Endurtaka strákarnir afrekið frá 1999? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. september 2016 15:30 Sigurður Jónsson, fyrirliði Íslands, nefbrotnaði eftir hálftíma í leiknum í Kænugarði fyrir 17 árum. Hann lét það þó ekki á sig fá og kláraði leikinn. Hér er hann í skallaeinvígi við Serhiy Rebrov. vísir/epa Íslenska fótboltalandsliðið stígur fyrsta skrefið í átt að HM 2018 þegar það mætir því úkraínska á tómum Ólympíuleikvanginum í Kænugarði í kvöld. Þetta er aðeins í þriðja sinn sem A-landslið þjóðanna mætast en þau voru einnig saman í riðli í undankeppni EM 2000. Frammistaða Íslands í þeirri undankeppni var frábær en liðið var ekki langt frá því að komast upp úr gríðarlega sterkum riðli sem samanstóð af, auk Íslands og Úkraínu, heims- og verðandi Evrópumeisturum Frakka, Rússum, Armenum og Andorramönnum. Undankeppnin byrjaði og endaði á eftirminnilegum leikjum við Frakka en jafnteflið sem Ísland náði í Kænugarði í útileiknum gegn Úkraínu hefur fallið dálítið í skuggann af Frakkaleikjunum.Andriy Shevchenko var keyptur til ítalska stórliðsins AC Milan sumarið 1999.vísir/gettyÚkraína var með gríðarlega sterkt lið á þessum tíma en uppistaðan í því voru leikmenn sem léku með Dynamo Kiev sem komst í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu vorið 1999. Aðalstjörnur úkraínska liðsins/Dynamo Kiev voru framherjarnir Andriy Schevchenko og Serhiy Rebrov. Schevchenko er núverandi landsliðsþjálfari Úkraínu og stýrir liðinu í fyrsta sinn í kvöld. Rebrov er aftur á móti við stjórnvölinn hjá Dynamo og hefur gert liðið að úkraínskum meisturum undanfarin tvö ár. Shevchenko skoraði 33 mörk í 44 leikjum með Dynamo tímabilið 1998-99 en hann skoraði aðeins eitt mark í undankeppninni. Það var heldur betur mikilvægt því Shevchenko skoraði jöfnunarmarkið gegn Rússlandi í lokaleik riðlakeppninnar sem tryggði Úkraínumönnum sæti í umspili um sæti í lokakeppninni í Hollandi og Belgíu.Guðjón Þórðarson náði frábærum árangri með íslenska landsliðið á árunum 1997-99 og var nálægt því að koma því inn á EM 2000.vísir/hilmarÞegar að leiknum í Kænugarði 31. mars 1999 kom voru bæði lið ósigruð í D-riðli; Íslendingar voru með átta stig og Úkraínumenn tíu. Með sigri hefði Ísland farið á toppinn, að því gefnu að Frökkum mistækist að vinna Armeníu síðar um kvöldið. Ísland komst ekki í toppsætið en 1-1 jafntefli voru engu að síður frábær úrslit á erfiðum útivelli. Uppskriftin að árangri í leiknum í Kænugarði var sú sama og í allri undankeppninni; frábær varnarleikur og vel útfærð föst leikatriði. Mark Íslands kom einmitt eftir hornspyrnu. Rúnar Kristinsson sendi boltann inn á teiginn, Úkraínumenn skölluðu frá en boltinn barst beint á Þórð Guðjónsson á vítateigsboganum. Hann tók boltann á lofti með hægri og lét vaða, skotið var ágætt en breyttist í frábæra sendingu þegar Lárus Orri Sigurðsson rak fótinn út og stýrði boltanum í markið framhjá Olexandr Shovkovskiy í marki Úkraínu.Lárus Orri skoraði jöfnunarmarkið í Kænugarði.vísir/gettyMarkið kom úr óvæntri átt enda var Lárus Orri ekki mikill markaskorari. Raunar var þetta aðeins annað af tveimur mörkum hans fyrir landsliðið. Hitt kom í 1-1 jafntefli gegn Sádí-Arabíu í