Vopnahléið hangir á bláþræði Samúel Karl Ólason skrifar 19. september 2016 13:30 Úr Aleppo. Vísir/AFP Vopnahlé Bandaríkjanna og Rússlands í Sýrlandi hangir á bláþræði. Talsmaður uppreisnarmanna sagði fyrr í dag að vopnahléið væri svo gott sem búið og gaf í skyn að uppreisnarhópar hefðu hafið undirbúning fyrir átök að nýju. Vopnahléið var sett á fyrir viku síðan og hefur víða verið rofið, þó það hafi haldið að mestu. Nú um helgina gerðu Bandaríkjamenn loftárásir gegn liðsmönnum stjórnarhers Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, og felldu minnst 60 hermenn. Þeir segja árásirnar hafa verið gerðar fyrir misskilning og markmiðið hafi verið að ráðast á vígamenn Íslamska ríkisins. Þá voru gerðar loftárásir á borgina Aleppo í morgun og er það í fyrsta sinn frá því að vopnahléið var sett á. Enn hefur ekki tekist að koma neyðaraðstoð til íbúa austurhluta Aleppo þar sem uppreisnarmenn ráða ríkjum, en stjórnarherinn hefur setið um borgina í marga mánuði. Ekki hefur tekist að tryggja öryggi hjálparstarfsmanna á svæðinu.Ásakanir ganga á víxl Bandaríkin segja Rússa ekki hafa náð stjórn á stjórnarhermönnum á svæðinu og Rússar saka Bandaríkin um að ná ekki stjórn á uppreisnarhópum. Einn liður í samkomulaginu um vopnahlé fól í sér að Bandaríkin og Rússlands hæfu sameiginlegar aðgerðir gegn ISIS og Jabhat Fateh al-Sham, áður Nusra Front og deildar al-Qaeda í Sýrlandi. Hófsömum uppreisnarhópum var gert að slíta sig frá JFS en það virðist ekki hafa gerst. Háttsettur meðlimur rússneska hersins sagði TASS, sem rekin er af rússneska ríkinu, að það væri tilgangslaust fyrir stjórnarherinn að fylgja vopnahléinu á meðan uppreisnarhópar gerðu það ekki. Átökin í Sýrlandi eru gífurlega flókin þar sem fjölmargir hópar berjast sín á milli og í mismunandi bandalögum. Óöldin í Sýrlandi hefur staðið yfir í rúm fimm ár. Sameinuðu þjóðirnar héldu því fram í apríl að minnst 400 þúsund manns hefðu látið lífið, en þeir eru hættir að halda utan um þær tölur þar sem erfiðlega hefur gengið að sannreyna heimildir þeirra.Syrian ceasefire on brink of collapse pic.twitter.com/EuEvRCAtNi— AFP news agency (@AFP) September 19, 2016 Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Tortryggnir á vopnahléið Vikulangt vopnahlé tók gildi í gærkvöld í Sýrlandi. Uppreisnarmenn óttast að Assad forseti noti tækifærið til árása. Hjálparsamtök vilja nýta tímann. 13. september 2016 07:00 Hjálpargögn hafa enn ekki borist stríðhrjáðum íbúum Aleppo Fjöldi flutningabíla með matvæli fyrir íbúa Aleppo í Sýrlandi hafa beðið við landamæri Tyrklands frá því á þriðjudag. 18. september 2016 12:30 Enn barist í Sýrlandi þrátt fyrir vopnahlé Yfir hundrað manns hafa látist í sprengjuárásum í Sýrlandi í dag. 11. september 2016 22:42 Erfiðlega gengur að koma neyðarhjálp til Aleppo Hvorki stjórnarher Sýrlands né uppreisnarmenn hafa hörfað frá vegi sem er mikilvægur birgðaflutningum til íbúa borgarinnar. 15. september 2016 14:33 Vopnahléið hélt fyrstu nóttina Íbúar í Aleppo segjas nóttina hafa verið rólega og eftirlitsaðilar segja að engir borgarar hafi látið lífið. 