Baksviðs með Sigur Rós: „Stay the fuck out of the way“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 17. september 2016 09:45 Georg, Jónsi og Orri á sviðinu í Hollandi. vísir/getty Ég stend við öryggisgirðingarnar og gjóa öðru auganu í átt að öryggisverðinum. Allt í kringum mig er fólk sem vökvar sig með Heineken og andar að sér tóbaki. Eða grasi. Eða báðu. Aðrir háma í sig kolvetnisríka fæðu, einhvers lags afsökun fyrir hamborgara ella frönskum sem ekki sést í fyrir hrúgu af majónesi. Skyndilega ganga framhjá öryggisverðinum mennirnir tveir sem ég hafði beðið eftir. Þeir eru augljóslega Íslendingar enda einu mennirnir, að höfundi undanskildum, sem eru íklæddir dökkri langermapeysu. „Ert þú Jóhann?“ spyr annar mannanna. Þegar þeirri spurningu er svarað játandi dregur spyrjandinn tvö plastarmbönd upp úr vasanum og réttir á blaðamanni. Armböndin tvö veita aðgang baksvið á Alpha-tjaldinu á Lowlands-hátíðinni. Tjaldið er á stærð við fótboltavöll og nógu stór til að hátt í 20.000 manns geta rúmast þar. Hátíðin sjálf fer fram árlega skammt frá hollenska sveitaþorpinu Biddinghuizen, í um klukkutíma frá höfuðborginni Amsterdam. Við hlið hátíðarsvæðisins er stór skemmtigarður en bílastæði garðsins eru þessa helgi undirlögð fyrir hátíðargesti. Hátíðin spannar helgi og koma um 130 listamenn fram. Í þeim hópi var íslenska sveitin Sigur Rós. Þegar hér var komið við sögu var farið að sjá í annan endann á Evrópuferð Sigur Rósar. Reisan hófst á Primavera-hátíðinni í Barcelona í byrjun júní og að Lowlands lokinni voru aðeins tveir tónleikar eftir. Þeir fyrri í Zürich en hinir síðari í París.„Stay the fuck out of the way“ „Ef þið ætlið að horfa á tónleikana verðið þið að fara til vinstri,“ segir öryggisvörður við okkur þar sem við færum okkur baksviðs. Maðurinn sem vopnaði mig armböndunum útskýrir að við séum með Sigur Rós og hópnum var hleypt í gegn. Sá heitir Silli Geirdal og er oftar en ekki nefndur í sömu andrá og metalsveitin Dimma enda bassaleikari sveitarinnar. Á túrum Sigur Rósar um heiminn er hann hins vegar umsjónarmaður hljóðfæra. Hinn Íslendingurinn er hljóðmaðurinn Ingvar Jónsson. „Hello Jóhann. Stay the fuck out of the way,“ segir lágvaxinn maður í kvartbuxum þegar Silli tilkynnir honum að ég muni fylgjast með. Vera fluga á vegg svo að segja. Rétt rúmur klukkutími er í að tónleikar Sigur Rósar hefjist og starfsmenn sveitarinnar, alls 22 talsins, þurfi að standsetja allt fyrir tónleikana. Að Íslendingunum tveimur undanskildum er útgerð Sigur Rósar bresk eða frá löndum sem áður heyrðu undir breska heimsveldið. Meðan þess er beðið að hollenska sveitin De Staat ljúki sér af gefst tími til að ræða um hvernig lífið sé í hljómsveitarrútunni. „Það er nú minna um það að við séum í rútunni. Túrinn núna er mestmegnis flugtúr. Þú klárar eina tónleika, nærð nokkurra tíma svefni og svo er ræs til að fara út á flugvöll til að komast á næstu tónleika,“ segir Silli og bætir við að hann kunni betur við rútuna. „Þá hopparðu bara upp í bíl og lest bók eða horfir á mynd. Flugvöllum fylgir endalaus bið.