vináttulandsleik í maí 1998. Markið kom á 66. mínútu, sjö mínútum eftir að Vladyslav Vaschuk kom heimamönnum yfir eftir að hafa sloppið inn fyrir íslensku vörnina. Það var eitt af örfáum skiptum sem íslenska vörnin opnaðist í leiknum. Annars hélt hún skeinuhættum sóknarmönnum Úkraínu í skefjum. Eftir mark Lárusar Orra þyngdist pressa heimamanna en íslenska vörnin stóðst öll áhlaup þeirra. Fyrirliðinn Sigurður Jónsson nefbrotnaði eftir hálftíma en kláraði leikinn þrátt fyrir að nefið væri komið út á hlið. Það var kannski lýsandi fyrir baráttuandann í íslenska liðinu sem hélt út og fagnaði stiginu. Þetta var níundi leikur liðsins í röð án taps.Helgi Kolviðsson, nýr aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins, kom inn á sem varamaður í leiknum í Úkraínu fyrir 17 árum.vísir/hannaEftir leikinn í Kænugarði var Ísland áfram í 3. sæti riðilsins, tveimur stigum á eftir Frökkum og Úkraínumönnum. Og fyrir seinni leikinn gegn Úkraínu á Laugardalsvellinum 8. september 1999 voru íslensku strákarnir í góðri stöðu með 15 stig, líkt og Frakkar og Rússar, og aðeins einu stigi frá toppliði Úkraínu. Í heimaleiknum gegn Úkraínumönnu skyldi mark Rebrovs úr umdeildri vítaspyrnu liðin að. Ísland átti þó enn möguleika á að tryggja sér sæti í umspilinu fyrir lokaleikinn gegn Frökkum á Stade de France. En þrátt fyrir frábæra endurkomu varð íslenska liðið að sætta sig við tap gegn heimsmeisturunum og 4. sætið í riðlinum. Úkraínumenn fóru í umspil þar sem þeir töpuðu óvænt fyrir Slóveníu.Byrjunarlið Íslands í leiknum gegn Úkraínu 31. mars 1999 var þannig skipað: Birkir Kristinsson - Auðun Helgason, Lárus Orri Sigurðsson, Sigurður Jónsson, Steinar Adolfsson, Hermann Hreiðarsson - Þórður Guðjónsson, Brynjar Björn Gunnarsson, Eyjólfur Sverrisson, Rúnar Kristinsson (78. Helgi Kolviðsson) - Helgi Sigurðsson (84. Sverrir Sverrisson).Mark Lárusar Orra úr leiknum má sjá hér að neðan. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hannes: Þurfti að sparka í rassgatið á mér til að koma mér af stað eftir EM Hannes Þór Halldórsson þarf væntanlega eins og í Frakklandi í sumar að vera á tánum í leiknum annað kvöld 4. september 2016 15:15 Kári: EM er geymt en ekki gleymt Kári Árnason segir að árangurinn á EM í Frakklandi gefi Ísland ekkert í undankeppni HM 2018. 3. september 2016 19:00 Zinchenko: Verður baráttuleikur Oleksandr Zinchenko er ein af framtíðarstjörnum úkraínska landsliðsins. Manchester City keypti þennan 19 ára strák af UFA í sumar og lánaði hann til PSV Eindhoven í Hollandi skömmu áður en lokað var á félagaskipti. 5. september 2016 14:30 Frakki dæmir leikinn í Kænugarði Frakkinn Clément Turpin dæmir leik Úkraínu og Íslands í undankeppni HM 2018 á mánudagskvöldið. 4. september 2016 06:00 Heimir: Höldum áfram að gera það sem hefur virkað Heimir Hallgrímsson stýrir sínum fyrsta landsleik án Lars Lagerbäck í Kænugarði annað kvöld. 4. september 2016 11:53 Allra augu á Shevchenko Það verður mikil pressa á Andriy Shevchenko í kvöld þegar hann stýrir Úkraínumönnum í fyrsta sinn á galtómum Olympíuleikvanginum hér í Kiev. 5. september 2016 10:15 Uppselt á leikinn gegn Tyrkjum Uppselt er á leik Íslands og Tyrklands í undankeppni HM 2018 sem fer fram á Laugardalsvellinum sunnudaginn 9. október. 