Erlent

Gagnrýnir aðgerðir Bandaríkjanna

Samúel Karl Ólason skrifar
Hamid Karzai, fyrrverandi forseti Afganistan.
Hamid Karzai, fyrrverandi forseti Afganistan. Vísir/EPA
Hamid Karzai, fyrrverandi forseti Afganistan, er gagnrýninn á aðgerðir Bandaríkjanna þar í landi. Hann segir aukið frelsi hermanna til að berjast við Talibana brjóta gegn fullveldi Afganistan. Þar að auki kallaði hann á Talibana til að sýna meira raunsæi í kröfum sínum, sem hafa gert friðarviðræður erfiðar.

Ríkisstjórn núverandi forseta landsins, Ashraf Ghani, hefur samkvæmt Reuters tekið auknum umsvifuð Bandaríkjanna vel.

Karzai hefur lengi gagnrýnt loftárásir Bandaríkjannna og hann hefur jafnvel sagt að hann myndi koma alfarið í veg fyrir þær. Afganskir hermenn sem berjast gegn Talibönum taka loftárásum hins vegar fagnandi og hafa beðið um að þær verði auknar.

Karzai myndi þó ekki vilja binda enda á bandalag Kabúl og Washington. Þess í stað myndi hann breyta því.

„Ég vil að við séum bandamenn Bandaríkjanna, ég vil að við séum félagar Bandaríkjanna. Samband okkar verður að vera samstarf, en ekki samband eiganda og þræls.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×