Innköllun Samsung hefur lítil áhrif hér á Íslandi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. september 2016 19:30 Innköllun farsímaframleiðandans Samsung á nýja Galaxy Note 7 símanum hefur lítil sem engin áhrif hér á landi. Dæmi eru um að nýjasta útgáfan hafi sprungið á meðan hann var í hleðslu eða eftir hana. Tímasetningin á innköllun Samsung á nýja símanum er afar óheppileg því í næstu viku mun helsti keppinautur, Apple, kynna nýjustu útgáfuna af iPhone snjallsímanum. Fréttir bárust af því að gengi hlutabréfa Samsung hefði fallið eftir að útgáfa nýja símans tafðist, sem þá voru óútskýrðar. Innan dags í gær féllu bréfin um 3,5%, en við lok viðskipta hafði gengið lækkað um 2,0%. „Öryggi viðskiptavina okkar er í algjörum forgangi. Því höfum við ákveðið að stöðva sölu á Galaxy 7og bjóða öllum viðskiptavinum ný símtæki í skiptum fyrir þau sem þeir keyptu sama hvenær það var. Ég biðst enn og aftur afsökunar á þeim óþægindum sem tryggir viðskiptavinir okkar kunna að hafa orðið fyrir,“ segir Koh Dong-jin, forstjóri Samsung. BBC greindi frá því í dag að fréttir hafi borist bæði frá Bandaríkjunum og Suður-Kóreu að síminn hafi sprungið á meðan á hleðslu stendur eða að henni lokinni, og þá hafa notendur YouTube sett inn myndbönd þar sem sést hvar nýi síminn er með brunninni gúmmískel og ónýtum skjá og í myndböndunum lýsa þeir lýsir reynslu sinni.Í tilkynningu frá Samsung segir að um tvær vikur muni taka að undirbúa ný tæki á meðan frekari öryggisprófanir verði gerðar. Nýi síminn er flaggskip farsímarisans og fór í sölu í Bandaríkjunum og Suður-Kóreu um miðjan ágúst síðast liðinn. Síminn kemur til með að koma til sölu hér á Íslandi í næstu viku og því hefur innköllunin ekki mikil áhrif hér á landi. „Síminn er ekki farinn í sölu hér á Íslandi frekar en á Norðurlöndunum eða í Evrópu þannig að neytendur hér heima munu fyrst og fremst finna fyrir því að síminn kemur seinna á markað en ella þannig að þetta er ekki eiginleg innköllun hér heima,“ segir Sveinn Tryggvason, framkvæmdastjóri hjá Tæknivörum. Nú styttist í að nýi iPhone síminn verður settur á markað kemur það og þetta til að að hafa áhrif á sölu nýja Samsung símans? „Það er ómögulegt að segja. Það verður bara að koma í ljós, ég ætla ekki að reyna að gerast spámaður í þessum málum,“ segir Sveinn. Tengdar fréttir Samsung stöðvar sölu á Galaxy Note 7 Fréttir hafi borist bæði frá Bandaríkjunum og Suður-Kóreu um að síminn hafi sprungið á meðan á hleðslu stendur eða að henni lokinni. 2. september 2016 08:36 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Fleiri fréttir Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sjá meira
Innköllun farsímaframleiðandans Samsung á nýja Galaxy Note 7 símanum hefur lítil sem engin áhrif hér á landi. Dæmi eru um að nýjasta útgáfan hafi sprungið á meðan hann var í hleðslu eða eftir hana. Tímasetningin á innköllun Samsung á nýja símanum er afar óheppileg því í næstu viku mun helsti keppinautur, Apple, kynna nýjustu útgáfuna af iPhone snjallsímanum. Fréttir bárust af því að gengi hlutabréfa Samsung hefði fallið eftir að útgáfa nýja símans tafðist, sem þá voru óútskýrðar. Innan dags í gær féllu bréfin um 3,5%, en við lok viðskipta hafði gengið lækkað um 2,0%. „Öryggi viðskiptavina okkar er í algjörum forgangi. Því höfum við ákveðið að stöðva sölu á Galaxy 7og bjóða öllum viðskiptavinum ný símtæki í skiptum fyrir þau sem þeir keyptu sama hvenær það var. Ég biðst enn og aftur afsökunar á þeim óþægindum sem tryggir viðskiptavinir okkar kunna að hafa orðið fyrir,“ segir Koh Dong-jin, forstjóri Samsung. BBC greindi frá því í dag að fréttir hafi borist bæði frá Bandaríkjunum og Suður-Kóreu að síminn hafi sprungið á meðan á hleðslu stendur eða að henni lokinni, og þá hafa notendur YouTube sett inn myndbönd þar sem sést hvar nýi síminn er með brunninni gúmmískel og ónýtum skjá og í myndböndunum lýsa þeir lýsir reynslu sinni.Í tilkynningu frá Samsung segir að um tvær vikur muni taka að undirbúa ný tæki á meðan frekari öryggisprófanir verði gerðar. Nýi síminn er flaggskip farsímarisans og fór í sölu í Bandaríkjunum og Suður-Kóreu um miðjan ágúst síðast liðinn. Síminn kemur til með að koma til sölu hér á Íslandi í næstu viku og því hefur innköllunin ekki mikil áhrif hér á landi. „Síminn er ekki farinn í sölu hér á Íslandi frekar en á Norðurlöndunum eða í Evrópu þannig að neytendur hér heima munu fyrst og fremst finna fyrir því að síminn kemur seinna á markað en ella þannig að þetta er ekki eiginleg innköllun hér heima,“ segir Sveinn Tryggvason, framkvæmdastjóri hjá Tæknivörum. Nú styttist í að nýi iPhone síminn verður settur á markað kemur það og þetta til að að hafa áhrif á sölu nýja Samsung símans? „Það er ómögulegt að segja. Það verður bara að koma í ljós, ég ætla ekki að reyna að gerast spámaður í þessum málum,“ segir Sveinn.
Tengdar fréttir Samsung stöðvar sölu á Galaxy Note 7 Fréttir hafi borist bæði frá Bandaríkjunum og Suður-Kóreu um að síminn hafi sprungið á meðan á hleðslu stendur eða að henni lokinni. 2. september 2016 08:36 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Fleiri fréttir Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sjá meira
Samsung stöðvar sölu á Galaxy Note 7 Fréttir hafi borist bæði frá Bandaríkjunum og Suður-Kóreu um að síminn hafi sprungið á meðan á hleðslu stendur eða að henni lokinni. 2. september 2016 08:36