Skætt sjóslys fyrir 80 árum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 15. september 2016 09:15 Þrímastra seglskipið Purquoi Pas? siglir út úr Reykjavíkurhöfn. Mynd/Karl Christian Nielsen/Ljósmyndasafn Reykjavíkur „Þetta var dramatískur atburður og vakti gríðarlega athygli bæði hér á Íslandi og ekki síður í Frakklandi. Leiðangursstjórinn Charcot var vissulega í hópi þekktustu vísindamanna þar á sínum tíma.“ Þetta segir Illugi Jökulsson rithöfundur um sjóslysið stóra fyrir 80 árum þegar franska rannsóknarskipið Purquoi-Pas? (Hversvegna ekki?) fórst við Álftanes á Mýrum og með því 40 manns. Illugi verður með hádegisfyrirlestur um það á morgun í Sjóminjasafninu á Grandagarði.Illugi heldur hádegisfyrirlestur á morgun í Sjóminjasafninu. Fréttablaðið/StefánIllugi segir mörg skip hafa farist við Mýrar á fyrri tíð. „En það þótti merkilegt að svona þrautreynt skip eins og Purquoi-Pas? með svona þrautreynda áhöfn skyldi lenda í því,“ segir hann og bætir við: „Charcot hafði komið oft til landsins, var þekktur hér og virtur vel. Ég ætla að segja svolítið frá ævi hans og rekja það sem ég veit um þessa síðustu siglingu skipsins.“ Franska sendiráðið, Háskóli Íslands og Vináttufélag Charcots og Pourquoi-Pas? standa einnig að viðburðum, í samstarfi við afkomendur Charcots sem hingað fjölmenna af þessu tilefni. Nú í dag klukkan 10 er athöfn í Straumfirði á Mýrum og í kvöld forsýning á nýrri heimildarmynd um Charcot í Alliance française, Tryggvagötu 8. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir en myndin er á frönsku og ekki textuð. Á morgun klukkan 10 er svo minningarmessa í Landakotskirkju og fleiri viðburðir eru á dagskránni.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. sseptember 2016. Lífið Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Fleiri fréttir Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Sjá meira
„Þetta var dramatískur atburður og vakti gríðarlega athygli bæði hér á Íslandi og ekki síður í Frakklandi. Leiðangursstjórinn Charcot var vissulega í hópi þekktustu vísindamanna þar á sínum tíma.“ Þetta segir Illugi Jökulsson rithöfundur um sjóslysið stóra fyrir 80 árum þegar franska rannsóknarskipið Purquoi-Pas? (Hversvegna ekki?) fórst við Álftanes á Mýrum og með því 40 manns. Illugi verður með hádegisfyrirlestur um það á morgun í Sjóminjasafninu á Grandagarði.Illugi heldur hádegisfyrirlestur á morgun í Sjóminjasafninu. Fréttablaðið/StefánIllugi segir mörg skip hafa farist við Mýrar á fyrri tíð. „En það þótti merkilegt að svona þrautreynt skip eins og Purquoi-Pas? með svona þrautreynda áhöfn skyldi lenda í því,“ segir hann og bætir við: „Charcot hafði komið oft til landsins, var þekktur hér og virtur vel. Ég ætla að segja svolítið frá ævi hans og rekja það sem ég veit um þessa síðustu siglingu skipsins.“ Franska sendiráðið, Háskóli Íslands og Vináttufélag Charcots og Pourquoi-Pas? standa einnig að viðburðum, í samstarfi við afkomendur Charcots sem hingað fjölmenna af þessu tilefni. Nú í dag klukkan 10 er athöfn í Straumfirði á Mýrum og í kvöld forsýning á nýrri heimildarmynd um Charcot í Alliance française, Tryggvagötu 8. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir en myndin er á frönsku og ekki textuð. Á morgun klukkan 10 er svo minningarmessa í Landakotskirkju og fleiri viðburðir eru á dagskránni.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. sseptember 2016.
Lífið Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Fleiri fréttir Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Sjá meira