Girnilegt haust frá Geysi Ritstjórn skrifar 17. september 2016 10:30 Það er óhætt að segja að notaleg hauststemming hafi svifið yfir Iðnó í gærkvöldi þegar Geysir frumsýndi nýja haust-og vetrarlínu merkisins. Geysir ákvað að fara að fordæmi annarra stórra tískuhúsa út í heimi og sýna vörur sem hægt er að nálgast í búðunum strax í dag. Sniðugt! Eins og við var að búast voru girnilegar prjónaflíkur í lykilhlutverki hjá Ernu Einarsdóttur, yfirhönnuði Geysis. Litapallettan voru jarðlitir á borð við gráan og brúnan en inn í það blandaðist myntugrænn og gulur sem setti skemmtilegan svip á sýninguna í heild. Plíseruðu pilsin voru á sínum stað og kjóll líka en það eru flíkur sem hægt er að klæða upp og niður að vild. Það sem heillaði ritstjórn Glamour sérstaklega voru buxur úr ullarefni - góðar fyrir veturinn. Einnig ber að minnast á treflana, stórir og girnilegir! Til að súmmera þetta upp er hér á ferðinni vel heppnuð og klæðileg fatalína frá Geysi þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Hörður Sveinsson tók myndirnar. Fallegt prjónasett.Ullarsjalið er heitasti fylgihlutirinn - í bókstaflegri merkingu.Þennan kjól má nota bæði hversdags og fín - skemmtileg flík.Myntugræni liturinn var hressandi.Þessar buxur heilluðu sérstaklega ristjórn Glamour.Skemmtilega samsetning í bæði litum og efnum.Prjónakjóll í fallegu munstri.Erna umvafin fyrirsætunum í lok sýningar. Myndir/Hörður Sveinsson Glamour Tíska Mest lesið „Fúskarinn er andlegur róni en þrátt fyrir það gæti hann gerst andlegur leiðtogi“ Glamour Hillary Clinton afslöppuð er hún kom fram í annað sinn síðan í forsetakosningunum Glamour Fimmta Vogue-forsíða Cara Delevnigne Glamour Rómantískt sumar í vændum hjá Burberry Glamour Highlighter frá Pat McGrath? Glamour Febrúarblað Glamour er komið út Glamour Harry Bretaprins sagður vera byrjaður með Suits stjörnu Glamour Hinn 13 ára Romeo Beckham auglýsir Burberry Glamour Alexander McQueen herferð tekin á Íslandi Glamour Airwaves: Síðir frakkar og bros á vör Glamour
Það er óhætt að segja að notaleg hauststemming hafi svifið yfir Iðnó í gærkvöldi þegar Geysir frumsýndi nýja haust-og vetrarlínu merkisins. Geysir ákvað að fara að fordæmi annarra stórra tískuhúsa út í heimi og sýna vörur sem hægt er að nálgast í búðunum strax í dag. Sniðugt! Eins og við var að búast voru girnilegar prjónaflíkur í lykilhlutverki hjá Ernu Einarsdóttur, yfirhönnuði Geysis. Litapallettan voru jarðlitir á borð við gráan og brúnan en inn í það blandaðist myntugrænn og gulur sem setti skemmtilegan svip á sýninguna í heild. Plíseruðu pilsin voru á sínum stað og kjóll líka en það eru flíkur sem hægt er að klæða upp og niður að vild. Það sem heillaði ritstjórn Glamour sérstaklega voru buxur úr ullarefni - góðar fyrir veturinn. Einnig ber að minnast á treflana, stórir og girnilegir! Til að súmmera þetta upp er hér á ferðinni vel heppnuð og klæðileg fatalína frá Geysi þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Hörður Sveinsson tók myndirnar. Fallegt prjónasett.Ullarsjalið er heitasti fylgihlutirinn - í bókstaflegri merkingu.Þennan kjól má nota bæði hversdags og fín - skemmtileg flík.Myntugræni liturinn var hressandi.Þessar buxur heilluðu sérstaklega ristjórn Glamour.Skemmtilega samsetning í bæði litum og efnum.Prjónakjóll í fallegu munstri.Erna umvafin fyrirsætunum í lok sýningar. Myndir/Hörður Sveinsson
Glamour Tíska Mest lesið „Fúskarinn er andlegur róni en þrátt fyrir það gæti hann gerst andlegur leiðtogi“ Glamour Hillary Clinton afslöppuð er hún kom fram í annað sinn síðan í forsetakosningunum Glamour Fimmta Vogue-forsíða Cara Delevnigne Glamour Rómantískt sumar í vændum hjá Burberry Glamour Highlighter frá Pat McGrath? Glamour Febrúarblað Glamour er komið út Glamour Harry Bretaprins sagður vera byrjaður með Suits stjörnu Glamour Hinn 13 ára Romeo Beckham auglýsir Burberry Glamour Alexander McQueen herferð tekin á Íslandi Glamour Airwaves: Síðir frakkar og bros á vör Glamour