Strákarnir falla um fjögur sæti en eru áfram konungar norðursins Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. september 2016 10:00 Strákarnir eru áfram bestir á Norðurlöndum. vísir/epa Spænski tölfræðisnillingurinn Alexis Martín sem gengur undir nafinu Mr. Chip á Twitter er búinn að reikna út efstu 60 sætin á heimslista FIFA sem birtur verður næst 15. september. Þetta gerir Martín eftir hverja landsleikjaviku og honum skeikar vanalega aldrei um eitt einasta stig. Strákarnir okkar, sem féllu um eitt sæti á síðasta lista, falla nú um fjögur sæti niður í 27. sæti heimslistans eftir jafnteflið gegn Úkraínu í Kænugarði á mánudagskvöldið. Íslenska liðið var í 22. sæti á listanum sem var birtur skömmu eftir að Evrópumótinu í Frakklandi lauk en féll um eitt sæti niður í það 23. á listanum í ágúst þrátt fyrir að spila ekki leik.Alfreð Finnbogason skoraði markið gegn Úkraínu.vísir/epaNorðmenn út af topp 60 Nú fara strákarnir niður í 27. sæti en verða tveimur sætum fyrir ofan Úkraínu sem það gerði jafntefli við á mánudagskvöldið. Króatar eru efstir af liðunum í riðli Íslands í undankeppni HM en þeir eru í 15. sæti og Tyrkir eru í 21. sæti. Strákarnir okkar eru sem fyrr langbesta lið Norðurlanda samkvæmt heimslistanum og halda sæmdarheitinu konungar norðursins. Svíar verða næstir okkur Íslendingum á nýjum heimslista í 41. sæti og Danir verða í þriðja sæti af Norðurlandaþjóðunum í 46. sæti listans. Alexis reiknar bara út 60 efstu sætin en Norðmenn virðast hríðfalla á næsta lista því þeir voru í 50. sæti en eru ekki á topp 60 að þessu sinni. Noregur tapaði vináttuleik gegn Hvíta-Rússlandi í síðustu viku og lét Þýskaland svo pakka sér saman í undankeppni HM á sunnudaginn. Finnar, sem eru með Íslendingum í riðli, voru í 61. sæti á síðasta lista og virðast ekki skríða inn á topp 60 og þar eru Færeyingar ekki heldur. Argentína mun halda efsta sætinu á listanum og Belgar verða áfram í öðru sæti en Kólumbíumenn og Þjóðverjar deila 3.-4. sætinu. Efstu 60 sætin á næsta heimslista má sjá hér að neðan.Recién sacado del horno, el TOP-60 del Ranking FIFA que veréis publicado el próximo 15-Septiembre. Disfrutadlo ;-) pic.twitter.com/uSQAvVKa9C— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) September 7, 2016 HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Myndaveisla frá jafnteflinu í Úkraínu Ísland gerði 1-1 jafntefli við Úkraínu í fyrsta leik liðsins í undankeppni fyrir HM í Rússlandi sem fram fer sumarið 2018. 5. september 2016 21:38 Ásættanleg byrjun í Úkraínu Ísland hóf vegferð sína að sæti í úrslitakeppni HM 2018 í Rússlandi með því að gera jafntefli við sterkt lið Úkraínu ytra í gær, 1-1. Strákarnir byrjuðu leikinn af krafti en gátu að lokum prísað sig sæla að ná stigi. 6. september 2016 06:00 Sjáðu samantekt úr leiknum í Kænugarði Eitt stig var niðurstaðan í fyrsta leik Íslands í undankeppni HM 2018. 6. september 2016 09:00 Umfjöllun: Úkraína - Ísland 1-1 | Stig í Kænugarði Ísland gerði 1-1 jafntefli við Úkraínu í fyrsta leik sínum í undankeppni HM 2018. 5. september 2016 21:00 Shevchenko: Vorum að spila gegn mjög góðu liði Andriy Shevchenko, þjálfara úkraínska landsliðsins í knattspyrnu, fannst liðið eiga meiri möguleika en Ísland á að vinna leik liðanna í kvöld. 5. september 2016 22:25 Jóhann Berg: Skrítið að spila án áhorfenda Jóhann Berg Guðmundsson spilar sinn 53. landsleik í kvöld er Ísland mætir Úkraínu. 5. september 2016 10:45 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Íslenski boltinn „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Fleiri fréttir John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjá meira
Spænski tölfræðisnillingurinn Alexis Martín sem gengur undir nafinu Mr. Chip á Twitter er búinn að reikna út efstu 60 sætin á heimslista FIFA sem birtur verður næst 15. september. Þetta gerir Martín eftir hverja landsleikjaviku og honum skeikar vanalega aldrei um eitt einasta stig. Strákarnir okkar, sem féllu um eitt sæti á síðasta lista, falla nú um fjögur sæti niður í 27. sæti heimslistans eftir jafnteflið gegn Úkraínu í Kænugarði á mánudagskvöldið. Íslenska liðið var í 22. sæti á listanum sem var birtur skömmu eftir að Evrópumótinu í Frakklandi lauk en féll um eitt sæti niður í það 23. á listanum í ágúst þrátt fyrir að spila ekki leik.Alfreð Finnbogason skoraði markið gegn Úkraínu.vísir/epaNorðmenn út af topp 60 Nú fara strákarnir niður í 27. sæti en verða tveimur sætum fyrir ofan Úkraínu sem það gerði jafntefli við á mánudagskvöldið. Króatar eru efstir af liðunum í riðli Íslands í undankeppni HM en þeir eru í 15. sæti og Tyrkir eru í 21. sæti. Strákarnir okkar eru sem fyrr langbesta lið Norðurlanda samkvæmt heimslistanum og halda sæmdarheitinu konungar norðursins. Svíar verða næstir okkur Íslendingum á nýjum heimslista í 41. sæti og Danir verða í þriðja sæti af Norðurlandaþjóðunum í 46. sæti listans. Alexis reiknar bara út 60 efstu sætin en Norðmenn virðast hríðfalla á næsta lista því þeir voru í 50. sæti en eru ekki á topp 60 að þessu sinni. Noregur tapaði vináttuleik gegn Hvíta-Rússlandi í síðustu viku og lét Þýskaland svo pakka sér saman í undankeppni HM á sunnudaginn. Finnar, sem eru með Íslendingum í riðli, voru í 61. sæti á síðasta lista og virðast ekki skríða inn á topp 60 og þar eru Færeyingar ekki heldur. Argentína mun halda efsta sætinu á listanum og Belgar verða áfram í öðru sæti en Kólumbíumenn og Þjóðverjar deila 3.-4. sætinu. Efstu 60 sætin á næsta heimslista má sjá hér að neðan.Recién sacado del horno, el TOP-60 del Ranking FIFA que veréis publicado el próximo 15-Septiembre. Disfrutadlo ;-) pic.twitter.com/uSQAvVKa9C— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) September 7, 2016
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Myndaveisla frá jafnteflinu í Úkraínu Ísland gerði 1-1 jafntefli við Úkraínu í fyrsta leik liðsins í undankeppni fyrir HM í Rússlandi sem fram fer sumarið 2018. 5. september 2016 21:38 Ásættanleg byrjun í Úkraínu Ísland hóf vegferð sína að sæti í úrslitakeppni HM 2018 í Rússlandi með því að gera jafntefli við sterkt lið Úkraínu ytra í gær, 1-1. Strákarnir byrjuðu leikinn af krafti en gátu að lokum prísað sig sæla að ná stigi. 6. september 2016 06:00 Sjáðu samantekt úr leiknum í Kænugarði Eitt stig var niðurstaðan í fyrsta leik Íslands í undankeppni HM 2018. 6. september 2016 09:00 Umfjöllun: Úkraína - Ísland 1-1 | Stig í Kænugarði Ísland gerði 1-1 jafntefli við Úkraínu í fyrsta leik sínum í undankeppni HM 2018. 5. september 2016 21:00 Shevchenko: Vorum að spila gegn mjög góðu liði Andriy Shevchenko, þjálfara úkraínska landsliðsins í knattspyrnu, fannst liðið eiga meiri möguleika en Ísland á að vinna leik liðanna í kvöld. 5. september 2016 22:25 Jóhann Berg: Skrítið að spila án áhorfenda Jóhann Berg Guðmundsson spilar sinn 53. landsleik í kvöld er Ísland mætir Úkraínu. 5. september 2016 10:45 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Íslenski boltinn „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Fleiri fréttir John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjá meira
Myndaveisla frá jafnteflinu í Úkraínu Ísland gerði 1-1 jafntefli við Úkraínu í fyrsta leik liðsins í undankeppni fyrir HM í Rússlandi sem fram fer sumarið 2018. 5. september 2016 21:38
Ásættanleg byrjun í Úkraínu Ísland hóf vegferð sína að sæti í úrslitakeppni HM 2018 í Rússlandi með því að gera jafntefli við sterkt lið Úkraínu ytra í gær, 1-1. Strákarnir byrjuðu leikinn af krafti en gátu að lokum prísað sig sæla að ná stigi. 6. september 2016 06:00
Sjáðu samantekt úr leiknum í Kænugarði Eitt stig var niðurstaðan í fyrsta leik Íslands í undankeppni HM 2018. 6. september 2016 09:00
Umfjöllun: Úkraína - Ísland 1-1 | Stig í Kænugarði Ísland gerði 1-1 jafntefli við Úkraínu í fyrsta leik sínum í undankeppni HM 2018. 5. september 2016 21:00
Shevchenko: Vorum að spila gegn mjög góðu liði Andriy Shevchenko, þjálfara úkraínska landsliðsins í knattspyrnu, fannst liðið eiga meiri möguleika en Ísland á að vinna leik liðanna í kvöld. 5. september 2016 22:25
Jóhann Berg: Skrítið að spila án áhorfenda Jóhann Berg Guðmundsson spilar sinn 53. landsleik í kvöld er Ísland mætir Úkraínu. 5. september 2016 10:45