“Sjónarhorn Silla Geirdal af tónleikunum.mynd/silliiUnnið myrkranna á milli á tónleikadegi Vinnudagur Ingvars og Silla er langur. Þrátt fyrir að hljómsveitin sjálf stígi á svið skömmu eftir kvöldmatartíma þá mæta þeir á tónleikastað klukkan fimm að morgni til að mæla allt út og gera allt tilbúið. Þegar því er lokið tekur við bið þar til stutt er í tónleikarnir hefjist. „Hvaða bíll fylgir ykkur?“ spyr undirritaður og bendir á þrjá flutningabíla sem lagt hefur verið við ramp baksviðs. Silli hallar undir flatt, glottir út í annað og svarar að allir bílarnir þrír fylgi sveitinni. Í raun eru það sex flutningabílar sem sjá um það að ferja búnað, sem dugar fyrir tvo túra, milli staða. Á meðan helmingur bílanna er staddur á tónleikastað ekur hinn hluti hersingarinnar á næsta tónleikastað. Vegalengdirnar á milli tónleikastaða geta verið slíkar að ómögulegt væri að láta dæmið ganga upp nema að hafa tvo túra á flakki. De Staat lýkur sér af og meðlimir ganga af sviðinu. Hollenskir rótarar stökkva af stað til að fjarlægja hljóðfæri, snúrur og magnara af sviðinu. Samtímis skáskjóta starfsmenn Sigur Rósar, með rödd hvers annars í öryggisvarðareyranu, þeirra græjum inn á sviðið. Þeir hafa fimmtíu mínútur til að standsetja allt en það þykir nokkuð rúmt. Hróp, köll og bendingar ganga manna á milli. Skyndilega stoppa allir til að hlæja. Einhver hefur sagt brandara í labbrabbkerfið. „Ég er tilbúinn. Eruð þið til?“ heyrist skyndilega í litlum hátalara sem stendur á borðinu fyrir framan mig. Röddin tilheyrir Ingvari sem komið hefur sér fyrir við hljóðmannsborðið úti í sal. Líkt og engispretta sprettur Silli af stað og byrjar að berja húðir eða slá á strengi hinna ýmsu hljóðfæra. „Bassatromman, flott. Áttu smá hi-hat fyrir mig? Flott. Förum í bassann hans Gogga. Gott, gott. Bassasynthinn næst. Skrítið, af hverju gerir hann þetta?“ Í um mínútu leita hlutaðeigandi að því hvað gæti verið að þar til aftur heyrist í Ingvari. „Já, ég skil. Þetta er komið strákar.“ Frá því að fyrsti rótari brunaði inn á sviðið og þar til allt var tilbúið leið rétt rúmur hálftími. „Ég held þú ættir að fylgjast með tónleikunum með Ingvari. Þá sérðu allt frá besta stað,“ segir Silli. Sjálfur er hann ávallt í startholunum baksviðs ef eitthvað skyldi koma upp á. „Ég byrjaði að túra með Sigur Rós um miðjan síðasta áratug. Ég held ég hafi aldrei séð tónleikana þeirra.“„Húh!“ Sjónarhorn Ingvars er allt annað, beint á sviðið á besta stað. Allt í kringum okkur eru áhorfendur byrjaðir að þyrpast að girðingunum. A-svæðið er orðið fullt og B-svæðið er óðum að fyllast. Meðan beðið er eftir Jónsa, Georgi og Orra rétta nokkrir áhorfendur hendurnar upp í loftið. Fæti er stappað í tvígang í gólfið og höndunum klappað saman. Því fylgir að sjálfsögðu „Húh!“. „Ég held að frá Evrópumótinu þá hafi áhorfendur tekið þetta blessaða víkingaklapp fyrir hverja einustu tónleika,“ segir Ingvar og hlær. Framganga karlaliðsins í knattspyrnu, sem og íslenskra aðdáenda, virðist ekki hafa farið fram hjá tónlistarunnendum. „Það var smá bras sem fylgdi því meðan mótið var í gangi. Stundum þurfti að finna bar sem sýndi leikinn og svo kom það fyrir að hljómsveitin var að spila á sama tíma og liðið. Þá fylgdist enginn með stöðunni eða talaði um leikinn fyrr en hægt var að horfa á hann.