Jóhann Berg: Skrítið að spila án áhorfenda Arnar Björnsson í Kænugarði skrifar 5. september 2016 10:45 Jóhann Berg Guðmundsson spilar sinn 53. landsleik í kvöld er Ísland mætir Úkraínu. „Það er alltaf gaman að hitta strákana, við erum orðnir svo miklir vinir að maður bíður spenntur eftir því að hitta þá. Það er alltaf gaman hjá okkur og maður kvartar ekki,“ segir Jóhann léttur en hvernig verður það fyrir ykkur að spila á þessum stóra velli án áhorfenda? „Það verður skrítið og maður veit ekki hvort það hjálpar okkur en þetta verður væntanlega jafn leikur. Fyrstu mínúturnar verða kannski svolítið skrítnar af því að það verða engir áhorfendur á vellinum. Maður þarf að passa sig að gíra sig almennilega upp í þennan leik. Það gerist allt inni í klefa fyrir leik, við fáum ekkert pepp frá áhorfendum.“ Íslendingar eru í 23. sæti á FIFA-listanum en Úkraínumenn í 30. sæti. Er nokkurt vanmat í gangi? „Þeir eru með frábært lið og með góða leikmenn, við getum ekkert farið í þennan leik og haldið að af því að við fórum lengri á EM að við getum unnið þennan leik. Fótboltinn virkar bara ekki þannig, því miður. Við þurfum allir að mæta 100 prósent í þennan leik til að ná í góð úrslit. Við höfum ekki efni á því að vanmeta einhver lið þrátt fyrir að við höfum gert góða hluti á EM í sumar.“ Jóhann Berg skipti í sumar yfir í Burnley sem spilar í ensku úrvalsdeildinni og er ánægður með vistaskiptin. „Ég hef ekki byrjað inná í leikjum á leiktíðinni en það fer að koma að því. Ég hef fengið að spila þó nokkuð en það eru bara þrír leikir búnir og margir eftir og ég er sallarólegur.“ Þrátt fyrir að Jóhann hafi staðið sig vel með Charlton á síðustu leiktíð þá gékk liðinu illa. „Það er auðvitað miklu skemmtilegra að vera í úrvalsdeildinni. Þetta er stærsta deild í heimi og þar viltu spila.“ Jóhann Berg segir að fyrsta markmið Burnley sé að halda sætinu í deildinni. Liðið var í deildinni fyrir tveimur leiktíðum og var nálægt því að halda sér uppi. Telurðu það raunhæft að Burnley haldi sér í úrvalsdeildinni? „Já, að sjálfsögðu held ég það,“ segir Jóhann Berg Guðmundsson. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Sjá meira
Jóhann Berg Guðmundsson spilar sinn 53. landsleik í kvöld er Ísland mætir Úkraínu. „Það er alltaf gaman að hitta strákana, við erum orðnir svo miklir vinir að maður bíður spenntur eftir því að hitta þá. Það er alltaf gaman hjá okkur og maður kvartar ekki,“ segir Jóhann léttur en hvernig verður það fyrir ykkur að spila á þessum stóra velli án áhorfenda? „Það verður skrítið og maður veit ekki hvort það hjálpar okkur en þetta verður væntanlega jafn leikur. Fyrstu mínúturnar verða kannski svolítið skrítnar af því að það verða engir áhorfendur á vellinum. Maður þarf að passa sig að gíra sig almennilega upp í þennan leik. Það gerist allt inni í klefa fyrir leik, við fáum ekkert pepp frá áhorfendum.“ Íslendingar eru í 23. sæti á FIFA-listanum en Úkraínumenn í 30. sæti. Er nokkurt vanmat í gangi? „Þeir eru með frábært lið og með góða leikmenn, við getum ekkert farið í þennan leik og haldið að af því að við fórum lengri á EM að við getum unnið þennan leik. Fótboltinn virkar bara ekki þannig, því miður. Við þurfum allir að mæta 100 prósent í þennan leik til að ná í góð úrslit. Við höfum ekki efni á því að vanmeta einhver lið þrátt fyrir að við höfum gert góða hluti á EM í sumar.“ Jóhann Berg skipti í sumar yfir í Burnley sem spilar í ensku úrvalsdeildinni og er ánægður með vistaskiptin. „Ég hef ekki byrjað inná í leikjum á leiktíðinni en það fer að koma að því. Ég hef fengið að spila þó nokkuð en það eru bara þrír leikir búnir og margir eftir og ég er sallarólegur.“ Þrátt fyrir að Jóhann hafi staðið sig vel með Charlton á síðustu leiktíð þá gékk liðinu illa. „Það er auðvitað miklu skemmtilegra að vera í úrvalsdeildinni. Þetta er stærsta deild í heimi og þar viltu spila.“ Jóhann Berg segir að fyrsta markmið Burnley sé að halda sætinu í deildinni. Liðið var í deildinni fyrir tveimur leiktíðum og var nálægt því að halda sér uppi. Telurðu það raunhæft að Burnley haldi sér í úrvalsdeildinni? „Já, að sjálfsögðu held ég það,“ segir Jóhann Berg Guðmundsson.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Sjá meira