Aðstoð til að flytja aftur heim Jón Hákon Halldórsson skrifar 16. september 2016 07:00 Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar, kynnti samkomulagið á fundi í Þjóðmenningarhúsinu í gær. vísir/gva Áætlað er að aðstoða 100 hælisleitendur við að flytja heim til sín á næstu átján mánuðum á grundvelli samnings sem Útlendingastofnun og Alþjóða fólksflutningastofnunin (IOM) hafa gert. Samningurinn snýst um aðstoð við sjálfviljuga heimför. Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar, segir að verkefnið kosti tæpar 36 milljónir króna. Þar af eru 19,5 milljónir greiddar til Alþjóðlegu flutningastofnunarinnar fyrir þjónustuna. Sextán milljónir króna eru ætlaðar fyrir 100 flutninga. Fram kom í máli Tobiasar van Treeck, verkefnastjóra á skrifstofu IOM í Helsinki, að stuðningurinn geti verið margvíslegur. Í sumum tilfellum er einungis um að ræða stuðning við fólk til að flytjast búferlum, en í öðrum tilfellum stuðning við fólk til að koma sér fyrir í heimalandinu. Þótt samningurinn hafi verið kynntur í gær var skrifað undir hann 1. ágúst síðastliðinn. Kristín segir að hælisleitendur séu þegar farnir að spyrjast fyrir um hann. Þar sé bæði um að ræða fólk sem hafi verið neitað um dvalarleyfi hér og fólk sem er búið að vera hérna en vilji hreinlega fara. „Þannig að vonir okkar standa til þess að fólk muni nýta sér þessa leið,“ segir hún. Eins og greint hefur verið frá hafa aldrei jafn margir sótt um hæli hér á landi og nú. Heildarfjöldi umsókna það sem af er ári er þegar meiri en allt síðasta ár. Heildarfjöldi umsækjenda á fyrstu átta mánuðum ársins var 384 en á sama tíma á síðasta ári höfðu 156 umsóknir borist. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Áætlað er að aðstoða 100 hælisleitendur við að flytja heim til sín á næstu átján mánuðum á grundvelli samnings sem Útlendingastofnun og Alþjóða fólksflutningastofnunin (IOM) hafa gert. Samningurinn snýst um aðstoð við sjálfviljuga heimför. Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar, segir að verkefnið kosti tæpar 36 milljónir króna. Þar af eru 19,5 milljónir greiddar til Alþjóðlegu flutningastofnunarinnar fyrir þjónustuna. Sextán milljónir króna eru ætlaðar fyrir 100 flutninga. Fram kom í máli Tobiasar van Treeck, verkefnastjóra á skrifstofu IOM í Helsinki, að stuðningurinn geti verið margvíslegur. Í sumum tilfellum er einungis um að ræða stuðning við fólk til að flytjast búferlum, en í öðrum tilfellum stuðning við fólk til að koma sér fyrir í heimalandinu. Þótt samningurinn hafi verið kynntur í gær var skrifað undir hann 1. ágúst síðastliðinn. Kristín segir að hælisleitendur séu þegar farnir að spyrjast fyrir um hann. Þar sé bæði um að ræða fólk sem hafi verið neitað um dvalarleyfi hér og fólk sem er búið að vera hérna en vilji hreinlega fara. „Þannig að vonir okkar standa til þess að fólk muni nýta sér þessa leið,“ segir hún. Eins og greint hefur verið frá hafa aldrei jafn margir sótt um hæli hér á landi og nú. Heildarfjöldi umsókna það sem af er ári er þegar meiri en allt síðasta ár. Heildarfjöldi umsækjenda á fyrstu átta mánuðum ársins var 384 en á sama tíma á síðasta ári höfðu 156 umsóknir borist. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira