Sundkappinn Jón Margeir Sverrisson náði ekki að synda sig inn í úrslit í 100 metra bringusundi á Ólympíumóti fatlaðra í dag.
Jón Margeir synti í mark á 1:12,27 mínútum og varð fimmti í sínum riðli. Í heildina varð Jón Margeir í tólfta sæti.
Aðeins átta efstu taka þátt í úrslitasundinu í kvöld og Jón var rúmri sekúndu frá því að komast í það sund.
Jón Margeir á eitt sund eftir á mótinu en hann tekur þátt í 200 metra fjórsundi á laugardag.
Jón Margeir komst ekki í úrslit
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið




Dæmd í bann fyrir að klípa í klof
Fótbolti





Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik
Enski boltinn

Fleiri fréttir
