Ford Expedition úr áli Finnur Thorlacius skrifar 15. september 2016 09:36 Ford Expedition. Ford smíðar nú þegar sinn besta sölubíl úr áli, þ.e. Ford F-150 pallbílinn. Ford ætlar þó áli að spila stærri þátt í framleiðslu sinni og mun bæta við stóra Expedition jeppanum í álfjölskylduna á næsta ári. Það kemur kannski ekki svo á óvart að Expedition verði fyrir valinu þar sem margt í þeim bíl er sameiginlegt með Ford F-150 pallbílnum. Stórir jeppar eins og Expedition eru ekki mjög sparsamir bílar, hvað þá með V8 vélar, en henni verður fórnað á næsta ári og bíllinn fær öfluga V6 EcoBoost vél með forþjöppu. Það mun enn frekar stuðla að minnkandi eyðslu en miklu munar að létta bílinn gríðarlega með áli í stað stáls. Með því að smíða Expedition úr áli vonast Ford til að auka mjög sölu bílsins, en stórir jeppar eru mjög vinsælir núna í Bandaríkjunum á tímum lágs eldsneytisverðs. Reyndar seljast stórir jeppar General Motors betur en frá Ford og Tahoe og Suburban bílar GM hafa slegið Expedition bíl Ford við í þeim efnum. Sala Tahoe og Suburban hefur t.d. aukist um ríflega 100.000 bíla fram til loka ágúst í ár samanborið við í fyrra. Ford ætlar að auka við framboð sitt í jeppum vegna mikillar eftirspurnar eftir þeim um heim allan og heyrst hefur að fyrirtækið muni kynna fjórar nýjar gerðir jeppa á næstunni. Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent
Ford smíðar nú þegar sinn besta sölubíl úr áli, þ.e. Ford F-150 pallbílinn. Ford ætlar þó áli að spila stærri þátt í framleiðslu sinni og mun bæta við stóra Expedition jeppanum í álfjölskylduna á næsta ári. Það kemur kannski ekki svo á óvart að Expedition verði fyrir valinu þar sem margt í þeim bíl er sameiginlegt með Ford F-150 pallbílnum. Stórir jeppar eins og Expedition eru ekki mjög sparsamir bílar, hvað þá með V8 vélar, en henni verður fórnað á næsta ári og bíllinn fær öfluga V6 EcoBoost vél með forþjöppu. Það mun enn frekar stuðla að minnkandi eyðslu en miklu munar að létta bílinn gríðarlega með áli í stað stáls. Með því að smíða Expedition úr áli vonast Ford til að auka mjög sölu bílsins, en stórir jeppar eru mjög vinsælir núna í Bandaríkjunum á tímum lágs eldsneytisverðs. Reyndar seljast stórir jeppar General Motors betur en frá Ford og Tahoe og Suburban bílar GM hafa slegið Expedition bíl Ford við í þeim efnum. Sala Tahoe og Suburban hefur t.d. aukist um ríflega 100.000 bíla fram til loka ágúst í ár samanborið við í fyrra. Ford ætlar að auka við framboð sitt í jeppum vegna mikillar eftirspurnar eftir þeim um heim allan og heyrst hefur að fyrirtækið muni kynna fjórar nýjar gerðir jeppa á næstunni.
Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent