Milljón lítra olíuleki í Alabama Finnur Thorlacius skrifar 19. september 2016 10:29 Hér sést hvernig brún olíuslikja liggur ofan á á læk þessum í Alabama. Leki í olíuleiðsla í Alabama í Bandaríkjunum varð til þess að 1.000.000 lítrar af olíu láku út í náttúruna með tilheyrandi náttúrspjöllum. Yfirvöld í Alabama fullyrða þó að almenningi stafi engin hætta af lekanum og engar ferksvatnlindir muni spillast vegna hans. Miklar hreinsunaraðgerðir eru hafnar og koma margir að þeim. Vinnsla á olíu hefur verið stöðvuð um að minnsta kosti viku á þeim vinnslustað sem lekinn kom frá. Ein af áhrifum þessa leka eru þau að verð á bensíni mun hækka um 5 til 10 bandarísk sent í nærliggjandi ríkjum, þ.e. í Georgíu, Tennessee, Norður og Suður-Karolínu, sem og í Alabama. Leiðslan sem sprakk liggur á milli Houston í Texas og til N-Karolínu og er mjög mikilvæg fyrir birgðahald á austurströnd Bandaríkjanna. Vegna lekans þarf nú að sinna birgðaöflun með skipaflutningum til austurstrandarinnar með tilhyerandi auknum kostnaði, sem skýrir út þá hækkun sem búist er við að verði á bensíni í ofantöldum ríkjum. Lekinn á þessari leiðslu nú er sá mesti sem orðið hefur frá árinu 1996. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent
Leki í olíuleiðsla í Alabama í Bandaríkjunum varð til þess að 1.000.000 lítrar af olíu láku út í náttúruna með tilheyrandi náttúrspjöllum. Yfirvöld í Alabama fullyrða þó að almenningi stafi engin hætta af lekanum og engar ferksvatnlindir muni spillast vegna hans. Miklar hreinsunaraðgerðir eru hafnar og koma margir að þeim. Vinnsla á olíu hefur verið stöðvuð um að minnsta kosti viku á þeim vinnslustað sem lekinn kom frá. Ein af áhrifum þessa leka eru þau að verð á bensíni mun hækka um 5 til 10 bandarísk sent í nærliggjandi ríkjum, þ.e. í Georgíu, Tennessee, Norður og Suður-Karolínu, sem og í Alabama. Leiðslan sem sprakk liggur á milli Houston í Texas og til N-Karolínu og er mjög mikilvæg fyrir birgðahald á austurströnd Bandaríkjanna. Vegna lekans þarf nú að sinna birgðaöflun með skipaflutningum til austurstrandarinnar með tilhyerandi auknum kostnaði, sem skýrir út þá hækkun sem búist er við að verði á bensíni í ofantöldum ríkjum. Lekinn á þessari leiðslu nú er sá mesti sem orðið hefur frá árinu 1996.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent