Innlent

Kirkjan er gott fordæmi

Benedikt Bóas Hinriksson skrifar
Ætla má að turngestir Hallgrímskirkju verði yfir 260 þúsund í árslok sem skilar kirkjunni um 200 milljónum.
Ætla má að turngestir Hallgrímskirkju verði yfir 260 þúsund í árslok sem skilar kirkjunni um 200 milljónum.
Gjaldtaka í Hallgrímskirkjuturni er gott dæmi um fyrirkomulag þar sem ferðamenn greiða fyrir þá uppbyggingu sem þeir þar njóta. Áætlað er að tekjur Hallgrímskirkju verði um 200 milljónir í ár og er fjárfreku viðhaldi sinnt meðal annars með tekjunum sem koma við hliðið. Fjölmargir ferðamannastaðir á Íslandi þurfa mikla fjármuni enda reynir hin mikla fjölgun ferðamanna á Íslandi mjög á marga af vinsælustu ferðamannastöðum Íslands.

„Vissulega er munur á kirkjubyggingum og náttúruperlum en þó eiga svipuð lögmál við hvað varðar ágang og kostnað við viðhald,“ segir Óttar Snædal hjá SA. „Við gjaldtöku myndast fjármagn sem hægt er að nota til viðhalds. Eins og sést í Hallgrímskirkju þá virkar gjaldtaka vel því hún aðgangsstýrir annars vegar og skilar tekjum til uppbyggingar hins vegar.“

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.


Tengdar fréttir

Tekjur af turni Hallgrímskirkju fara yfir 200 milljónir

Heimsóknum gesta í Hallgrímskirkjuturn hefur fjölgað mikið síðustu ár. Samhliða hafa tekjur kirkjunnar aukist verulega. Tekjurnar fara meðal annars í að greiða fjögur hundruð milljóna króna bankalán sem hvílir á kirkjunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×