“ Skyndilega slokknuðu ljósin í tjaldinu og íslenska tríóið steig á svið. Einkennandi, dulúðlegur kraftur tónlistar Jónsa, Gogga og Orra, flæðir um tjaldið. Áhorfendur dansa lítið heldur standa aðeins og láta tónlistina leiða sig áfram. Þegar yfir lauk höfðu tíu lög verið leikin, nýjasta smáskífan Óveður, titillag síðustu plötu og stakt lag af Með suð í eyrum. Hin sjö lögin voru bland í poka af Ágætis byrjun, Takk og ónefndu plötunni. Síðasta lagið, Popplagið (Ónefnt 8), klárast. Hljómsveiting gengur af sviðinu og áhorfendur klappa. Þeir klappa lengi. Það er ekkert uppklappslag.Með magakveisu á sviðinu „Fólk heldur reglulega að við séum fýlupúkar því við tökum ekki uppklapp,“ segir Georg Hólm, bassaleikari sveitarinnar, að tónleikunum loknum. „Á tónleikahátíðunum fáum við bara ákveðinn tíma til að spila og getum ekki farið yfir hann. Svo í Bandaríkjunum eru verkalýðsfélögin erfið. Ef þú spilar einni mínútu lengur en áætlað var þá er allt starfsfólkið á tónleikunum komið á bullandi yfirvinnutaxta. Það þýðir að ef við förum yfir tíma þá erum við byrjaðir að borga með okkur. Við gætum þess vegna spilað í þrjá tíma.“ Bassaleikarinn situr í sófa, með kaffibolla í hönd, inni í einum þeirra gáma sem Sigur Rós hafði fengið úthlutaða sem búningsklefa. Úti er hellirigning og hvasst. Það hafði byrjað að rigna svo til um leið og Sigur Rós steig af sviðinu. Garðhúsgögn fjúka um en bassaleikarinn lætur það ekki slá sig út af laginu. Árið 2008 lék Sigur Rós einnig á Lowlands en í dagskrá hátíðarinnar var þeim tónleikum lýst sem „eftirminnilegustu tónleikum í sögu Lowlands“. „Ég man lítið eftir tónleikunum sjálfum, þeir eru orðnir svo margir að þeir renna svolítið saman í eitt. Ég man hins vegar eftir skemmtigarðinum hérna við hliðina á. Við fórum þangað fyrr um daginn og einhver gabbaði Jónsa, sem er mjög lofthræddur, til að fara í rússíbanann. Ég held ég hafi aldrei séð nokkurn mann eins fölan,“ segir Goggi og hlær. Aðspurður um eftirminnilegasta atvikið sem henti hann rifjar hann upp þegar hann sjálfur var nokkuð fölur. „Á túrnum árið 2013 kom upp magakveisa í hópnum og það fengu hana allir nema ég. Síðan liðu nokkrar vikur og ég hélt ég væri hólpinn. Þá þurfti það auðvitað að gerast á miðjum tónleikum, mig minnir í Bristol, að ég þurfti að æla. Og ég ældi meira og minna alla tónleikana.“ Undir lok sögunnar mætir Silli Geirdal í gáminn. „Ertu að tala um Bristol 2013?“ spyr hann og hlær. „Grey rótarinn þinn þurfti að koma með fötu handa þér reglulega.“ Eftir að ferðalaginu um Evrópu lauk tók við nokkura daga afslöppun áður en haldið var yfir haf til Bandaríkjanna. Í vestrinu verður boðið upp á tuttugu tónleika á tæplega þrjátíu dögum. Túrinn verður öðruvísi að ýmsu leiti. Evrópureisan var öll stíluð eingöngu inn á tónlistarhátíðir og því nauðsynlegt að fljúga. Í Bandaríkjunum verður hins vegar ekið á milli staða. Hljómsveitin mun koma fram án upphitunarhljómsveitar og geta boðið upp á lengra sett en á tónlistarhátíðunum. „Án þess þó að fara yfir tímann að sjálfsögðu,“ segir Goggi að lokum. Viðtalinu lýkur með handarbandi og aðilar hverfa hvor í sína áttina. Sigur Rós áfram um heiminn en flugan á veggnum áleiðis í rennblautt tjald sitt. Ef það hefur þá ekki fokið í hvassviðrinu.Sjónarhorn Silla á tónleikunum.mynd/sillimynd/silliHluti hljóðfæra sveitarinnar.mynd/silliUnnið að uppsetningu sviðsins.vísir/jóhannSéð frá sviðinu skömmu áður en tónleikarnir fóru af staðmynd/silliMyndstjórn hljómsveitarinnar.mynd/silliAðeins brotabrot af þeim snúrum sem þarf að setja upp á hverjum tónleikum.vísir/jóhann Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Tengdar fréttir Ferðasumarið í Djúpavík: Trylltur dans norðurljósanna í björgunarleiðangri með hótelgestum Samgönguskortur, ævintýralegar reddingar og kvikmyndir er meðal þess sem Magnús Karl Pétursson, nýr hótelstjóri Hótel Djúpavíkur, ræðir um í viðtali um ferðasumarið á Djúpavík. 8. september 2016 10:00 Blóðugt myndband við nýjasta lag Sigur Rósar krefst fullrar einbeitingar Óveður var gefið út um leið og hægvarpi hljómsveitarinnar lauk. 21. júní 2016 22:45 Mest lesið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur Leikjavísir Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Ég stend við öryggisgirðingarnar og gjóa öðru auganu í átt að öryggisverðinum. Allt í kringum mig er fólk sem vökvar sig með Heineken og andar að sér tóbaki. Eða grasi. Eða báðu. Aðrir háma í sig kolvetnisríka fæðu, einhvers lags afsökun fyrir hamborgara ella frönskum sem ekki sést í fyrir hrúgu af majónesi. Skyndilega ganga framhjá öryggisverðinum mennirnir tveir sem ég hafði beðið eftir. Þeir eru augljóslega Íslendingar enda einu mennirnir, að höfundi undanskildum, sem eru íklæddir dökkri langermapeysu. „Ert þú Jóhann?“ spyr annar mannanna. Þegar þeirri spurningu er svarað játandi dregur spyrjandinn tvö plastarmbönd upp úr vasanum og réttir á blaðamanni. Armböndin tvö veita aðgang baksvið á Alpha-tjaldinu á Lowlands-hátíðinni. Tjaldið er á stærð við fótboltavöll og nógu stór til að hátt í 20.000 manns geta rúmast þar. Hátíðin sjálf fer fram árlega skammt frá hollenska sveitaþorpinu Biddinghuizen, í um klukkutíma frá höfuðborginni Amsterdam. Við hlið hátíðarsvæðisins er stór skemmtigarður en bílastæði garðsins eru þessa helgi undirlögð fyrir hátíðargesti. Hátíðin spannar helgi og koma um 130 listamenn fram. Í þeim hópi var íslenska sveitin Sigur Rós. Þegar hér var komið við sögu var farið að sjá í annan endann á Evrópuferð Sigur Rósar. Reisan hófst á Primavera-hátíðinni í Barcelona í byrjun júní og að Lowlands lokinni voru aðeins tveir tónleikar eftir. Þeir fyrri í Zürich en hinir síðari í París.