Vann að tónlistarmyndbandi fyrir Major Lazer og Justin Bieber ásamt því að setja kvikmyndagerðarskóla á laggirnar Guðrún Jóna Stefánsdottir skrifar 15. september 2016 10:15 Unnar Helgi Daníelsson Beck kvikmyndagerðarmaður opnar kvikmyndagerðarskólann Icelandic Film Institution núna í nóvember. Vísir/Eyþór „Leikstjórinn Matt Baron hafði samband við mig, og bað mig um að gera myndbandið, ég veit að það voru fleiri íslensk fyrirtæki búin að sækjast eftir því að gera þetta myndband, svo ég var ferlega sáttur og sló til,“ segir Unnar Helgi Daníelsson Beck, kvikmyndagerðarmaður og framleiðandi, spurður út í hvernig það hafi komið til að hann framleiddi myndband fyrir poppgoðin Major Lazer og Justin Bieber, við lagið Cold Water, sem kom út í gærkvöldi. „Við kláruðum tökur á myndbandinu í síðustu viku, og þetta gekk allt saman ótrúlega vel, það tók fjóra daga að skjóta myndbandið. Við vorum í kringum tuttugu manns sem komum að gerð myndbandsins og samstarfið gekk ótrúlega vel,“ segir Unnar og bætir við að erlenda framleiðslan og leikstjórinn hafi verið það hrifin, að leikstjórinn Matt Baron sagðist klárlega ætla að koma aftur til okkar með verkefni af þessu tagi. Unnar Helgi er þó með fleiri járn í eldinum en hann er um þessar mundir að setja á laggirnar kvikmyndagerðarskólann Icelandic Film Institute ásamt leikstjóranum Elliott Lester, þar sem þekktir erlendir leikarar og kvikmyndagerðarmenn koma í nóvember og kenna helstu atriðin í kvikmyndabransanum.Elliott Lester, einn af eigendum Icelandic Film Institution, er um þessar mundir að vinna að mynd sem Ben Affleck og Matt Damon framleiða.„Skólinn er settur upp svo að fólk þurfi ekki að fara í fjögurra ára nám til þess að smyrja samlokur á setti, en það byrja oftast allir sem aðstoðarmenn þó að þeir hafi farið í nám,“ segir Unnar. „Skólinn er settur þannig upp að kennsla fer fram í sex vikur og kenndir verða tveir tímar á dag alla virka daga, þar sem farið verður yfir öll helstu undirstöðuatriðin í kvikmyndagerð sem og tæknilegu hliðarnar,“ segir Unnar og bætir við að fjölmargir gestakennarar mæti og taki þátt í kennslunni. Elliott Lester, hefur áratuga reynslu í bransanum og er mjög fær á sínu sviði. Hann er um þessar mundir að vinna að stóru verkefni með stórleikurunum Ben Affleck og Matt Damon. „Það er frábært að hafa hann með okkur í þessu, hann er góður kennari og með rosalega mikla reynslu á sviði kvikmynda,“ segir Unnar. Kennarar skólans eru ekki af verri endanum, þeir eiga það sameiginlegt að vera með áralanga reynslu í kvikmyndagerð og hafa hlotið verðlaun á borð við Óskarsverðlaun, BAFTA, Golden Globe og Emmy. Erlendur leikari mun mæta á hvert námskeið og tala um reynslu sína í kvikmyndaheiminum, ásamt því að kenna í tvær klukkustundir á hverju námskeiði. „Það mun koma þekktur leikari á hvert námskeið hjá okkur þar sem hann mun deila reynslu sinni og kenna hjá okkur,“ segir hann og bætir við að þetta sé gott tækifæri fyrir alla þá sem hafa áhuga á kvikmyndagerð og vilja læra að vinna á setti. Kynning á skólanum verður í Kringlunni alla helgina.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. september. Golden Globes Justin Bieber á Íslandi Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Fleiri fréttir „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Sjá meira
„Leikstjórinn Matt Baron hafði samband við mig, og bað mig um að gera myndbandið, ég veit að það voru fleiri íslensk fyrirtæki búin að sækjast eftir því að gera þetta myndband, svo ég var ferlega sáttur og sló til,“ segir Unnar Helgi Daníelsson Beck, kvikmyndagerðarmaður og framleiðandi, spurður út í hvernig það hafi komið til að hann framleiddi myndband fyrir poppgoðin Major Lazer og Justin Bieber, við lagið Cold Water, sem kom út í gærkvöldi. „Við kláruðum tökur á myndbandinu í síðustu viku, og þetta gekk allt saman ótrúlega vel, það tók fjóra daga að skjóta myndbandið. Við vorum í kringum tuttugu manns sem komum að gerð myndbandsins og samstarfið gekk ótrúlega vel,“ segir Unnar og bætir við að erlenda framleiðslan og leikstjórinn hafi verið það hrifin, að leikstjórinn Matt Baron sagðist klárlega ætla að koma aftur til okkar með verkefni af þessu tagi. Unnar Helgi er þó með fleiri járn í eldinum en hann er um þessar mundir að setja á laggirnar kvikmyndagerðarskólann Icelandic Film Institute ásamt leikstjóranum Elliott Lester, þar sem þekktir erlendir leikarar og kvikmyndagerðarmenn koma í nóvember og kenna helstu atriðin í kvikmyndabransanum.Elliott Lester, einn af eigendum Icelandic Film Institution, er um þessar mundir að vinna að mynd sem Ben Affleck og Matt Damon framleiða.„Skólinn er settur upp svo að fólk þurfi ekki að fara í fjögurra ára nám til þess að smyrja samlokur á setti, en það byrja oftast allir sem aðstoðarmenn þó að þeir hafi farið í nám,“ segir Unnar. „Skólinn er settur þannig upp að kennsla fer fram í sex vikur og kenndir verða tveir tímar á dag alla virka daga, þar sem farið verður yfir öll helstu undirstöðuatriðin í kvikmyndagerð sem og tæknilegu hliðarnar,“ segir Unnar og bætir við að fjölmargir gestakennarar mæti og taki þátt í kennslunni. Elliott Lester, hefur áratuga reynslu í bransanum og er mjög fær á sínu sviði. Hann er um þessar mundir að vinna að stóru verkefni með stórleikurunum Ben Affleck og Matt Damon. „Það er frábært að hafa hann með okkur í þessu, hann er góður kennari og með rosalega mikla reynslu á sviði kvikmynda,“ segir Unnar. Kennarar skólans eru ekki af verri endanum, þeir eiga það sameiginlegt að vera með áralanga reynslu í kvikmyndagerð og hafa hlotið verðlaun á borð við Óskarsverðlaun, BAFTA, Golden Globe og Emmy. Erlendur leikari mun mæta á hvert námskeið og tala um reynslu sína í kvikmyndaheiminum, ásamt því að kenna í tvær klukkustundir á hverju námskeiði. „Það mun koma þekktur leikari á hvert námskeið hjá okkur þar sem hann mun deila reynslu sinni og kenna hjá okkur,“ segir hann og bætir við að þetta sé gott tækifæri fyrir alla þá sem hafa áhuga á kvikmyndagerð og vilja læra að vinna á setti. Kynning á skólanum verður í Kringlunni alla helgina.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. september.
Golden Globes Justin Bieber á Íslandi Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Fleiri fréttir „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Sjá meira