Innköllun Samsung hefur lítil áhrif hér á Íslandi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. september 2016 19:30 Innköllun farsímaframleiðandans Samsung á nýja Galaxy Note 7 símanum hefur lítil sem engin áhrif hér á landi. Dæmi eru um að nýjasta útgáfan hafi sprungið á meðan hann var í hleðslu eða eftir hana. Tímasetningin á innköllun Samsung á nýja símanum er afar óheppileg því í næstu viku mun helsti keppinautur, Apple, kynna nýjustu útgáfuna af iPhone snjallsímanum. Fréttir bárust af því að gengi hlutabréfa Samsung hefði fallið eftir að útgáfa nýja símans tafðist, sem þá voru óútskýrðar. Innan dags í gær féllu bréfin um 3,5%, en við lok viðskipta hafði gengið lækkað um 2,0%. „Öryggi viðskiptavina okkar er í algjörum forgangi. Því höfum við ákveðið að stöðva sölu á Galaxy 7og bjóða öllum viðskiptavinum ný símtæki í skiptum fyrir þau sem þeir keyptu sama hvenær það var. Ég biðst enn og aftur afsökunar á þeim óþægindum sem tryggir viðskiptavinir okkar kunna að hafa orðið fyrir,“ segir Koh Dong-jin, forstjóri Samsung. BBC greindi frá því í dag að fréttir hafi borist bæði frá Bandaríkjunum og Suður-Kóreu að síminn hafi sprungið á meðan á hleðslu stendur eða að henni lokinni, og þá hafa notendur YouTube sett inn myndbönd þar sem sést hvar nýi síminn er með brunninni gúmmískel og ónýtum skjá og í myndböndunum lýsa þeir lýsir reynslu sinni.Í tilkynningu frá Samsung segir að um tvær vikur muni taka að undirbúa ný tæki á meðan frekari öryggisprófanir verði gerðar. Nýi síminn er flaggskip farsímarisans og fór í sölu í Bandaríkjunum og Suður-Kóreu um miðjan ágúst síðast liðinn. Síminn kemur til með að koma til sölu hér á Íslandi í næstu viku og því hefur innköllunin ekki mikil áhrif hér á landi. „Síminn er ekki farinn í sölu hér á Íslandi frekar en á Norðurlöndunum eða í Evrópu þannig að neytendur hér heima munu fyrst og fremst finna fyrir því að síminn kemur seinna á markað en ella þannig að þetta er ekki eiginleg innköllun hér heima,“ segir Sveinn Tryggvason, framkvæmdastjóri hjá Tæknivörum. Nú styttist í að nýi iPhone síminn verður settur á markað kemur það og þetta til að að hafa áhrif á sölu nýja Samsung símans? „Það er ómögulegt að segja. Það verður bara að koma í ljós, ég ætla ekki að reyna að gerast spámaður í þessum málum,“ segir Sveinn. Tengdar fréttir Samsung stöðvar sölu á Galaxy Note 7 Fréttir hafi borist bæði frá Bandaríkjunum og Suður-Kóreu um að síminn hafi sprungið á meðan á hleðslu stendur eða að henni lokinni. 2. september 2016 08:36 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira
Innköllun farsímaframleiðandans Samsung á nýja Galaxy Note 7 símanum hefur lítil sem engin áhrif hér á landi. Dæmi eru um að nýjasta útgáfan hafi sprungið á meðan hann var í hleðslu eða eftir hana. Tímasetningin á innköllun Samsung á nýja símanum er afar óheppileg því í næstu viku mun helsti keppinautur, Apple, kynna nýjustu útgáfuna af iPhone snjallsímanum. Fréttir bárust af því að gengi hlutabréfa Samsung hefði fallið eftir að útgáfa nýja símans tafðist, sem þá voru óútskýrðar. Innan dags í gær féllu bréfin um 3,5%, en við lok viðskipta hafði gengið lækkað um 2,0%. „Öryggi viðskiptavina okkar er í algjörum forgangi. Því höfum við ákveðið að stöðva sölu á Galaxy 7og bjóða öllum viðskiptavinum ný símtæki í skiptum fyrir þau sem þeir keyptu sama hvenær það var. Ég biðst enn og aftur afsökunar á þeim óþægindum sem tryggir viðskiptavinir okkar kunna að hafa orðið fyrir,“ segir Koh Dong-jin, forstjóri Samsung. BBC greindi frá því í dag að fréttir hafi borist bæði frá Bandaríkjunum og Suður-Kóreu að síminn hafi sprungið á meðan á hleðslu stendur eða að henni lokinni, og þá hafa notendur YouTube sett inn myndbönd þar sem sést hvar nýi síminn er með brunninni gúmmískel og ónýtum skjá og í myndböndunum lýsa þeir lýsir reynslu sinni.Í tilkynningu frá Samsung segir að um tvær vikur muni taka að undirbúa ný tæki á meðan frekari öryggisprófanir verði gerðar. Nýi síminn er flaggskip farsímarisans og fór í sölu í Bandaríkjunum og Suður-Kóreu um miðjan ágúst síðast liðinn. Síminn kemur til með að koma til sölu hér á Íslandi í næstu viku og því hefur innköllunin ekki mikil áhrif hér á landi. „Síminn er ekki farinn í sölu hér á Íslandi frekar en á Norðurlöndunum eða í Evrópu þannig að neytendur hér heima munu fyrst og fremst finna fyrir því að síminn kemur seinna á markað en ella þannig að þetta er ekki eiginleg innköllun hér heima,“ segir Sveinn Tryggvason, framkvæmdastjóri hjá Tæknivörum. Nú styttist í að nýi iPhone síminn verður settur á markað kemur það og þetta til að að hafa áhrif á sölu nýja Samsung símans? „Það er ómögulegt að segja. Það verður bara að koma í ljós, ég ætla ekki að reyna að gerast spámaður í þessum málum,“ segir Sveinn.
Tengdar fréttir Samsung stöðvar sölu á Galaxy Note 7 Fréttir hafi borist bæði frá Bandaríkjunum og Suður-Kóreu um að síminn hafi sprungið á meðan á hleðslu stendur eða að henni lokinni. 2. september 2016 08:36 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira
Samsung stöðvar sölu á Galaxy Note 7 Fréttir hafi borist bæði frá Bandaríkjunum og Suður-Kóreu um að síminn hafi sprungið á meðan á hleðslu stendur eða að henni lokinni. 2. september 2016 08:36