Kippa af Einstök 1100 krónum ódýrari í verslun í Colorado en í ÁTVR Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. september 2016 09:00 Myndin sem aðdáandi Einstakrar í Colorado í Bandaríkjunum deildi en á henni sést að kippan kostar milli 14 og 15 dollara. Þó nokkuð mikill munur er á verði á kippu af Einstök bjór í Bandaríkjunum og svo í verslunum ÁTVR hér á Íslandi ef marka má mynd sem aðdáandi bjórsins í Colorado deildi á Facebook-síðu Einstakrar. Á myndinni, sem sjá má hér að ofan, sést að kippa af Einstök White Ale kostar 13,99 dollara eða sem samsvarar rúmum 1600 krónum. Kippa af Einstök White Ale kostar hins vegar tæpan 2700 kall í ríkinu hér heima, eða 449 krónur flaskan, svo það munar næstum 1100 krónum á vörunni eftir því hvort hún er keypt á Íslandi eða í Bandaríkjunum. Einhverjum kann að þykja það skjóta skökku við þar sem Einstök bjór er framleiddur hér á landi en munurinn liggur fyrst og fremst í áfengisgjaldinu sem á Íslandi er nokkuð hátt miðað við til dæmis Bandaríkin.Áfengisgjaldið 109 krónur af flösku af Einstök White Ale Áfengisgjöldin hér eru föst krónutala á prósentu vínanda í lítra umfram 2,25 prósent og því er misjafnt eftir því hversu sterkt vínið er hversu há áfengisgjöldin eru en þau leggjast í raun þyngra á ódýrari vöru en dýrari. Rétt er að taka fram að áfengisgjöldin eru utan álagningar ÁTVR og virðisaukaskatts. Samkvæmt útreikningum Félags atvinnurekenda eru áfengisgjöldin af Egils Gulli, 33 cl dós sem kostar 269 krónur í ÁTVR, 101,6 króna eða 37,77 prósent af útsöluverðinu með virðisaukaskatti. Virðisaukaskattur leggst á verðið með áfengisgjaldi þannig að fyrir virðisaukaskatt er gjaldið tæplega 42 prósent af grunni til virðisaukaskatts.Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.Áfengisgjaldið af Einstök White Ale í 33 cl flösku eru síðan 109 krónur og svo 123,8 krónur af flösku af Einstök Pale Ale en það er hærra vegna hærri áfengisprósentu. Það gera tæplega 28 prósent af verði flöskunnar.Skattlagningin „komin út úr öllu korti“ Í Colorado-ríki leggja yfirvöld hins vegar mun lægra áfengisgjald á bjór. Gjaldið er 8 sent á gallon sem gerir þá 2,11 sent á lítra. Það eru þá 0,7 sent á 33 cl flösku sem samsvarar 80 aurum á flöskuna. Ofan á þetta kemur síðan alríkisgjaldið sem er fimm sent flösku en tvö sent ef hún kemur frá litlu brugghúsi. Það gera rúmar tvær krónur á flöskuna til tæplega sex króna. Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir ýmislegt notað til að réttlæta hátt áfengisgjald en í því felst auðvitað ákveðin aðgangsstýring. „Það er hins vegar líka svo að þegar ríkið vantar peninga þá eru gjöldin hækkuð á áfengi og tóbak, og þetta er auðvitað komið út úr öllu korti eins og sést á þessum samanburði. Það er gott og gilt að vilja takmarka ásókn í þessa vöru en með breyttu neyslumynstri eru áfengiskaup í flestum tilfellum orðin partur af venjulegum matarinnkaupum og þetta er gríðarlega skattlagning á þessari almennu neysluvöru,“ segir Ólafur. Íslenskur bjór Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Þó nokkuð mikill munur er á verði á kippu af Einstök bjór í Bandaríkjunum og svo í verslunum ÁTVR hér á Íslandi ef marka má mynd sem aðdáandi bjórsins í Colorado deildi á Facebook-síðu Einstakrar. Á myndinni, sem sjá má hér að ofan, sést að kippa af Einstök White Ale kostar 13,99 dollara eða sem samsvarar rúmum 1600 krónum. Kippa af Einstök White Ale kostar hins vegar tæpan 2700 kall í ríkinu hér heima, eða 449 krónur flaskan, svo það munar næstum 1100 krónum á vörunni eftir því hvort hún er keypt á Íslandi eða í Bandaríkjunum. Einhverjum kann að þykja það skjóta skökku við þar sem Einstök bjór er framleiddur hér á landi en munurinn liggur fyrst og fremst í áfengisgjaldinu sem á Íslandi er nokkuð hátt miðað við til dæmis Bandaríkin.Áfengisgjaldið 109 krónur af flösku af Einstök White Ale Áfengisgjöldin hér eru föst krónutala á prósentu vínanda í lítra umfram 2,25 prósent og því er misjafnt eftir því hversu sterkt vínið er hversu há áfengisgjöldin eru en þau leggjast í raun þyngra á ódýrari vöru en dýrari. Rétt er að taka fram að áfengisgjöldin eru utan álagningar ÁTVR og virðisaukaskatts. Samkvæmt útreikningum Félags atvinnurekenda eru áfengisgjöldin af Egils Gulli, 33 cl dós sem kostar 269 krónur í ÁTVR, 101,6 króna eða 37,77 prósent af útsöluverðinu með virðisaukaskatti. Virðisaukaskattur leggst á verðið með áfengisgjaldi þannig að fyrir virðisaukaskatt er gjaldið tæplega 42 prósent af grunni til virðisaukaskatts.Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.Áfengisgjaldið af Einstök White Ale í 33 cl flösku eru síðan 109 krónur og svo 123,8 krónur af flösku af Einstök Pale Ale en það er hærra vegna hærri áfengisprósentu. Það gera tæplega 28 prósent af verði flöskunnar.Skattlagningin „komin út úr öllu korti“ Í Colorado-ríki leggja yfirvöld hins vegar mun lægra áfengisgjald á bjór. Gjaldið er 8 sent á gallon sem gerir þá 2,11 sent á lítra. Það eru þá 0,7 sent á 33 cl flösku sem samsvarar 80 aurum á flöskuna. Ofan á þetta kemur síðan alríkisgjaldið sem er fimm sent flösku en tvö sent ef hún kemur frá litlu brugghúsi. Það gera rúmar tvær krónur á flöskuna til tæplega sex króna. Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir ýmislegt notað til að réttlæta hátt áfengisgjald en í því felst auðvitað ákveðin aðgangsstýring. „Það er hins vegar líka svo að þegar ríkið vantar peninga þá eru gjöldin hækkuð á áfengi og tóbak, og þetta er auðvitað komið út úr öllu korti eins og sést á þessum samanburði. Það er gott og gilt að vilja takmarka ásókn í þessa vöru en með breyttu neyslumynstri eru áfengiskaup í flestum tilfellum orðin partur af venjulegum matarinnkaupum og þetta er gríðarlega skattlagning á þessari almennu neysluvöru,“ segir Ólafur.
Íslenskur bjór Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira