„Enginn er merkilegri en næsti maður“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. september 2016 12:24 Björk á tónleikum í Brooklyn á seinasta ári. vísir/getty Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir sat fyrir svörum á vefnum Reddit í gær. Tilefnið var nýleg opnun á sýndarveruleikasýningu Bjarkar í Somerset í London og tveir tónleikar hennar í sömu borg nú síðar í september, annars vegar í Royal Albert Hall og hins vegar í Hammersmith Appollo en uppselt er á báða tónleikana. Spurningunum rigndi yfir söngkonuna í gær og svaraði hún mörgum þeirra en náði þó ekki að svara öllum, kannski skiljanlega. Einn notandi á Reddit segir frá því að hann hafi setið við hliðina á Björk, syni hennar Sindra og kærustunni hans á veitingastað í miðbæ Reykjavíkur. Hann segist hafa verið hissa á að enginn var að „bögga“ söngkonuna. Hann spurði Björk hvort að fólk léti hana almennt í friði þegar hún er á Íslandi og væri ekki eins mikið að biðja hann um sjálfsmyndir og eiginhandaáritanir eins og þegar hún er erlendis. Björk þakkaði honum fyrir að hafa látið sig í friði á veitingastaðnum. Hún útskýrði síðan að hér á landi væri fólk ekki sett í sérstaka virðingarröð eftir því hver á í hlut: „Enginn er merkilegri en næsti maður svo að þess vegna eru eiginhandaráritanir pínu kjánalegar. Hérna snýst þetta um sjálfsvirðingu, ef þú vilt eiginhandaráritun skaltu búa hana til sjálfur lol.“ Þá var Björk einnig spurð að því í hvað hún sæki innblástur fyrir tónlistarsköpun sína. Hún sagðist telja að sköpun búi í okkur öllum en eðli sköpunarinnar væri dálítið prakkaralegt og það væri stundum erfitt að henda reiður á henni. „Kannski er galdurinn að þvinga ekki neitt fram og setja það upp við einhvern vegg og vilja hafa það á sérstökum stað. Maður ætti miklu frekar að þefa sköpunina uppi og finna hvert hún hefur farið í þetta skiptið. Kannski er hún í sósuuppskriftum, leikritum, pappamassagerð með litla frænda, í nýjum gönguleiðum eða einfaldlega í því að reyna að fatta húmor einhvers í fjölskyldunni,“ sagði Björk. Tónlistarkonan var einnig spurð að því hvort hún trúi á líf eftir dauðann. Svaraði hún játandi og sagðist ætla að elda þar.Þráðinn á Reddit má sjá í heild sinni hér.Uppfært klukkan 14:08: Fyrirsögn fréttarinnar var breytt sem og tilvitnun í Björk vegna villu í þýðingu. Björk Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Menning 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Lífið Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Menning Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði Sjá meira
Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir sat fyrir svörum á vefnum Reddit í gær. Tilefnið var nýleg opnun á sýndarveruleikasýningu Bjarkar í Somerset í London og tveir tónleikar hennar í sömu borg nú síðar í september, annars vegar í Royal Albert Hall og hins vegar í Hammersmith Appollo en uppselt er á báða tónleikana. Spurningunum rigndi yfir söngkonuna í gær og svaraði hún mörgum þeirra en náði þó ekki að svara öllum, kannski skiljanlega. Einn notandi á Reddit segir frá því að hann hafi setið við hliðina á Björk, syni hennar Sindra og kærustunni hans á veitingastað í miðbæ Reykjavíkur. Hann segist hafa verið hissa á að enginn var að „bögga“ söngkonuna. Hann spurði Björk hvort að fólk léti hana almennt í friði þegar hún er á Íslandi og væri ekki eins mikið að biðja hann um sjálfsmyndir og eiginhandaáritanir eins og þegar hún er erlendis. Björk þakkaði honum fyrir að hafa látið sig í friði á veitingastaðnum. Hún útskýrði síðan að hér á landi væri fólk ekki sett í sérstaka virðingarröð eftir því hver á í hlut: „Enginn er merkilegri en næsti maður svo að þess vegna eru eiginhandaráritanir pínu kjánalegar. Hérna snýst þetta um sjálfsvirðingu, ef þú vilt eiginhandaráritun skaltu búa hana til sjálfur lol.“ Þá var Björk einnig spurð að því í hvað hún sæki innblástur fyrir tónlistarsköpun sína. Hún sagðist telja að sköpun búi í okkur öllum en eðli sköpunarinnar væri dálítið prakkaralegt og það væri stundum erfitt að henda reiður á henni. „Kannski er galdurinn að þvinga ekki neitt fram og setja það upp við einhvern vegg og vilja hafa það á sérstökum stað. Maður ætti miklu frekar að þefa sköpunina uppi og finna hvert hún hefur farið í þetta skiptið. Kannski er hún í sósuuppskriftum, leikritum, pappamassagerð með litla frænda, í nýjum gönguleiðum eða einfaldlega í því að reyna að fatta húmor einhvers í fjölskyldunni,“ sagði Björk. Tónlistarkonan var einnig spurð að því hvort hún trúi á líf eftir dauðann. Svaraði hún játandi og sagðist ætla að elda þar.Þráðinn á Reddit má sjá í heild sinni hér.Uppfært klukkan 14:08: Fyrirsögn fréttarinnar var breytt sem og tilvitnun í Björk vegna villu í þýðingu.
Björk Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Menning 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Lífið Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Menning Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði Sjá meira