13. september 2016 08:47 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Vopnahlé Bandaríkjanna og Rússlands í Sýrlandi hangir á bláþræði. Talsmaður uppreisnarmanna sagði fyrr í dag að vopnahléið væri svo gott sem búið og gaf í skyn að uppreisnarhópar hefðu hafið undirbúning fyrir átök að nýju. Vopnahléið var sett á fyrir viku síðan og hefur víða verið rofið, þó það hafi haldið að mestu. Nú um helgina gerðu Bandaríkjamenn loftárásir gegn liðsmönnum stjórnarhers Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, og felldu minnst 60 hermenn. Þeir segja árásirnar hafa verið gerðar fyrir misskilning og markmiðið hafi verið að ráðast á vígamenn Íslamska ríkisins. Þá voru gerðar loftárásir á borgina Aleppo í morgun og er það í fyrsta sinn frá því að vopnahléið var sett á. Enn hefur ekki tekist að koma neyðaraðstoð til íbúa austurhluta Aleppo þar sem uppreisnarmenn ráða ríkjum, en stjórnarherinn hefur setið um borgina í marga mánuði. Ekki hefur tekist að tryggja öryggi hjálparstarfsmanna á svæðinu.Ásakanir ganga á víxl Bandaríkin segja Rússa ekki hafa náð stjórn á stjórnarhermönnum á svæðinu og Rússar saka Bandaríkin um að ná ekki stjórn á uppreisnarhópum. Einn liður í samkomulaginu um vopnahlé fól í sér að Bandaríkin og Rússlands hæfu sameiginlegar aðgerðir gegn ISIS og Jabhat Fateh al-Sham, áður Nusra Front og deildar al-Qaeda í Sýrlandi. Hófsömum uppreisnarhópum var gert að slíta sig frá JFS en það virðist ekki hafa gerst. Háttsettur meðlimur rússneska hersins sagði TASS, sem rekin er af rússneska ríkinu, að það væri tilgangslaust fyrir stjórnarherinn að fylgja vopnahléinu á meðan uppreisnarhópar gerðu það ekki. Átökin í Sýrlandi eru gífurlega flókin þar sem fjölmargir hópar berjast sín á milli og í mismunandi bandalögum. Óöldin í Sýrlandi hefur staðið yfir í rúm fimm ár. Sameinuðu þjóðirnar héldu því fram í apríl að minnst 400 þúsund manns hefðu látið lífið, en þeir eru hættir að halda utan um þær tölur þar sem erfiðlega hefur gengið að sannreyna heimildir þeirra.Syrian ceasefire on brink of collapse pic.twitter.com/EuEvRCAtNi— AFP news agency (@AFP) September 19, 2016
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Tortryggnir á vopnahléið Vikulangt vopnahlé tók gildi í gærkvöld í Sýrlandi. Uppreisnarmenn óttast að Assad forseti noti tækifærið til árása. Hjálparsamtök vilja nýta tímann. 13. september 2016 07:00 Hjálpargögn hafa enn ekki borist stríðhrjáðum íbúum Aleppo Fjöldi flutningabíla með matvæli fyrir íbúa Aleppo í Sýrlandi hafa beðið við landamæri Tyrklands frá því á þriðjudag. 18. september 2016 12:30 Enn barist í Sýrlandi þrátt fyrir vopnahlé Yfir hundrað manns hafa látist í sprengjuárásum í Sýrlandi í dag. 11. september 2016 22:42 Erfiðlega gengur að koma neyðarhjálp til Aleppo Hvorki stjórnarher Sýrlands né uppreisnarmenn hafa hörfað frá vegi sem er mikilvægur birgðaflutningum til íbúa borgarinnar. 15. september 2016 14:33 Vopnahléið hélt fyrstu nóttina Íbúar í Aleppo segjas nóttina hafa verið rólega og eftirlitsaðilar segja að engir borgarar hafi látið lífið. 13. september 2016 08:47 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Tortryggnir á vopnahléið Vikulangt vopnahlé tók gildi í gærkvöld í Sýrlandi. Uppreisnarmenn óttast að Assad forseti noti tækifærið til árása. Hjálparsamtök vilja nýta tímann. 13. september 2016 07:00
Hjálpargögn hafa enn ekki borist stríðhrjáðum íbúum Aleppo Fjöldi flutningabíla með matvæli fyrir íbúa Aleppo í Sýrlandi hafa beðið við landamæri Tyrklands frá því á þriðjudag. 18. september 2016 12:30
Enn barist í Sýrlandi þrátt fyrir vopnahlé Yfir hundrað manns hafa látist í sprengjuárásum í Sýrlandi í dag. 11. september 2016 22:42
Erfiðlega gengur að koma neyðarhjálp til Aleppo Hvorki stjórnarher Sýrlands né uppreisnarmenn hafa hörfað frá vegi sem er mikilvægur birgðaflutningum til íbúa borgarinnar. 15. september 2016 14:33
Vopnahléið hélt fyrstu nóttina Íbúar í Aleppo segjas nóttina hafa verið rólega og eftirlitsaðilar segja að engir borgarar hafi látið lífið. 13. september 2016 08:47