3. september 2016 13:15 Jón Daði: Getum ekki beðið eftir að byrja Jón Daði Böðvarsson hefur byrjað vel með Úlfunum í enska fótboltanum. Það kemur mikið til með að mæða á honum í framlínunni gegn Úkraínumönnum í kvöld. 5. september 2016 09:30 Strákarnir fengu ekki bernaise sósu því ekkert íslenskt smjör var til | Myndband Nýr landsliðskokkur, Hinrik Ingi Guðbjargarson, ætlaði að gera bernaise sósu fyrir strákana en það var ekki í boði. 4. september 2016 14:00 Aron Einar: Hinir framherjarnir tilbúnir að sanna sig Ísland verður án markahæsta leikmannsins á morgun en fyrirliðinn trúir á þá sem koma inn fyrir hann. 4. september 2016 12:06 Væntingarnar eðlilega miklar eftir góðan árangur Strákarnir okkar fara aftur af stað í Kænugarði í kvöld eftir EM-ævintýrið, en þar mæta þeir Úkraínu í fyrsta leik liðsins í undankeppni HM 2018. 5. september 2016 06:00 Boxleitner: Kom mér á óvart hvað strákarnir voru góðir Sebastian Boxleitner stjórnaði upphitun hjá landsliðsmönnum á einu æfingunni hér í Kænugarði. KSÍ réði hann til starfa í sumar. 5. september 2016 13:00 Birkir Már: Frábært að hitta hópinn Birkir Már Sævarsson segir alltaf frábært að hitta félaga sína í íslenska fótboltalandsliðinu. 3. september 2016 21:15 Engir áhorfendur á næst stærsta velli í Austur-Evrópu Leikur Úkraínu og Íslands í undankeppni HM 2018 fer fram fyrir luktum dyrum. 3. september 2016 16:15 Kolbeinn missir af leiknum gegn Úkraínu Kolbeinn Sigþórsson verður ekki með íslenska fótboltalandsliðinu í leiknum gegn Úkraínu á mánudaginn vegna hnémeiðsla. 2. september 2016 20:55 Jóhann Berg: Skrítið að spila án áhorfenda Jóhann Berg Guðmundsson spilar sinn 53. landsleik í kvöld er Ísland mætir Úkraínu. 5. september 2016 10:45 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira
Íslenska fótboltalandsliðið stígur fyrsta skrefið í átt að HM 2018 þegar það mætir því úkraínska á tómum Ólympíuleikvanginum í Kænugarði í kvöld. Þetta er aðeins í þriðja sinn sem A-landslið þjóðanna mætast en þau voru einnig saman í riðli í undankeppni EM 2000. Frammistaða Íslands í þeirri undankeppni var frábær en liðið var ekki langt frá því að komast upp úr gríðarlega sterkum riðli sem samanstóð af, auk Íslands og Úkraínu, heims- og verðandi Evrópumeisturum Frakka, Rússum, Armenum og Andorramönnum. Undankeppnin byrjaði og endaði á eftirminnilegum leikjum við Frakka en jafnteflið sem Ísland náði í Kænugarði í útileiknum gegn Úkraínu hefur fallið dálítið í skuggann af Frakkaleikjunum.Andriy Shevchenko var keyptur til ítalska stórliðsins AC Milan sumarið 1999.vísir/gettyÚkraína var með gríðarlega sterkt lið á þessum tíma en uppistaðan í því voru leikmenn sem léku með Dynamo Kiev sem komst í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu vorið 1999. Aðalstjörnur úkraínska liðsins/Dynamo Kiev voru framherjarnir Andriy Schevchenko og Serhiy Rebrov. Schevchenko er núverandi landsliðsþjálfari Úkraínu og stýrir liðinu í fyrsta sinn í kvöld. Rebrov er aftur á móti við stjórnvölinn hjá Dynamo og hefur gert liðið að úkraínskum meisturum undanfarin tvö ár. Shevchenko skoraði 33 mörk í 44 leikjum með Dynamo tímabilið 1998-99 en hann skoraði aðeins eitt mark í undankeppninni. Það var heldur betur mikilvægt því Shevchenko skoraði jöfnunarmarkið gegn Rússlandi í lokaleik riðlakeppninnar sem tryggði Úkraínumönnum sæti í umspili um sæti í lokakeppninni í Hollandi og Belgíu.Guðjón Þórðarson náði frábærum árangri með íslenska landsliðið á árunum 1997-99 og var nálægt því að koma því inn á EM 2000.vísir/hilmarÞegar að leiknum í Kænugarði 31. mars 1999 kom voru bæði lið ósigruð í D-riðli; Íslendingar voru með átta stig og Úkraínumenn tíu. Með sigri hefði Ísland farið á toppinn, að því gefnu að Frökkum mistækist að vinna Armeníu síðar um kvöldið. Ísland komst ekki í toppsætið en 1-1 jafntefli voru engu að síður frábær úrslit á erfiðum útivelli. Uppskriftin að árangri í leiknum í Kænugarði var sú sama og í allri undankeppninni; frábær varnarleikur og vel útfærð föst leikatriði. Mark Íslands kom einmitt eftir hornspyrnu. Rúnar Kristinsson sendi boltann inn á teiginn, Úkraínumenn skölluðu frá en boltinn barst beint á Þórð Guðjónsson á vítateigsboganum. Hann tók boltann á lofti með hægri og lét vaða, skotið var ágætt en breyttist í frábæra sendingu þegar Lárus Orri Sigurðsson rak fótinn út og stýrði boltanum í markið framhjá Olexandr Shovkovskiy í marki Úkraínu.Lárus Orri skoraði jöfnunarmarkið í Kænugarði.vísir/gettyMarkið kom úr óvæntri átt enda var Lárus Orri ekki mikill markaskorari. Raunar var þetta aðeins annað af tveimur mörkum hans fyrir landsliðið. Hitt kom í 1-1 jafntefli gegn Sádí-Arabíu í vináttulandsleik í maí 1998. Markið kom á 66. mínútu, sjö mínútum eftir að Vladyslav Vaschuk kom heimamönnum yfir eftir að hafa sloppið inn fyrir íslensku vörnina. Það var eitt af örfáum skiptum sem íslenska vörnin opnaðist í leiknum. Annars hélt hún skeinuhættum sóknarmönnum Úkraínu í skefjum. Eftir mark Lárusar Orra þyngdist pressa heimamanna en íslenska vörnin stóðst öll áhlaup þeirra. Fyrirliðinn Sigurður Jónsson nefbrotnaði eftir hálftíma en kláraði leikinn þrátt fyrir að nefið væri komið út á hlið. Það var kannski lýsandi fyrir baráttuandann í íslenska liðinu sem hélt út og fagnaði stiginu. Þetta var níundi leikur liðsins í röð án taps.Helgi Kolviðsson, nýr aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins, kom inn á sem varamaður í leiknum í Úkraínu fyrir 17 árum.vísir/hannaEftir leikinn í Kænugarði var Ísland áfram í 3. sæti riðilsins, tveimur stigum á eftir Frökkum og Úkraínumönnum. Og fyrir seinni leikinn gegn Úkraínu á Laugardalsvellinum 8. september 1999 voru íslensku strákarnir í góðri stöðu með 15 stig, líkt og Frakkar og Rússar, og aðeins einu stigi frá toppliði Úkraínu. Í heimaleiknum gegn Úkraínumönnu skyldi mark Rebrovs úr umdeildri vítaspyrnu liðin að. Ísland átti þó enn möguleika á að tryggja sér sæti í umspilinu fyrir lokaleikinn gegn Frökkum á Stade de France. En þrátt fyrir frábæra endurkomu varð íslenska liðið að sætta sig við tap gegn heimsmeisturunum og 4. sætið í riðlinum. Úkraínumenn fóru í umspil þar sem þeir töpuðu óvænt fyrir Slóveníu.Byrjunarlið Íslands í leiknum gegn Úkraínu 31. mars 1999 var þannig skipað: Birkir Kristinsson - Auðun Helgason, Lárus Orri Sigurðsson, Sigurður Jónsson, Steinar Adolfsson, Hermann Hreiðarsson - Þórður Guðjónsson, Brynjar Björn Gunnarsson, Eyjólfur Sverrisson, Rúnar Kristinsson (78. Helgi Kolviðsson) - Helgi Sigurðsson (84. Sverrir Sverrisson).Mark Lárusar Orra úr leiknum má sjá hér að neðan.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hannes: Þurfti að sparka í rassgatið á mér til að koma mér af stað eftir EM Hannes Þór Halldórsson þarf væntanlega eins og í Frakklandi í sumar að vera á tánum í leiknum annað kvöld 4. september 2016 15:15 Kári: EM er geymt en ekki gleymt Kári Árnason segir að árangurinn á EM í Frakklandi gefi Ísland ekkert í undankeppni HM 2018. 3. september 2016 19:00 Zinchenko: Verður baráttuleikur Oleksandr Zinchenko er ein af framtíðarstjörnum úkraínska landsliðsins. Manchester City keypti þennan 19 ára strák af UFA í sumar og lánaði hann til PSV Eindhoven í Hollandi skömmu áður en lokað var á félagaskipti. 5. september 2016 14:30 Frakki dæmir leikinn í Kænugarði Frakkinn Clément Turpin dæmir leik Úkraínu og Íslands í undankeppni HM 2018 á mánudagskvöldið. 4. september 2016 06:00 Heimir: Höldum áfram að gera það sem hefur virkað Heimir Hallgrímsson stýrir sínum fyrsta landsleik án Lars Lagerbäck í Kænugarði annað kvöld. 4. september 2016 11:53 Allra augu á Shevchenko Það verður mikil pressa á Andriy Shevchenko í kvöld þegar hann stýrir Úkraínumönnum í fyrsta sinn á galtómum Olympíuleikvanginum hér í Kiev. 5. september 2016 10:15 Uppselt á leikinn gegn Tyrkjum Uppselt er á leik Íslands og Tyrklands í undankeppni HM 2018 sem fer fram á Laugardalsvellinum sunnudaginn 9. október. 3. september 2016 13:15 Jón Daði: Getum ekki beðið eftir að byrja Jón Daði Böðvarsson hefur byrjað vel með Úlfunum í enska fótboltanum. Það kemur mikið til með að mæða á honum í framlínunni gegn Úkraínumönnum í kvöld. 5. september 2016 09:30 Strákarnir fengu ekki bernaise sósu því ekkert íslenskt smjör var til | Myndband Nýr landsliðskokkur, Hinrik Ingi Guðbjargarson, ætlaði að gera bernaise sósu fyrir strákana en það var ekki í boði. 4. september 2016 14:00 Aron Einar: Hinir framherjarnir tilbúnir að sanna sig Ísland verður án markahæsta leikmannsins á morgun en fyrirliðinn trúir á þá sem koma inn fyrir hann. 4. september 2016 12:06 Væntingarnar eðlilega miklar eftir góðan árangur Strákarnir okkar fara aftur af stað í Kænugarði í kvöld eftir EM-ævintýrið, en þar mæta þeir Úkraínu í fyrsta leik liðsins í undankeppni HM 2018. 5. september 2016 06:00 Boxleitner: Kom mér á óvart hvað strákarnir voru góðir Sebastian Boxleitner stjórnaði upphitun hjá landsliðsmönnum á einu æfingunni hér í Kænugarði. KSÍ réði hann til starfa í sumar. 5. september 2016 13:00 Birkir Már: Frábært að hitta hópinn Birkir Már Sævarsson segir alltaf frábært að hitta félaga sína í íslenska fótboltalandsliðinu. 3. september 2016 21:15 Engir áhorfendur á næst stærsta velli í Austur-Evrópu Leikur Úkraínu og Íslands í undankeppni HM 2018 fer fram fyrir luktum dyrum. 3. september 2016 16:15 Kolbeinn missir af leiknum gegn Úkraínu Kolbeinn Sigþórsson verður ekki með íslenska fótboltalandsliðinu í leiknum gegn Úkraínu á mánudaginn vegna hnémeiðsla. 2. september 2016 20:55 Jóhann Berg: Skrítið að spila án áhorfenda Jóhann Berg Guðmundsson spilar sinn 53. landsleik í kvöld er Ísland mætir Úkraínu. 5. september 2016 10:45 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira
Hannes: Þurfti að sparka í rassgatið á mér til að koma mér af stað eftir EM Hannes Þór Halldórsson þarf væntanlega eins og í Frakklandi í sumar að vera á tánum í leiknum annað kvöld 4. september 2016 15:15
Kári: EM er geymt en ekki gleymt Kári Árnason segir að árangurinn á EM í Frakklandi gefi Ísland ekkert í undankeppni HM 2018. 3. september 2016 19:00
Zinchenko: Verður baráttuleikur Oleksandr Zinchenko er ein af framtíðarstjörnum úkraínska landsliðsins. Manchester City keypti þennan 19 ára strák af UFA í sumar og lánaði hann til PSV Eindhoven í Hollandi skömmu áður en lokað var á félagaskipti. 5. september 2016 14:30
Frakki dæmir leikinn í Kænugarði Frakkinn Clément Turpin dæmir leik Úkraínu og Íslands í undankeppni HM 2018 á mánudagskvöldið. 4. september 2016 06:00
Heimir: Höldum áfram að gera það sem hefur virkað Heimir Hallgrímsson stýrir sínum fyrsta landsleik án Lars Lagerbäck í Kænugarði annað kvöld. 4. september 2016 11:53
Allra augu á Shevchenko Það verður mikil pressa á Andriy Shevchenko í kvöld þegar hann stýrir Úkraínumönnum í fyrsta sinn á galtómum Olympíuleikvanginum hér í Kiev. 5. september 2016 10:15
Uppselt á leikinn gegn Tyrkjum Uppselt er á leik Íslands og Tyrklands í undankeppni HM 2018 sem fer fram á Laugardalsvellinum sunnudaginn 9. október. 3. september 2016 13:15
Jón Daði: Getum ekki beðið eftir að byrja Jón Daði Böðvarsson hefur byrjað vel með Úlfunum í enska fótboltanum. Það kemur mikið til með að mæða á honum í framlínunni gegn Úkraínumönnum í kvöld. 5. september 2016 09:30
Strákarnir fengu ekki bernaise sósu því ekkert íslenskt smjör var til | Myndband Nýr landsliðskokkur, Hinrik Ingi Guðbjargarson, ætlaði að gera bernaise sósu fyrir strákana en það var ekki í boði. 4. september 2016 14:00
Aron Einar: Hinir framherjarnir tilbúnir að sanna sig Ísland verður án markahæsta leikmannsins á morgun en fyrirliðinn trúir á þá sem koma inn fyrir hann. 4. september 2016 12:06
Væntingarnar eðlilega miklar eftir góðan árangur Strákarnir okkar fara aftur af stað í Kænugarði í kvöld eftir EM-ævintýrið, en þar mæta þeir Úkraínu í fyrsta leik liðsins í undankeppni HM 2018. 5. september 2016 06:00
Boxleitner: Kom mér á óvart hvað strákarnir voru góðir Sebastian Boxleitner stjórnaði upphitun hjá landsliðsmönnum á einu æfingunni hér í Kænugarði. KSÍ réði hann til starfa í sumar. 5. september 2016 13:00
Birkir Már: Frábært að hitta hópinn Birkir Már Sævarsson segir alltaf frábært að hitta félaga sína í íslenska fótboltalandsliðinu. 3. september 2016 21:15
Engir áhorfendur á næst stærsta velli í Austur-Evrópu Leikur Úkraínu og Íslands í undankeppni HM 2018 fer fram fyrir luktum dyrum. 3. september 2016 16:15
Kolbeinn missir af leiknum gegn Úkraínu Kolbeinn Sigþórsson verður ekki með íslenska fótboltalandsliðinu í leiknum gegn Úkraínu á mánudaginn vegna hnémeiðsla. 2. september 2016 20:55
Jóhann Berg: Skrítið að spila án áhorfenda Jóhann Berg Guðmundsson spilar sinn 53. landsleik í kvöld er Ísland mætir Úkraínu. 5. september 2016 10:45