Dagný: Ætlum að spila enn betur gegn Skotum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. september 2016 21:41 Dagný skorar fyrra mark sitt. vísir/anton Dagný Brynjarsdóttir skoraði tvö mörk þegar Ísland vann 4-0 sigur á Slóveníu í næstsíðasta leik sínum í undankeppni EM 2017 í kvöld. „Þetta er rosalega ljúft og draumurinn er að rætast aftur. Við vissum að við værum komnar áfram fyrir leik en það var mikilvægt að fá þrjú stig í dag því við ætlum að vinna riðilinn,“ sagði Dagný í samtali við Vísi eftir leik. Nokkrum klukkutímum fyrir leikinn bárust þær fréttir að Ísland væri komið áfram vegna hagstæðra úrslita í öðrum riðli. En breytti það á einhvern hátt hugarfarinu eða undirbúningi liðsins fyrir leikinn í kvöld? „Nei, ég held ekki. Við vissum að við þyrftum alltaf þessi þrjú stig til að vinna riðilinn,“ sagði Dagný sem kvaðst að mestu ánægð með spilamennsku íslenska liðsins í kvöld. „Þetta var svolítið kaflaskipt. Við vorum góðar fyrstu 30 mínúturnar en duttum niður rétt fyrir hálfleik. Þetta var upp og niður í seinni hálfleik en við skoruðum góð mörk og tókum þrjú stig,“ sagði Dagný. Hún segir að íslenska liðið vilji spila enn betur gegn Skotlandi á þriðjudaginn. „Það sást kannski að það var langt síðan við vorum seinast saman. Nú fáum við nokkra daga í viðbót til æfa og við stefnum að því að spila ennþá betur gegn Skotum,“ sagði Dagný sem segir mikilvægt að klára undankeppnina með fullu húsi stiga og án þess að fá á sig mark. „Það væri frábært og hefur aldrei skeð áður hjá íslenska kvennalandsliðinu.“ Dagný skoraði tvö mörk í kvöld en auk þess var eitt mark dæmt af henni vegna rangstöðu. „Ég er alltaf ánægð með að skora mörk þótt það skipti ekki öllu máli hver gerir það. En það var sárt að koma út af og heyra að þetta hafi ekki verið rangstaða,“ sagði Dagný sem er alls komin með sjö mörk í undankeppninni. EM 2017 í Hollandi Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Sjá meira
Dagný Brynjarsdóttir skoraði tvö mörk þegar Ísland vann 4-0 sigur á Slóveníu í næstsíðasta leik sínum í undankeppni EM 2017 í kvöld. „Þetta er rosalega ljúft og draumurinn er að rætast aftur. Við vissum að við værum komnar áfram fyrir leik en það var mikilvægt að fá þrjú stig í dag því við ætlum að vinna riðilinn,“ sagði Dagný í samtali við Vísi eftir leik. Nokkrum klukkutímum fyrir leikinn bárust þær fréttir að Ísland væri komið áfram vegna hagstæðra úrslita í öðrum riðli. En breytti það á einhvern hátt hugarfarinu eða undirbúningi liðsins fyrir leikinn í kvöld? „Nei, ég held ekki. Við vissum að við þyrftum alltaf þessi þrjú stig til að vinna riðilinn,“ sagði Dagný sem kvaðst að mestu ánægð með spilamennsku íslenska liðsins í kvöld. „Þetta var svolítið kaflaskipt. Við vorum góðar fyrstu 30 mínúturnar en duttum niður rétt fyrir hálfleik. Þetta var upp og niður í seinni hálfleik en við skoruðum góð mörk og tókum þrjú stig,“ sagði Dagný. Hún segir að íslenska liðið vilji spila enn betur gegn Skotlandi á þriðjudaginn. „Það sást kannski að það var langt síðan við vorum seinast saman. Nú fáum við nokkra daga í viðbót til æfa og við stefnum að því að spila ennþá betur gegn Skotum,“ sagði Dagný sem segir mikilvægt að klára undankeppnina með fullu húsi stiga og án þess að fá á sig mark. „Það væri frábært og hefur aldrei skeð áður hjá íslenska kvennalandsliðinu.“ Dagný skoraði tvö mörk í kvöld en auk þess var eitt mark dæmt af henni vegna rangstöðu. „Ég er alltaf ánægð með að skora mörk þótt það skipti ekki öllu máli hver gerir það. En það var sárt að koma út af og heyra að þetta hafi ekki verið rangstaða,“ sagði Dagný sem er alls komin með sjö mörk í undankeppninni.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Sjá meira