Umfjöllun: Úkraína - Ísland 1-1 | Stig í Kænugarði Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. september 2016 21:00 Alfreð fagnar marki sínu í kvöld. Vísir/EPA Ísland gerði 1-1 jafntefli við Úkraínu í fyrsta leik sínum í undankeppni HM 2018. Leikurinn fór fram við undarlegar aðstæður en leikið var á tómum Ólympíuleikvanginum í Kænugarði. Íslenska liðið fékk draumabyrjun þegar Alfreð Finnbogason skoraði strax á 5. mínútu en Andriy Yarmolenko jafnaði metin fjórum mínútum fyrir hálfleik. Úkraínumenn fengu kjörið tækifæri til að tryggja sér sigurinn sjö mínútum fyrir leikslok þegar Arnór Ingvi Traustason braut á Bohdan Butko innan vítateigs. Yevhen Konoplyanka fór á punktinn en Íslendingum til happs skaut hann í stöng.Ávallt hættulegir Íslenska liðið spilaði mun betur í fyrri hálfleik en þeim seinni þar sem Úkraínumenn höfðu yfirhöndina án þess þó að ógna marki Íslands að ráði. Íslensku strákarnir byrjuðu leikinn af krafti. Úkraína var meira með boltann en íslenska liðið var ávallt hættulegt þegar það sótti. Á 5. mínútu stakk Birkir Bjarnason boltanum inn á Alfreð, Andriy Pyatov varði skot hans en boltinn hrökk af Oleksandr Kucher og aftur til Alfreðs sem skoraði úr erfiðri stöðu. Sex mínútum síðar var Alfreð aftur á ferðinni þegar hann steig Kucher út, fann Jón Daða Böðvarsson sem átti skot sem Pyatov varði. Frákastið hafnaði hjá Jóni Daða sem náði ekki að stilla sig af og setti boltann yfir fyrir opnu marki. Mark þarna hefði farið langt með að klára leikinn. Úkraínumenn voru á köflum óöryggir og töpuðu boltanum nokkrum sinnum illa á miðjunni. Íslendingar náðu þó ekki að gera sér mat úr því.Yarmolenko og Rakitskyi Aðalógn heimamanna í fyrri hálfleik var tvíþætt. Annars vegar var það Yarmolenko sem var síógnandi á hægri kantinum og lét Ara Frey Skúlason hafa verulega fyrir hlutunum. Hins vegar var það miðvörðurinn Yaroslav Rakitskyi sem ógnaði með langskotum. Hannes varði þrumuskot hans beint úr aukaspyrnu á 23. mínútu með herkjum en honum tókst ekki jafn vel upp þegar Rakitskyi lét vaða á 41. mínútu. Hannes sló boltann beint út í teiginn á Yarmolenko sem lagði hann fyrir sig og skoraði svo með góðu skoti. Íslendingar voru einum færri á þessum tímapunkti eftir að Ari Freyr fór meiddur af velli. Hörður Björgvin Magnússon kom inn á fyrir hann en ekki fyrr en eftir markið.Úkraínumenn með yfirhöndina Seinni hálfleikurinn var ekki jafn vel spilaður af Íslands hálfu og sá fyrri. Íslenska liðinu gekk bölvanlega að halda boltanum og leikurinn minnti um margt á leikinn við Ungverjaland á EM í sumar þar sem Íslendingar gáfu boltann alltof auðveldlega frá sér en vörðust aftur á móti mjög vel. Birkir Már Sævarsson, Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson áttu allir skínandi leik í vörninni og björguðu í þau fáu skipti sem heimamenn gerðu sig líklega upp mark Íslands. Úkraínumenn spiluðu ekki með hreinræktaðan framherja og ógnin inni í vítateig var því lítil. Þrátt fyrir bitleysið þrýsti Úkraína íslenska liðinu alltaf aftar og aftar og það bauð hættunni heim. Úkraínumenn fengu fá tækifæri en samt sem áður það besta þegar Clément Turpin dæmdi vítaspyrnuna á 83. mínútu. En sem betur fer setti Konoplyanka boltann í stöngina. Íslendingar fengu því stigið sem þeir hefðu væntanlega sætt sig við fyrir leikinn. Frammistaðan í kvöld var misjöfn en stigið vel ásættanlegt. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Fleiri fréttir Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Sjá meira