„Stay the fuck out of the way“ „Ef þið ætlið að horfa á tónleikana verðið þið að fara til vinstri,“ segir öryggisvörður við okkur þar sem við færum okkur baksviðs. Maðurinn sem vopnaði mig armböndunum útskýrir að við séum með Sigur Rós og hópnum var hleypt í gegn. Sá heitir Silli Geirdal og er oftar en ekki nefndur í sömu andrá og metalsveitin Dimma enda bassaleikari sveitarinnar. Á túrum Sigur Rósar um heiminn er hann hins vegar umsjónarmaður hljóðfæra. Hinn Íslendingurinn er hljóðmaðurinn Ingvar Jónsson. „Hello Jóhann. Stay the fuck out of the way,“ segir lágvaxinn maður í kvartbuxum þegar Silli tilkynnir honum að ég muni fylgjast með. Vera fluga á vegg svo að segja. Rétt rúmur klukkutími er í að tónleikar Sigur Rósar hefjist og starfsmenn sveitarinnar, alls 22 talsins, þurfi að standsetja allt fyrir tónleikana. Að Íslendingunum tveimur undanskildum er útgerð Sigur Rósar bresk eða frá löndum sem áður heyrðu undir breska heimsveldið. Meðan þess er beðið að hollenska sveitin De Staat ljúki sér af gefst tími til að ræða um hvernig lífið sé í hljómsveitarrútunni. „Það er nú minna um það að við séum í rútunni. Túrinn núna er mestmegnis flugtúr. Þú klárar eina tónleika, nærð nokkurra tíma svefni og svo er ræs til að fara út á flugvöll til að komast á næstu tónleika,“ segir Silli og bætir við að hann kunni betur við rútuna. „Þá hopparðu bara upp í bíl og lest bók eða horfir á mynd. Flugvöllum fylgir endalaus bið.“Sjónarhorn Silla Geirdal af tónleikunum.mynd/silliiUnnið myrkranna á milli á tónleikadegi Vinnudagur Ingvars og Silla er langur. Þrátt fyrir að hljómsveitin sjálf stígi á svið skömmu eftir kvöldmatartíma þá mæta þeir á tónleikastað klukkan fimm að morgni til að mæla allt út og gera allt tilbúið. Þegar því er lokið tekur við bið þar til stutt er í tónleikarnir hefjist. „Hvaða bíll fylgir ykkur?“ spyr undirritaður og bendir á þrjá flutningabíla sem lagt hefur verið við ramp baksviðs. Silli hallar undir flatt, glottir út í annað og svarar að allir bílarnir þrír fylgi sveitinni. Í raun eru það sex flutningabílar sem sjá um það að ferja búnað, sem dugar fyrir tvo túra, milli staða. Á meðan helmingur bílanna er staddur á tónleikastað ekur hinn hluti hersingarinnar á næsta tónleikastað. Vegalengdirnar á milli tónleikastaða geta verið slíkar að ómögulegt væri að láta dæmið ganga upp nema að hafa tvo túra á flakki. De Staat lýkur sér af og meðlimir ganga af sviðinu. Hollenskir rótarar stökkva af stað til að fjarlægja hljóðfæri, snúrur og magnara af sviðinu. Samtímis skáskjóta starfsmenn Sigur Rósar, með rödd hvers annars í öryggisvarðareyranu, þeirra græjum inn á sviðið. Þeir hafa fimmtíu mínútur til að standsetja allt en það þykir nokkuð rúmt. Hróp, köll og bendingar ganga manna á milli. Skyndilega stoppa allir til að hlæja. Einhver hefur sagt brandara í labbrabbkerfið. „Ég er tilbúinn. Eruð þið til?“ heyrist skyndilega í litlum hátalara sem stendur á borðinu fyrir framan mig. Röddin tilheyrir Ingvari sem komið hefur sér fyrir við hljóðmannsborðið úti í sal. Líkt og engispretta sprettur Silli af stað og byrjar að berja húðir eða slá á strengi hinna ýmsu hljóðfæra. „Bassatromman, flott. Áttu smá hi-hat fyrir mig? Flott. Förum í bassann hans Gogga. Gott, gott. Bassasynthinn næst. Skrítið, af hverju gerir hann þetta?