Afmælisbarnið Hallbera: „Það er eins gott að stelpurnar geri eitthvað fyrir mig“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. september 2016 14:00 Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í fótbolta eru einu stigi frá því að komast á EM í Hollandi á næsta ári en stigið dettur væntanlega í hús á föstudagskvöldið þegar Ísland mætir Slóveníu á Laugardalsvellinum. Umræða var uppi fyrir leik liðsins gegn Makedóníu í sumar að þar myndi Ísland tryggja sig áfram með sigri en svo var ekki. Það fattaðist í raun ekki fyrr en á leikdegi þegar Vísir skrifaði frétt um málið. „Við héldum að við værum komnar á EM síðast en við þurfum víst eitt stig í viðbót. Við ætlum að ná í þrjú stig á föstudaginn og tryggja okkur inn á EM,“ segir Hallbera í viðtali við Vísi. „Það hefði orðið dálítið vandræðalegt [að fagna eftir leik]. Það var svolítið furðulegt að við héldum að þetta væri komið en það verður alveg jafngaman að tryggja þetta í hörkuleik. Leikurinn gegn Makedóníu var ekki beint skemmtilegur. Þeir sem mæta á völlinn á föstudaginn eiga von á skemmtilegum leik.“Hallbera og Gísli Gíslason, faðir hennar, á góðri stund í París í sumar.Vísir/VilhelmAllt gengið upp Íslenska liðið er á toppnum í riðlinum með fullt hús stiga og er ekki búið að fá á sig eitt einasta mark. Það vann Skotland 4-0 sem er í öðru sæti í riðlinum og Slóvena 6-0 en slóvenska liðið er í þriðja sæti. Slóvenía er með gott sóknarlið að sögn stelpnanna en varnarleikur þess hefur verið til vandræða en það nýtti íslenska liðið sér algjörlega þegar liðin mættust síðast. „Allt sem við lögðum upp með er búið að ganga upp. Það að fara til Skotlands og vinna 4-0 var eitthvað sem okkur dreymdi um að gera og það varð að veruleika,“ segir Hallbera. „Slóvenía er hörkulið þó að við unnum þær 6-0 úti. Þær eru með gott lið og góða einstaklinga þannig við þurfum að hitta á sama topp dag og þegar við vorum úti.“Hallbera fagnar marki með Fanndísi Friðriksdóttur gegn Makedóníu.Vísir/eyþórÞrítug í dag Stelpurnar spila á sama tíma og stórleikur Liverpool og Chelsea fer fram í ensku úrvalsdeildinni. Er einhver spurning um hvorn leikinn Íslendingar eiga að velja? „Ég sá þetta bara í gær þegar Freysi var að nefna þetta einhverstaðar. Enska deildin verður lengi til staðar. Okkar leikur er aðeins mikilvægari viljum við halda. Fólk getur nú séð Chelsea og Liverpool bara á plúsnum. Vonandi lætur fólk þetta ekki trufla sig,“ segir Hallbera brosandi. Bakvörðurinn magnaði fagnar þrítugsafmæli sínu í dag en hvað eru stelpurnar búnar að gera fyrir hana í tilefni dagsins? „Fanndís [Friðriksdóttir] gaf mér kórónu sem ég var mjög sátt með. Síðan var sungið fyrir mig áðan og nú þarf ég að eyða deginum með þessum stelpum þannig það er eins gott að þær geri eitthvað fyrir mig í dag,“ segir Hallbera en fær hún EM-sæti í síðbúna afmælisgjöf á föstudaginn? „Það væri óskandi. Ég ætla að lofa því.“ Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Guðbjörg: Valdi meðvitað að fara til liðs þar sem frammistaða mín skiptir máli Markvörður íslenska kvennalandsliðsins fór frá tvöföldum Noregsmeisturum til nýliða í Svíþjóð. 13. september 2016 17:30 Gunnhildur Yrsa: Mun alltaf gefa mig 100 prósent í öll verkefni Garðbæingurinn er sátt með sitt hlutverk í íslenska landsliðinu sem ætlar sér á EM á föstudaginn. 13. september 2016 23:30 Glódís Perla: Verður veisla ef allir mæta á völlinn Miðvörður kvennalandsliðsins segir stelpurnar eiga eftir að ná endanlegu markmiði sínu. 13. september 2016 13:30 Sara Björk kom sér út úr þægindarammanum: „Fæ að heyra það ef ég stend mig illa“ Sara Björk Gunnarsdóttir gekk í raðir eins besta liðs í Evrópu í sumar en fannst ekkert sniðugt að byrja fyrsta leik á bekknum. 13. september 2016 13:00 Stuð á stelpunum í köldum dalnum | Myndir Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætti til æfinga í fyrsta sinn í morgun fyrir tvíhöfðann gegn Slóvenum og Skotum. 13. september 2016 14:45 Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira
Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í fótbolta eru einu stigi frá því að komast á EM í Hollandi á næsta ári en stigið dettur væntanlega í hús á föstudagskvöldið þegar Ísland mætir Slóveníu á Laugardalsvellinum. Umræða var uppi fyrir leik liðsins gegn Makedóníu í sumar að þar myndi Ísland tryggja sig áfram með sigri en svo var ekki. Það fattaðist í raun ekki fyrr en á leikdegi þegar Vísir skrifaði frétt um málið. „Við héldum að við værum komnar á EM síðast en við þurfum víst eitt stig í viðbót. Við ætlum að ná í þrjú stig á föstudaginn og tryggja okkur inn á EM,“ segir Hallbera í viðtali við Vísi. „Það hefði orðið dálítið vandræðalegt [að fagna eftir leik]. Það var svolítið furðulegt að við héldum að þetta væri komið en það verður alveg jafngaman að tryggja þetta í hörkuleik. Leikurinn gegn Makedóníu var ekki beint skemmtilegur. Þeir sem mæta á völlinn á föstudaginn eiga von á skemmtilegum leik.“Hallbera og Gísli Gíslason, faðir hennar, á góðri stund í París í sumar.Vísir/VilhelmAllt gengið upp Íslenska liðið er á toppnum í riðlinum með fullt hús stiga og er ekki búið að fá á sig eitt einasta mark. Það vann Skotland 4-0 sem er í öðru sæti í riðlinum og Slóvena 6-0 en slóvenska liðið er í þriðja sæti. Slóvenía er með gott sóknarlið að sögn stelpnanna en varnarleikur þess hefur verið til vandræða en það nýtti íslenska liðið sér algjörlega þegar liðin mættust síðast. „Allt sem við lögðum upp með er búið að ganga upp. Það að fara til Skotlands og vinna 4-0 var eitthvað sem okkur dreymdi um að gera og það varð að veruleika,“ segir Hallbera. „Slóvenía er hörkulið þó að við unnum þær 6-0 úti. Þær eru með gott lið og góða einstaklinga þannig við þurfum að hitta á sama topp dag og þegar við vorum úti.“Hallbera fagnar marki með Fanndísi Friðriksdóttur gegn Makedóníu.Vísir/eyþórÞrítug í dag Stelpurnar spila á sama tíma og stórleikur Liverpool og Chelsea fer fram í ensku úrvalsdeildinni. Er einhver spurning um hvorn leikinn Íslendingar eiga að velja? „Ég sá þetta bara í gær þegar Freysi var að nefna þetta einhverstaðar. Enska deildin verður lengi til staðar. Okkar leikur er aðeins mikilvægari viljum við halda. Fólk getur nú séð Chelsea og Liverpool bara á plúsnum. Vonandi lætur fólk þetta ekki trufla sig,“ segir Hallbera brosandi. Bakvörðurinn magnaði fagnar þrítugsafmæli sínu í dag en hvað eru stelpurnar búnar að gera fyrir hana í tilefni dagsins? „Fanndís [Friðriksdóttir] gaf mér kórónu sem ég var mjög sátt með. Síðan var sungið fyrir mig áðan og nú þarf ég að eyða deginum með þessum stelpum þannig það er eins gott að þær geri eitthvað fyrir mig í dag,“ segir Hallbera en fær hún EM-sæti í síðbúna afmælisgjöf á föstudaginn? „Það væri óskandi. Ég ætla að lofa því.“ Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Guðbjörg: Valdi meðvitað að fara til liðs þar sem frammistaða mín skiptir máli Markvörður íslenska kvennalandsliðsins fór frá tvöföldum Noregsmeisturum til nýliða í Svíþjóð. 13. september 2016 17:30 Gunnhildur Yrsa: Mun alltaf gefa mig 100 prósent í öll verkefni Garðbæingurinn er sátt með sitt hlutverk í íslenska landsliðinu sem ætlar sér á EM á föstudaginn. 13. september 2016 23:30 Glódís Perla: Verður veisla ef allir mæta á völlinn Miðvörður kvennalandsliðsins segir stelpurnar eiga eftir að ná endanlegu markmiði sínu. 13. september 2016 13:30 Sara Björk kom sér út úr þægindarammanum: „Fæ að heyra það ef ég stend mig illa“ Sara Björk Gunnarsdóttir gekk í raðir eins besta liðs í Evrópu í sumar en fannst ekkert sniðugt að byrja fyrsta leik á bekknum. 13. september 2016 13:00 Stuð á stelpunum í köldum dalnum | Myndir Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætti til æfinga í fyrsta sinn í morgun fyrir tvíhöfðann gegn Slóvenum og Skotum. 13. september 2016 14:45 Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira
Guðbjörg: Valdi meðvitað að fara til liðs þar sem frammistaða mín skiptir máli Markvörður íslenska kvennalandsliðsins fór frá tvöföldum Noregsmeisturum til nýliða í Svíþjóð. 13. september 2016 17:30
Gunnhildur Yrsa: Mun alltaf gefa mig 100 prósent í öll verkefni Garðbæingurinn er sátt með sitt hlutverk í íslenska landsliðinu sem ætlar sér á EM á föstudaginn. 13. september 2016 23:30
Glódís Perla: Verður veisla ef allir mæta á völlinn Miðvörður kvennalandsliðsins segir stelpurnar eiga eftir að ná endanlegu markmiði sínu. 13. september 2016 13:30
Sara Björk kom sér út úr þægindarammanum: „Fæ að heyra það ef ég stend mig illa“ Sara Björk Gunnarsdóttir gekk í raðir eins besta liðs í Evrópu í sumar en fannst ekkert sniðugt að byrja fyrsta leik á bekknum. 13. september 2016 13:00
Stuð á stelpunum í köldum dalnum | Myndir Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætti til æfinga í fyrsta sinn í morgun fyrir tvíhöfðann gegn Slóvenum og Skotum. 13. september 2016 14:45