Allra augu á Shevchenko Arnar Björnsson í Kænugarði skrifar 5. september 2016 10:15 Það verður mikil pressa á Andriy Shevchenko í kvöld þegar hann stýrir Úkraínumönnum í fyrsta sinn á galtómum Olympíuleikvanginum hér í Kiev. Honum er ætlað að koma liðinu á skríð á nýjan leik eftir vonbrigðin á Evrópumótiu í sumar. Fjölmargir blaðamenn voru á fundinum hjá honum í gær. Þegar hann var spurður að því hvort hann væri búinn að velja liðið sagðist hann 90 prósent klár á uppstillingunni. Einhverjir glíma við meiðsli og þá er hann ekki enn búinn að tilkynna hver verður fyrirliði. Anatoliy Tymoshchuk er hættur að spila en hann er leikjahæsti Úkraínumaðurinn, lék 144 leiki á 16 árum. Hann er orðinn 37 ára eins og Vyacheslav Shevchuk sem bar fyrirliðabandið í Frakklandi í sumar en þessi gamli varnarjaxl er ekki lengur í hópnum. Annars var létt yfir æfingunni hjá Úkraínumönnum í gær. Blaðamönnum var heimilt að taka viðtöl við leikmenn en það fengu íslenskir blaðamenn ekki að gera á æfingu okkar manna í gær. Shevchenko þjálfari á að baki glæsilegan fótboltaferil, skoraði 48 mörk í 111 leikjum með landsliðinu. Andriy Yarmolenko sem væntanlega spilar í kvöld kemur næstur með 25 mörk í 62 leikjum. Þeir blaðamenn sem ég ræddi við hafa áhyggjur af bakvarðarstöðunum og þá sérstaklega vinstra megin. Líklegt þykir að Bogdan Butko leysi þá stöðu en hann spilar venjulega sem hægri bakvörður hjá Shaktar Donetsk. Það eru án efa tækifæri fyrir okkar menn að finna leiðina framhjá varnarmönnum Úkraínumanna og vonandi þarf Andriy Pyatov að hirða boltann úr markinu sínu. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hannes: Þurfti að sparka í rassgatið á mér til að koma mér af stað eftir EM Hannes Þór Halldórsson þarf væntanlega eins og í Frakklandi í sumar að vera á tánum í leiknum annað kvöld 4. september 2016 15:15 Heimir: Höldum áfram að gera það sem hefur virkað Heimir Hallgrímsson stýrir sínum fyrsta landsleik án Lars Lagerbäck í Kænugarði annað kvöld. 4. september 2016 11:53 Jón Daði: Getum ekki beðið eftir að byrja Jón Daði Böðvarsson hefur byrjað vel með Úlfunum í enska fótboltanum. Það kemur mikið til með að mæða á honum í framlínunni gegn Úkraínumönnum í kvöld. 5. september 2016 09:30 Strákarnir fengu ekki bernaise sósu því ekkert íslenskt smjör var til | Myndband Nýr landsliðskokkur, Hinrik Ingi Guðbjargarson, ætlaði að gera bernaise sósu fyrir strákana en það var ekki í boði. 4. september 2016 14:00 Aron Einar: Hinir framherjarnir tilbúnir að sanna sig Ísland verður án markahæsta leikmannsins á morgun en fyrirliðinn trúir á þá sem koma inn fyrir hann. 4. september 2016 12:06 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira
Það verður mikil pressa á Andriy Shevchenko í kvöld þegar hann stýrir Úkraínumönnum í fyrsta sinn á galtómum Olympíuleikvanginum hér í Kiev. Honum er ætlað að koma liðinu á skríð á nýjan leik eftir vonbrigðin á Evrópumótiu í sumar. Fjölmargir blaðamenn voru á fundinum hjá honum í gær. Þegar hann var spurður að því hvort hann væri búinn að velja liðið sagðist hann 90 prósent klár á uppstillingunni. Einhverjir glíma við meiðsli og þá er hann ekki enn búinn að tilkynna hver verður fyrirliði. Anatoliy Tymoshchuk er hættur að spila en hann er leikjahæsti Úkraínumaðurinn, lék 144 leiki á 16 árum. Hann er orðinn 37 ára eins og Vyacheslav Shevchuk sem bar fyrirliðabandið í Frakklandi í sumar en þessi gamli varnarjaxl er ekki lengur í hópnum. Annars var létt yfir æfingunni hjá Úkraínumönnum í gær. Blaðamönnum var heimilt að taka viðtöl við leikmenn en það fengu íslenskir blaðamenn ekki að gera á æfingu okkar manna í gær. Shevchenko þjálfari á að baki glæsilegan fótboltaferil, skoraði 48 mörk í 111 leikjum með landsliðinu. Andriy Yarmolenko sem væntanlega spilar í kvöld kemur næstur með 25 mörk í 62 leikjum. Þeir blaðamenn sem ég ræddi við hafa áhyggjur af bakvarðarstöðunum og þá sérstaklega vinstra megin. Líklegt þykir að Bogdan Butko leysi þá stöðu en hann spilar venjulega sem hægri bakvörður hjá Shaktar Donetsk. Það eru án efa tækifæri fyrir okkar menn að finna leiðina framhjá varnarmönnum Úkraínumanna og vonandi þarf Andriy Pyatov að hirða boltann úr markinu sínu.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hannes: Þurfti að sparka í rassgatið á mér til að koma mér af stað eftir EM Hannes Þór Halldórsson þarf væntanlega eins og í Frakklandi í sumar að vera á tánum í leiknum annað kvöld 4. september 2016 15:15 Heimir: Höldum áfram að gera það sem hefur virkað Heimir Hallgrímsson stýrir sínum fyrsta landsleik án Lars Lagerbäck í Kænugarði annað kvöld. 4. september 2016 11:53 Jón Daði: Getum ekki beðið eftir að byrja Jón Daði Böðvarsson hefur byrjað vel með Úlfunum í enska fótboltanum. Það kemur mikið til með að mæða á honum í framlínunni gegn Úkraínumönnum í kvöld. 5. september 2016 09:30 Strákarnir fengu ekki bernaise sósu því ekkert íslenskt smjör var til | Myndband Nýr landsliðskokkur, Hinrik Ingi Guðbjargarson, ætlaði að gera bernaise sósu fyrir strákana en það var ekki í boði. 4. september 2016 14:00 Aron Einar: Hinir framherjarnir tilbúnir að sanna sig Ísland verður án markahæsta leikmannsins á morgun en fyrirliðinn trúir á þá sem koma inn fyrir hann. 4. september 2016 12:06 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira
Hannes: Þurfti að sparka í rassgatið á mér til að koma mér af stað eftir EM Hannes Þór Halldórsson þarf væntanlega eins og í Frakklandi í sumar að vera á tánum í leiknum annað kvöld 4. september 2016 15:15
Heimir: Höldum áfram að gera það sem hefur virkað Heimir Hallgrímsson stýrir sínum fyrsta landsleik án Lars Lagerbäck í Kænugarði annað kvöld. 4. september 2016 11:53
Jón Daði: Getum ekki beðið eftir að byrja Jón Daði Böðvarsson hefur byrjað vel með Úlfunum í enska fótboltanum. Það kemur mikið til með að mæða á honum í framlínunni gegn Úkraínumönnum í kvöld. 5. september 2016 09:30
Strákarnir fengu ekki bernaise sósu því ekkert íslenskt smjör var til | Myndband Nýr landsliðskokkur, Hinrik Ingi Guðbjargarson, ætlaði að gera bernaise sósu fyrir strákana en það var ekki í boði. 4. september 2016 14:00
Aron Einar: Hinir framherjarnir tilbúnir að sanna sig Ísland verður án markahæsta leikmannsins á morgun en fyrirliðinn trúir á þá sem koma inn fyrir hann. 4. september 2016 12:06