“ Í um mínútu leita hlutaðeigandi að því hvað gæti verið að þar til aftur heyrist í Ingvari. „Já, ég skil. Þetta er komið strákar.“ Frá því að fyrsti rótari brunaði inn á sviðið og þar til allt var tilbúið leið rétt rúmur hálftími. „Ég held þú ættir að fylgjast með tónleikunum með Ingvari. Þá sérðu allt frá besta stað,“ segir Silli. Sjálfur er hann ávallt í startholunum baksviðs ef eitthvað skyldi koma upp á. „Ég byrjaði að túra með Sigur Rós um miðjan síðasta áratug. Ég held ég hafi aldrei séð tónleikana þeirra.“„Húh!“ Sjónarhorn Ingvars er allt annað, beint á sviðið á besta stað. Allt í kringum okkur eru áhorfendur byrjaðir að þyrpast að girðingunum. A-svæðið er orðið fullt og B-svæðið er óðum að fyllast. Meðan beðið er eftir Jónsa, Georgi og Orra rétta nokkrir áhorfendur hendurnar upp í loftið. Fæti er stappað í tvígang í gólfið og höndunum klappað saman. Því fylgir að sjálfsögðu „Húh!“. „Ég held að frá Evrópumótinu þá hafi áhorfendur tekið þetta blessaða víkingaklapp fyrir hverja einustu tónleika,“ segir Ingvar og hlær. Framganga karlaliðsins í knattspyrnu, sem og íslenskra aðdáenda, virðist ekki hafa farið fram hjá tónlistarunnendum. „Það var smá bras sem fylgdi því meðan mótið var í gangi. Stundum þurfti að finna bar sem sýndi leikinn og svo kom það fyrir að hljómsveitin var að spila á sama tíma og liðið. Þá fylgdist enginn með stöðunni eða talaði um leikinn fyrr en hægt var að horfa á hann.“ Skyndilega slokknuðu ljósin í tjaldinu og íslenska tríóið steig á svið. Einkennandi, dulúðlegur kraftur tónlistar Jónsa, Gogga og Orra, flæðir um tjaldið. Áhorfendur dansa lítið heldur standa aðeins og láta tónlistina leiða sig áfram. Þegar yfir lauk höfðu tíu lög verið leikin, nýjasta smáskífan Óveður, titillag síðustu plötu og stakt lag af Með suð í eyrum. Hin sjö lögin voru bland í poka af Ágætis byrjun, Takk og ónefndu plötunni. Síðasta lagið, Popplagið (Ónefnt 8), klárast. Hljómsveiting gengur af sviðinu og áhorfendur klappa. Þeir klappa lengi. Það er ekkert uppklappslag.Með magakveisu á sviðinu „Fólk heldur reglulega að við séum fýlupúkar því við tökum ekki uppklapp,“ segir Georg Hólm, bassaleikari sveitarinnar, að tónleikunum loknum. „Á tónleikahátíðunum fáum við bara ákveðinn tíma til að spila og getum ekki farið yfir hann. Svo í Bandaríkjunum eru verkalýðsfélögin erfið. Ef þú spilar einni mínútu lengur en áætlað var þá er allt starfsfólkið á tónleikunum komið á bullandi yfirvinnutaxta. Það þýðir að ef við förum yfir tíma þá erum við byrjaðir að borga með okkur. Við gætum þess vegna spilað í þrjá tíma.“ Bassaleikarinn situr í sófa, með kaffibolla í hönd, inni í einum þeirra gáma sem Sigur Rós hafði fengið úthlutaða sem búningsklefa. Úti er hellirigning og hvasst. Það hafði byrjað að rigna svo til um leið og Sigur Rós steig af sviðinu. Garðhúsgögn fjúka um en bassaleikarinn lætur það ekki slá sig út af laginu. Árið 2008 lék Sigur Rós einnig á Lowlands en í dagskrá hátíðarinnar var þeim tónleikum lýst sem „eftirminnilegustu tónleikum í sögu Lowlands“. „Ég man lítið eftir