir okkur að segja núna að það kemur bara í ljós hver spilar,“ sagði Freyr við Vísi eftir fundinn. „Það hefði kannski verið eðlilegt að gera það, en við tókum þá ákvörðum með Hörpu á sínum tíma að sýna henni mikið traust og hjálpa henni í þessu hlutverki sem hún tók svo vel.“ „Við ætlum að gefa Berglindi tækifæri og við ætlum að hjálpa henni í gegnum þetta því hún hefur svipaða eiginleika og Harpa. En hvorki við né fjölmiðlar mega líkja henni saman við Hörpu. Eiginleikar Berglindar eru þannig að við þurfum ekki að breyta of miklu enda viljum við helst ekki breyta miklu,“ segir Freyr Alexandersson. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Hópurinn sem mætir Slóvenum og Skotum | Dóra María kemur aftur inn Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur valið íslenska hópinn fyrir leikina gegn Slóveníu og Skotlandi í undankeppni EM 2017. 7. september 2016 13:15 Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Sjá meira
Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, og Ásmundur Guðni Haraldsson, aðstoðarmaður hans, tilkynntu í dag hópinn sem mætir Slóveníu og Skotlandi í síðustu tveimur leikjum liðsins í undankeppni EM 2017. Liðinu vantar aðeins eitt stig til að tryggja sig inn á EM og má fastlega búast við því að stigið detti í hús gegn Slóvenum 16. september en Ísland vann fyrri leik liðanna 6-0 ytra. Harpa Þorsteinsdóttir er barnshafandi og var ekki valin. „Það kom bara ekki til greina að velja hana þó hún hafi spilað á dögunum,“ sagði Freyr er hann kynnti hópinn fyrir fjölmiðlamönnum í höfuðstöðvum KSÍ í dag. Harpa var með skelfilegan árangur hjá landsliðinu (33 leikir og 1 mark) þegar Freyr og Ásmundur tóku við. Þeir ákváðu að gefa henni traustið sem aðalframherji og smám saman óx hún í starfinu. Harpa er nú búin að skora 17 mörk í síðustu 28 leikjum og er markahæsti leikmaður undankeppni EM. Nú þegar Harpa verður ekki með ætla Freyr og Ásmundur ekki í neinn feluleik með hver tekur stöðu hennar. Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Eyjakonan í liði Breiðabliks, fær traustið en hún er í svipuðum málum og Harpa var áður með landsliðinu.Viljum ekki breyta of miklu Berglind hefur lengi verið í aukahlutverki hjá landsliðinu og ekki skorað mark í fyrstu fimmtán landsleikjunum. Hún mun nú fá tækifæri til að sanna sig en þjálfararnir vonast til að móta úr henni nýjan aðalframherja liðsins fyrir EM í Hollandi á næsta ári. „Það er mikilvægt fyrir okkur varðandi Berglindi að við viljum gefa henni traust. Það hefði verið auðvelt fyrir okkur að segja núna að það kemur bara í ljós hver spilar,“ sagði Freyr við Vísi eftir fundinn. „Það hefði kannski verið eðlilegt að gera það, en við tókum þá ákvörðum með Hörpu á sínum tíma að sýna henni mikið traust og hjálpa henni í þessu hlutverki sem hún tók svo vel.“ „Við ætlum að gefa Berglindi tækifæri og við ætlum að hjálpa henni í gegnum þetta því hún hefur svipaða eiginleika og Harpa. En hvorki við né fjölmiðlar mega líkja henni saman við Hörpu. Eiginleikar Berglindar eru þannig að við þurfum ekki að breyta of miklu enda viljum við helst ekki breyta miklu,“ segir Freyr Alexandersson.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Hópurinn sem mætir Slóvenum og Skotum | Dóra María kemur aftur inn Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur valið íslenska hópinn fyrir leikina gegn Slóveníu og Skotlandi í undankeppni EM 2017. 7. september 2016 13:15 Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Sjá meira
Hópurinn sem mætir Slóvenum og Skotum | Dóra María kemur aftur inn Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur valið íslenska hópinn fyrir leikina gegn Slóveníu og Skotlandi í undankeppni EM 2017. 7. september 2016 13:15