Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, vill framlengja herferð landsins gegn fíkniefnasölum í landinu um hálft ár.
Duterte sagði á fréttamannafundi í gær að hann hafi ekki gert sér grein fyrir umfangi vandamálsins áður en hann varð forseti.
Hann hét því þegar hann varð forseti að hann ætlaði að láta drepa fíkniefnasala og annan glæpalýð án dóms og laga. Þetta hafði hann gert óhikað í borgarstjóratíð sinni, en hann var borgarstjóri í Davao áratugum saman áður en hann varð forseti.
„Jafnvel þó ég myndi vilja þá get ég ekki drepið þá alla,“ sagði Duterte og vísaði þar til lista frá lögreglu landsins með háttsettum embættismönnum sem hafa verið bendlaðir við fíkniefnaviðskipti í landinu.
Um þrjú þúsund manns hafa verið drepnir í herferð Duterte frá því að hann var kjörinn forseti í maí. Talsmenn lögreglu segja hana hafa drepið 1.100 þeirra á meðan hinir hafa verið drepnir af óþekktum sveitum manna.
Talsmenn Sameinuðu þjóðanna, Bandaríkjastjórnar og Evrópusambandsins hafa allir fordæmt herferð Duterte.
Duterte segist ekki geta drepið alla

Tengdar fréttir

Minnst 1.900 drepnir í átaki gegn fíkniefnum
Það samsvarar því að um 36 hafi verið drepnir á hverjum degi frá því Duterte varð forseti í Filippseyjum.

Lögreglan hefur drepið hundruð í Filippseyjum
Um 600 fíkniefnasalar og neytendur hafa verið drepnir án dóms og laga í átaki forsetalandsins gegn fíkniefnum.

Duterte sagður hafa fyrirskipað morð á andstæðingum sínum
Um þúsund manns voru myrtir á 25 árum þegar Rodrigo Duterte var borgarstjóri Davao.

Hefur drepið þúsundir
Rodrigo Duterte hefur verið forseti Filippseyja frá því í júní. Í herferð sinni gegn fíkniefnum og glæpum hefur hann látið drepa meira en þrjú þúsund manns.

Kallaði Obama hóruson
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, varaði Obama við því að gagnrýni sig fyrir mannréttindabrot.