Engir áhorfendur á næst stærsta velli í Austur-Evrópu Arnar Björnsson skrifar 3. september 2016 16:15 Ólympíuleikvangurinn í Kænugarði er mikið mannvirki, næst stærsti íþróttavöllur í Austur-Evrópu, tekur 70 þúsund manns í sæti, aðeins Lushniki völlurinn í Mosvku er stærri. En það verður ekki þörf fyrir svona stóran völl á mánudagskvöldið þegar Úkraínumenn mæta Íslendingum í fyrsta leiknum í undankeppni HM. Úkrænumenn súpa nú seyðið af slæmri hegðun áhorfenda fótboltaleikjum. Í lokaleik undankeppni síðasta Evrópumóts, þegar Úkraínumenn töpuðu fyrir Spánverjum á þessum velli, viðhöfðu áhorfendur kynþáttaníð og beindu lasergeislum að leikmönnum spænska liðsins. Siða- og aganefnd UEFA, Evrópska knattspyrnusambandsins, felldi þann dóm að engir áhorfendur mættu vera á næsta heimaleik liðsins í alþjóðlegri keppni og FIFA, alþjóða knattspyrnusambandið staðfesti dóminn. Úkraínska landsliðið hefur ekki spilað á heimavelli síðan þessi dómur var felldur og því taka þeir út refsinguna gegn Íslendingum á mánudag. Það má reikna með því að það verði gestkvæmt hjá þeim sem búa á efstu hæðinni í blokkinni við hliðina á vellinum, líklega verða þeir sem þar verða þeir einu sem fá að fylgjast með leiknum fyrir utan nokkra blaðamenn. Íslensku landsliðsmennirnir komu til Kænugarðs í dag eftir að hafa æft í Þýskalandi undanfarna daga. Liðið æfir á þessum velli á morgun en það verður eina æfing liðsins í Kænugarði áður en kemur að leiknum á mánudagskvöldið. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fleiri fréttir Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Sjá meira
Ólympíuleikvangurinn í Kænugarði er mikið mannvirki, næst stærsti íþróttavöllur í Austur-Evrópu, tekur 70 þúsund manns í sæti, aðeins Lushniki völlurinn í Mosvku er stærri. En það verður ekki þörf fyrir svona stóran völl á mánudagskvöldið þegar Úkraínumenn mæta Íslendingum í fyrsta leiknum í undankeppni HM. Úkrænumenn súpa nú seyðið af slæmri hegðun áhorfenda fótboltaleikjum. Í lokaleik undankeppni síðasta Evrópumóts, þegar Úkraínumenn töpuðu fyrir Spánverjum á þessum velli, viðhöfðu áhorfendur kynþáttaníð og beindu lasergeislum að leikmönnum spænska liðsins. Siða- og aganefnd UEFA, Evrópska knattspyrnusambandsins, felldi þann dóm að engir áhorfendur mættu vera á næsta heimaleik liðsins í alþjóðlegri keppni og FIFA, alþjóða knattspyrnusambandið staðfesti dóminn. Úkraínska landsliðið hefur ekki spilað á heimavelli síðan þessi dómur var felldur og því taka þeir út refsinguna gegn Íslendingum á mánudag. Það má reikna með því að það verði gestkvæmt hjá þeim sem búa á efstu hæðinni í blokkinni við hliðina á vellinum, líklega verða þeir sem þar verða þeir einu sem fá að fylgjast með leiknum fyrir utan nokkra blaðamenn. Íslensku landsliðsmennirnir komu til Kænugarðs í dag eftir að hafa æft í Þýskalandi undanfarna daga. Liðið æfir á þessum velli á morgun en það verður eina æfing liðsins í Kænugarði áður en kemur að leiknum á mánudagskvöldið.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fleiri fréttir Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Sjá meira