tónleikunum sjálfum, þeir eru orðnir svo margir að þeir renna svolítið saman í eitt. Ég man hins vegar eftir skemmtigarðinum hérna við hliðina á. Við fórum þangað fyrr um daginn og einhver gabbaði Jónsa, sem er mjög lofthræddur, til að fara í rússíbanann. Ég held ég hafi aldrei séð nokkurn mann eins fölan,“ segir Goggi og hlær. Aðspurður um eftirminnilegasta atvikið sem henti hann rifjar hann upp þegar hann sjálfur var nokkuð fölur. „Á túrnum árið 2013 kom upp magakveisa í hópnum og það fengu hana allir nema ég. Síðan liðu nokkrar vikur og ég hélt ég væri hólpinn. Þá þurfti það auðvitað að gerast á miðjum tónleikum, mig minnir í Bristol, að ég þurfti að æla. Og ég ældi meira og minna alla tónleikana.“ Undir lok sögunnar mætir Silli Geirdal í gáminn. „Ertu að tala um Bristol 2013?“ spyr hann og hlær. „Grey rótarinn þinn þurfti að koma með fötu handa þér reglulega.“ Eftir að ferðalaginu um Evrópu lauk tók við nokkura daga afslöppun áður en haldið var yfir haf til Bandaríkjanna. Í vestrinu verður boðið upp á tuttugu tónleika á tæplega þrjátíu dögum. Túrinn verður öðruvísi að ýmsu leiti. Evrópureisan var öll stíluð eingöngu inn á tónlistarhátíðir og því nauðsynlegt að fljúga. Í Bandaríkjunum verður hins vegar ekið á milli staða. Hljómsveitin mun koma fram án upphitunarhljómsveitar og geta boðið upp á lengra sett en á tónlistarhátíðunum. „Án þess þó að fara yfir tímann að sjálfsögðu,“ segir Goggi að lokum. Viðtalinu lýkur með handarbandi og aðilar hverfa hvor í sína áttina. Sigur Rós áfram um heiminn en flugan á veggnum áleiðis í rennblautt tjald sitt. Ef það hefur þá ekki fokið í hvassviðrinu.Sjónarhorn Silla á tónleikunum.mynd/sillimynd/silliHluti hljóðfæra sveitarinnar.mynd/silliUnnið að uppsetningu sviðsins.vísir/jóhannSéð frá sviðinu skömmu áður en tónleikarnir fóru af staðmynd/silliMyndstjórn hljómsveitarinnar.mynd/silliAðeins brotabrot af þeim snúrum sem þarf að setja upp á hverjum tónleikum.vísir/jóhann
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Tengdar fréttir Ferðasumarið í Djúpavík: Trylltur dans norðurljósanna í björgunarleiðangri með hótelgestum Samgönguskortur, ævintýralegar reddingar og kvikmyndir er meðal þess sem Magnús Karl Pétursson, nýr hótelstjóri Hótel Djúpavíkur, ræðir um í viðtali um ferðasumarið á Djúpavík. 8. september 2016 10:00 Blóðugt myndband við nýjasta lag Sigur Rósar krefst fullrar einbeitingar Óveður var gefið út um leið og hægvarpi hljómsveitarinnar lauk. 21. júní 2016 22:45 Mest lesið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur Leikjavísir Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Ferðasumarið í Djúpavík: Trylltur dans norðurljósanna í björgunarleiðangri með hótelgestum Samgönguskortur, ævintýralegar reddingar og kvikmyndir er meðal þess sem Magnús Karl Pétursson, nýr hótelstjóri Hótel Djúpavíkur, ræðir um í viðtali um ferðasumarið á Djúpavík. 8. september 2016 10:00
Blóðugt myndband við nýjasta lag Sigur Rósar krefst fullrar einbeitingar Óveður var gefið út um leið og hægvarpi hljómsveitarinnar lauk. 21. júní 2016 22:45