Ferrari smíðar einn LaFerrari enn til styrktar fórnarlömbum jarðskjálftans Finnur Thorlacius skrifar 1. september 2016 09:13 Ferrari LaFerrari. Ferrari smíðaði allt til ársins 2015 ein 499 eintök af ofurbílnum LaFerrari og ekki stóð til að fjölga þeim. Forstjóra ítalska sportbílaframleiðandans, Sergio Marchionne, er þó fátt mannlegt óviðkomandi og hefur hann ákveðið að smíða eitt eintak af bílnum enn og bjóða hann upp til styrktar fórnarlömbum jarðskjálftanna sem riðið hafa yfir Ítalíu nýverið. Bíllinn verður boðinn upp og allt eins má búast við að þetta fimm hundraðasta eintak seljist á meira en þá 1,3 milljón dollara sem hin eintök bílsins kostuðu. Því gætu safnast hátt í 200 milljónir króna til styrktar fórnarlömbunum á jarðskjálftasvæðinu ef vel verður í boðið. Ferrari LaFerrari er enginn venjulegur sportbíll því hann er með 949 hestafla drifrás sem samanstendur af V12 brunavél og öflugum rafmótorum. Fyrir vikið er þessi bíll einn hraðasti bíll sögunnar og öll eintökin sem til eru af honum teljast söfnunareintök sem eiga jafnvel eftir að hækka í verði með árunum. Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Rútur skullu saman á Hellu Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent
Ferrari smíðaði allt til ársins 2015 ein 499 eintök af ofurbílnum LaFerrari og ekki stóð til að fjölga þeim. Forstjóra ítalska sportbílaframleiðandans, Sergio Marchionne, er þó fátt mannlegt óviðkomandi og hefur hann ákveðið að smíða eitt eintak af bílnum enn og bjóða hann upp til styrktar fórnarlömbum jarðskjálftanna sem riðið hafa yfir Ítalíu nýverið. Bíllinn verður boðinn upp og allt eins má búast við að þetta fimm hundraðasta eintak seljist á meira en þá 1,3 milljón dollara sem hin eintök bílsins kostuðu. Því gætu safnast hátt í 200 milljónir króna til styrktar fórnarlömbunum á jarðskjálftasvæðinu ef vel verður í boðið. Ferrari LaFerrari er enginn venjulegur sportbíll því hann er með 949 hestafla drifrás sem samanstendur af V12 brunavél og öflugum rafmótorum. Fyrir vikið er þessi bíll einn hraðasti bíll sögunnar og öll eintökin sem til eru af honum teljast söfnunareintök sem eiga jafnvel eftir að hækka í verði með árunum.
Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Rútur skullu saman á Hellu Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent