Það eru bara allir í góðu skapi á makrílvertíð á Fáskrúðsfirði Kristján Már Unnarsson skrifar 13. september 2016 21:30 Makrílvertíðin á Fáskrúðsfirði þetta sumarið stefnir í að slá öll met. Uppgrip eru hjá 160 starfsmönnum Loðnuvinnslunnar en undanfarnar sex vikur hefur verið unnið sleitulaust á vöktum allan sólarhringinn. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Við fylgdumst með þar sem verið var að landa 650 tonnum úr nýja Hoffellinu en það lá utan á því gamla. Á bryggjunni hittum við skipstjórann, Berg Einarsson. „Það er búið að vera alveg meiriháttar gangur á þessu síðastliðinn mánuð, stefnir bara í metvertíð hjá okkur hérna á Fáskrúðsfirði,” segir Bergur. Hoffellið hefur verið að koma með afla að landi á þriggja til fjögurra daga fresti og því hafa menn í vinnslunni þurft að hafa sig alla við til að hafa undan. Megnið af makrílnum fer í flökun og frystingu fyrir Evrópumarkað. Grétar Arnþórsson, verkstjóri hjá Loðnuvinnslunni, segir að frá 8. ágúst sé búið að vinna sleitulaust á vöktum allan sólarhringinn, dag og nótt. „Í mánuð án þess að stoppa. Aldrei matur og aldrei kaffi,” segir Grétar og hlær. -Er þá ekki fólkið að leka niður? „Nei. Það hefur orðið að leggja aðeins af.” -Er þá ekki stemmning hjá fólkinu? „Nei. Þetta er allt of erfitt til þess,” svarar Grétar.Grétar Arnþórsson, verkstjóri hjá Loðnuvinnslunni.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Í fyrra komu liðlega sjöþúsund tonn af makríl til vinnslu á Fáskrúðsfirði á stuttri síðsumars- og haustvertíð en nú stefnir aflinn í tíu þúsund tonn. „Það er bara aukinn kvóti og veiðar ganga mjög vel og vinnslan enn betur. Það gengur alveg meiriháttar vel í landi að vinna,” segir Bergur skipstjóri. Hann segir tíðarfar hafa verið með eindæmum gott og stutt að sækja makrílinn út af Austfjörðum en hann hefur verið að veiðast í kringum Hvalbak. „Bara stutt að fara og verið mjög góð veiði síðastliðinn mánuð.” Fyrir 160 starfsmenn Loðnuvinnslunar á Fáskrúðsfirði eru þetta uppgrip. „Jú, ég held að þetta séu alveg ágætis tekjur,” segir Grétar. Mikið hafi verið um skólakrakka í vinnu þar til skólinn byrjaði. Þetta hafi verið mjög gott hjá þeim og lítill skattur.Frá athafnasvæði Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði. Verið var að landa úr Hoffelli, sem sést við bryggjuna.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Eftir að skólakrakkarnir hættu hefur Íslendingunum fækkað í vinnslunni. „Þetta eru mest útlendingar, allar þjóðir. Þegar ég var að telja hér um daginn þá voru níu þjóðir hérna inni,” segir verkstjórinn. Og sjómennirnir á Hoffellinu kætast. „Seinasti mánuður var bara metmánuður hjá okkur. Svo það eru bara allir í góðu skapi,” segir skipstjórinn á Hoffelli SU-80. Fjallað var um franska bæinn Fáskrúðsfjörð og starfsemi Loðnuvinnslunnar í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 fyrir tveimur árum. Fjarðabyggð Um land allt Tengdar fréttir Franska arfleifðin færir Fáskrúðsfirði ferðamenn Endurreisn franska spítalans á Fáskrúðsfirði og safnið um frönsku sjómennina hafa hleypt lífi í ferðaþjónustu í bænum og er nú byrjað að stækka hótelið í spítalanum. 10. nóvember 2014 19:45 "Enginn einn sem stendur uppi ríkur eftir góða síldarvertíð“ Fáskrúðsfirðingar eiga eitt öflugasta útgerðarfélag landsins en með gjörólíku eignarhaldi en hjá flestum öðrum. 11. nóvember 2014 20:15 Stjórnvöld þrýsta kvótanum til stærri útgerða með veiðigjöldum Há veiðigjöld ógna smærri byggðum, segir framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði, og spáir því að kvótinn haldi áfram að færast á færri hendur og til stærri útgerða, þótt stjórnvöld segist vilja annað. 16. nóvember 2014 08:00 Mest lesið Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Sjá meira
Makrílvertíðin á Fáskrúðsfirði þetta sumarið stefnir í að slá öll met. Uppgrip eru hjá 160 starfsmönnum Loðnuvinnslunnar en undanfarnar sex vikur hefur verið unnið sleitulaust á vöktum allan sólarhringinn. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Við fylgdumst með þar sem verið var að landa 650 tonnum úr nýja Hoffellinu en það lá utan á því gamla. Á bryggjunni hittum við skipstjórann, Berg Einarsson. „Það er búið að vera alveg meiriháttar gangur á þessu síðastliðinn mánuð, stefnir bara í metvertíð hjá okkur hérna á Fáskrúðsfirði,” segir Bergur. Hoffellið hefur verið að koma með afla að landi á þriggja til fjögurra daga fresti og því hafa menn í vinnslunni þurft að hafa sig alla við til að hafa undan. Megnið af makrílnum fer í flökun og frystingu fyrir Evrópumarkað. Grétar Arnþórsson, verkstjóri hjá Loðnuvinnslunni, segir að frá 8. ágúst sé búið að vinna sleitulaust á vöktum allan sólarhringinn, dag og nótt. „Í mánuð án þess að stoppa. Aldrei matur og aldrei kaffi,” segir Grétar og hlær. -Er þá ekki fólkið að leka niður? „Nei. Það hefur orðið að leggja aðeins af.” -Er þá ekki stemmning hjá fólkinu? „Nei. Þetta er allt of erfitt til þess,” svarar Grétar.Grétar Arnþórsson, verkstjóri hjá Loðnuvinnslunni.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Í fyrra komu liðlega sjöþúsund tonn af makríl til vinnslu á Fáskrúðsfirði á stuttri síðsumars- og haustvertíð en nú stefnir aflinn í tíu þúsund tonn. „Það er bara aukinn kvóti og veiðar ganga mjög vel og vinnslan enn betur. Það gengur alveg meiriháttar vel í landi að vinna,” segir Bergur skipstjóri. Hann segir tíðarfar hafa verið með eindæmum gott og stutt að sækja makrílinn út af Austfjörðum en hann hefur verið að veiðast í kringum Hvalbak. „Bara stutt að fara og verið mjög góð veiði síðastliðinn mánuð.” Fyrir 160 starfsmenn Loðnuvinnslunar á Fáskrúðsfirði eru þetta uppgrip. „Jú, ég held að þetta séu alveg ágætis tekjur,” segir Grétar. Mikið hafi verið um skólakrakka í vinnu þar til skólinn byrjaði. Þetta hafi verið mjög gott hjá þeim og lítill skattur.Frá athafnasvæði Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði. Verið var að landa úr Hoffelli, sem sést við bryggjuna.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Eftir að skólakrakkarnir hættu hefur Íslendingunum fækkað í vinnslunni. „Þetta eru mest útlendingar, allar þjóðir. Þegar ég var að telja hér um daginn þá voru níu þjóðir hérna inni,” segir verkstjórinn. Og sjómennirnir á Hoffellinu kætast. „Seinasti mánuður var bara metmánuður hjá okkur. Svo það eru bara allir í góðu skapi,” segir skipstjórinn á Hoffelli SU-80. Fjallað var um franska bæinn Fáskrúðsfjörð og starfsemi Loðnuvinnslunnar í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 fyrir tveimur árum.
Fjarðabyggð Um land allt Tengdar fréttir Franska arfleifðin færir Fáskrúðsfirði ferðamenn Endurreisn franska spítalans á Fáskrúðsfirði og safnið um frönsku sjómennina hafa hleypt lífi í ferðaþjónustu í bænum og er nú byrjað að stækka hótelið í spítalanum. 10. nóvember 2014 19:45 "Enginn einn sem stendur uppi ríkur eftir góða síldarvertíð“ Fáskrúðsfirðingar eiga eitt öflugasta útgerðarfélag landsins en með gjörólíku eignarhaldi en hjá flestum öðrum. 11. nóvember 2014 20:15 Stjórnvöld þrýsta kvótanum til stærri útgerða með veiðigjöldum Há veiðigjöld ógna smærri byggðum, segir framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði, og spáir því að kvótinn haldi áfram að færast á færri hendur og til stærri útgerða, þótt stjórnvöld segist vilja annað. 16. nóvember 2014 08:00 Mest lesið Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Sjá meira
Franska arfleifðin færir Fáskrúðsfirði ferðamenn Endurreisn franska spítalans á Fáskrúðsfirði og safnið um frönsku sjómennina hafa hleypt lífi í ferðaþjónustu í bænum og er nú byrjað að stækka hótelið í spítalanum. 10. nóvember 2014 19:45
"Enginn einn sem stendur uppi ríkur eftir góða síldarvertíð“ Fáskrúðsfirðingar eiga eitt öflugasta útgerðarfélag landsins en með gjörólíku eignarhaldi en hjá flestum öðrum. 11. nóvember 2014 20:15
Stjórnvöld þrýsta kvótanum til stærri útgerða með veiðigjöldum Há veiðigjöld ógna smærri byggðum, segir framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði, og spáir því að kvótinn haldi áfram að færast á færri hendur og til stærri útgerða, þótt stjórnvöld segist vilja annað. 16. nóvember 2014 08:00