Ísland gerði 1-1 jafntefli við Úkraínu í fyrsta leik sínum í undankeppni HM 2018. Leikurinn fór fram við undarlegar aðstæður en leikið var á tómum Ólympíuleikvanginum í Kænugarði. Íslenska liðið fékk draumabyrjun þegar Alfreð Finnbogason skoraði strax á 5. mínútu en Andriy Yarmolenko jafnaði metin fjórum mínútum fyrir hálfleik. Úkraínumenn fengu kjörið tækifæri til að tryggja sér sigurinn sjö mínútum fyrir leikslok þegar Arnór Ingvi Traustason braut á Bohdan Butko innan vítateigs. Yevhen Konoplyanka fór á punktinn en Íslendingum til happs skaut hann í stöng.Ávallt hættulegir Íslenska liðið spilaði mun betur í fyrri hálfleik en þeim seinni þar sem Úkraínumenn höfðu yfirhöndina án þess þó að ógna marki Íslands að ráði. Íslensku strákarnir byrjuðu leikinn af krafti. Úkraína var meira með boltann en íslenska liðið var ávallt hættulegt þegar það sótti. Á 5. mínútu stakk Birkir Bjarnason boltanum inn á Alfreð, Andriy Pyatov varði skot hans en boltinn hrökk af Oleksandr Kucher og aftur til Alfreðs sem skoraði úr erfiðri stöðu. Sex mínútum síðar var Alfreð aftur á ferðinni þegar hann steig Kucher út, fann Jón Daða Böðvarsson sem átti skot sem Pyatov varði. Frákastið hafnaði hjá Jóni Daða sem náði ekki að stilla sig af og setti boltann yfir fyrir opnu marki. Mark þarna hefði farið langt með að klára leikinn. Úkraínumenn voru á köflum óöryggir og töpuðu boltanum nokkrum sinnum illa á miðjunni. Íslendingar náðu þó ekki að gera sér mat úr því.Yarmolenko og Rakitskyi Aðalógn heimamanna í fyrri hálfleik var tvíþætt. Annars vegar var það Yarmolenko sem var síógnandi á hægri kantinum og lét Ara Frey Skúlason hafa verulega fyrir hlutunum. Hins vegar var það miðvörðurinn Yaroslav Rakitskyi sem ógnaði með langskotum. Hannes varði þrumuskot hans beint úr aukaspyrnu á 23. mínútu með herkjum en honum tókst ekki jafn vel upp þegar Rakitskyi lét vaða á 41. mínútu. Hannes sló boltann beint út í teiginn á Yarmolenko sem lagði hann fyrir sig og skoraði svo með góðu skoti. Íslendingar voru einum færri á þessum tímapunkti eftir að Ari Freyr fór meiddur af velli. Hörður Björgvin Magnússon kom inn á fyrir hann en ekki fyrr en eftir markið.Úkraínumenn með yfirhöndina Seinni hálfleikurinn var ekki jafn vel spilaður af Íslands hálfu og sá fyrri. Íslenska liðinu gekk bölvanlega að halda boltanum og leikurinn minnti um margt á leikinn við Ungverjaland á EM í sumar þar sem Íslendingar gáfu boltann alltof auðveldlega frá sér en vörðust aftur á móti mjög vel. Birkir Már Sævarsson, Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson áttu allir skínandi leik í vörninni og björguðu í þau fáu skipti sem heimamenn gerðu sig líklega upp mark Íslands. Úkraínumenn spiluðu ekki með hreinræktaðan framherja og ógnin inni í vítateig var því lítil. Þrátt fyrir bitleysið þrýsti Úkraína íslenska liðinu alltaf aftar og aftar og það bauð hættunni heim. Úkraínumenn fengu fá tækifæri en samt sem áður það besta þegar Clément Turpin dæmdi vítaspyrnuna á 83. mínútu. En sem betur fer setti Konoplyanka boltann í stöngina. Íslendingar fengu því stigið sem þeir hefðu væntanlega sætt sig við fyrir leikinn. Frammistaðan í kvöld var misjöfn en stigið vel ásættanlegt.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Fleiri fréttir Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Sjá meira