Heiða Rún vekur athygli á tískuvikunni í London Ritstjórn skrifar 19. september 2016 22:30 Glamour/Getty Leikkonan Heiða Rún Sigurðardóttir, eða Heida Reed eins og hún er þekkt í Bretlandi, vakti athygli er hún sótti tískuvikuna í London um helgina. Heiða leikur eitt aðalhlutverkana í sjónvarpsþáttunum bresku Poldark og hefur náð ákveðnum stjörnustatus þar í landi. Breska pressan hrósar henni hástert fyrir smekklegt fataval á tískuvikunni en hún sat á fremsta bekk á sýningu Antonio Berardi klædd í hvíta buxnadragt frá merkinu. Síðar um daginn var hún aftur mætt á sýningu Roksöndu og þá í dökkbláum fallegum kjól eftir hönnuðinn. Flott og smekkleg, og okkur finnst ekkert skrýtið að Heiða sé að vekja athygli enda stórglæsileg og hæfileikarík leikkona. Á sýningu Antonio Berardi.Í fallegum kjól eftir Roksanda.Flottur fremsti bekkur. Glamour Tíska Mest lesið Vogue tekur myndir á Seyðisfirði Glamour Fræg tískumóment Grammy-verðlaunanna Glamour Bannaði Lancôme að nota Photoshop Glamour Sendir öflug skilaboð með útsaumi Glamour Kom klædd eins og Carrie Bradshaw Glamour Óskarinn 2016: Verst klædd á rauða dreglinum Glamour Dúnúlpan: ein mikilvægasta flík vetrarins Glamour NYX opnar snyrtivöruverslun á Íslandi Glamour Inga leiðir byltingu í tískuheiminum Glamour Rauði liturinn vinsæll á rauða dreglinum Glamour
Leikkonan Heiða Rún Sigurðardóttir, eða Heida Reed eins og hún er þekkt í Bretlandi, vakti athygli er hún sótti tískuvikuna í London um helgina. Heiða leikur eitt aðalhlutverkana í sjónvarpsþáttunum bresku Poldark og hefur náð ákveðnum stjörnustatus þar í landi. Breska pressan hrósar henni hástert fyrir smekklegt fataval á tískuvikunni en hún sat á fremsta bekk á sýningu Antonio Berardi klædd í hvíta buxnadragt frá merkinu. Síðar um daginn var hún aftur mætt á sýningu Roksöndu og þá í dökkbláum fallegum kjól eftir hönnuðinn. Flott og smekkleg, og okkur finnst ekkert skrýtið að Heiða sé að vekja athygli enda stórglæsileg og hæfileikarík leikkona. Á sýningu Antonio Berardi.Í fallegum kjól eftir Roksanda.Flottur fremsti bekkur.
Glamour Tíska Mest lesið Vogue tekur myndir á Seyðisfirði Glamour Fræg tískumóment Grammy-verðlaunanna Glamour Bannaði Lancôme að nota Photoshop Glamour Sendir öflug skilaboð með útsaumi Glamour Kom klædd eins og Carrie Bradshaw Glamour Óskarinn 2016: Verst klædd á rauða dreglinum Glamour Dúnúlpan: ein mikilvægasta flík vetrarins Glamour NYX opnar snyrtivöruverslun á Íslandi Glamour Inga leiðir byltingu í tískuheiminum Glamour Rauði liturinn vinsæll á rauða dreglinum Glamour